Icesave-ráðherrar fyrir Landsdóm

Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Árni Páll Árnason bera meginábyrgð á stjórnsýsluþætti Icesave-málsins. Skipulögð tilraun þremenningana til að skapa ríkissjóði stórkostlega hættu á gjaldþroti er skjalfest með Svavars-samningum, eða Icesave I. 

Tilræði þremennigana við fjárhagslegt fullveldi þjóðarinnar er tilefni til að kalla saman Landsdóm.

Rétt er að skipa þingnefnd er undirbúi ákærur á hendur ráðherrunum.


mbl.is „Dómstólaleið“ ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ramba stundum inná bloggið þitt Páll; það má segja að ég sé ósammála þér í vel flestu, og það er svo-sem ekkert athugavert við það, við búum jú enn í lýðfrjálsu landi og höfum hver okkar skoðanir og virðum hvort annað vel flest fyrir þær.

En nú ber öðru við Páll; Mikið hjartanlega er ég sammála skrifum þínum, þarna hittir þú naglann á höfuðið. Það eina rétta í stöðunni er að draga þessa þrjá aðila fyrir Landsdóm fyrir Landráð, og gleymum ekki að taka Svavar með líka, þó ekki væri nema fyrir að að "nenna" ekki að kljást við þetta stóralvarlega Iceslave sem hefði komið þjóðinni endanlega á hausinn..

Kristinn M (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 10:00

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ekki heldur gleyma Össuri, hann á sinn þátt í þessu líka, svona á bak við tjöldin. Með allt þetta lið fyrir landsdóm. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2011 kl. 10:45

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek undir hvert orð hér. Þetta mun þó varla verða meðan þessi ríkisstjórn situr, því sauðirnir skila sér alltaf þegar mikið liggur við. En þau skópu fordæmið um að draga fyrrverandi ráðherra til ábyrgðar og það mun ekki fyrnast frekar en þjóðaratkvæðið hans Ólafs.

Ragnhildur Kolka, 2.5.2011 kl. 11:19

4 identicon

HEYR, HEYR!!

Karl (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 11:43

5 identicon

Þetta sagði hinn mgnaði ráðherra Árni Páll Árnason um Icesave varnir NEI - manna.   Hann á að fara í fararbroddi í verja hagsmuni þjóðarinnar í framhaldi af neitun hennar á að greiða ólögvarinn falsreikning Samfylkingar og VG, Breta, Hollendinga og Evrópusambandsins, Icesave I, II og núna III. 

Árni Páll sér ekkert athugarvert við að hann eigi að bera þá ábyrgð á því vandasama starfi.  Hann er sannfærður eins og Jóhanna og Steingrímur að við eigum að greiða aðgangseyrinn í Evrópusambandið hvað sem það kostar.

 ------

136. löggjafarþing ? 101. fundur,  12. mar. 2009.

Hagsmunir Íslands vegna Icesave-ábyrgðanna.

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það er athyglisvert að fylgjast með Sjálfstæðisflokknum í þessari umræðu. Við þekkjum það frá því í haust að þá fór fram mikil barátta þegar við öttum kappi við sjálfstæðismenn í ríkisstjórnarsamstarfi um það hvernig ætti að taka á því hruni sem þá varð. Þá var það ljóst að heimastjórnarklíkan í Sjálfstæðisflokknum vildi skella öllum hurðum í lás, segja landið úr lögum við umheiminn og búa til úr Íslandi einhvers konar sjóræningjaland í Norðurhöfum sem ekki stæði við þær skuldbindingar sem leiddu af þjóðarrétti. Hins vegar var þáverandi forusta flokksins, undir forustu hv. þm. Geirs Haarde og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, tilbúin til að axla ábyrgð og leiddi ásamt Samfylkingunni til þeirrar niðurstöðu sem náðist um Icesave-ábyrgðirnar.

Í umræðunni hér í dag eru tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem eru báðir fulltrúar einangrunarklíkunnar sjálfrar, mennirnir sem vilja ekki að við stöndum við þær skuldbindingar sem við höfum sannanlega þurft að standa við,  menn sem þá töluðu gegn því að við stæðum við þessar ábyrgðir og gera það aftur nú. Hvað þýðir þetta, virðulegi forseti?  Þetta þýðir að Sjálfstæðisflokkurinn er greinilega á harðahlaupum undan ábyrgð í þessum málum.  Sjálfstæðisflokkurinn verður hér ber að því að verða lýðskrumsflokkur af verstu sort rétt fyrir kosningarnar. Og það hlýtur að vera dapurlegra en tárum taki fyrir hv. þm. Geir H. Haarde að sitja hér í salnum og hlusta á þennan málflutning þeirra sömu manna og héldu þessum þvættingi fram í haust sem halda því aftur fram nú að Ísland geti sagt sig úr lögum við umheiminn og þurfi ekki að taka ábyrgð í samfélagi þjóðanna.

Virðulegi forseti. Það þarf staðfestu á erfiðum tímum. Málstað Íslands hefur verið haldið fram. Það er engin slík lagaóvissa um réttarstöðu Íslands að það sé ekki eðlilegt að ganga til samninga við nágrannaríki okkar á eðlilegum forsendum um þessi mál.

Virðulegi forseti. Við eigum að axla ábyrgð á því sem við höfum gert og við eigum ekki að reyna að koma fram sem sjóræningjaríki í Norðurhöfum eins og Sjálfstæðisflokkurinn augljóslega leggur til.

...

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 12:10

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Djös öfgar eri þetta.

Á ekki að draga Davíð Oddson líka fyrir landsdóm útaf 300milljarða gjaldþrot Seðlabankans??

Sleggjan og Hvellurinn, 2.5.2011 kl. 12:36

7 identicon

Sleggjan og Hvellurinn .... 

"Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað!"  Að sjálfsögðu á að draga alla fyrir dómstóla sem ákæruvaldið telur hafa brotið lög varðandi hrunið sem allt annað.  Þér er augljóslega ókunnugt um að seðlabankastjórarnir voru 3 en ekki 1, og þá er ekki nema vona að þú hafir ekki minnstu hugmynd um að Landsdómur hefur ekkert með störf þeirra né nokkurra annarra embættismanna að gera.  Hann nær einungis yfir störf ráðherra.  Seðlabankastjórar eru dæmdir í héraðsdómi og þá hæstarétti ef málinum er áfrýjað, eins og allir aðrir.

"Landsdómur er sérdómstóll sem gert er ráð fyrir í 14. grein stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands. Hann fer með og dæmir mál sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra og starfar eftir lögum nr. 3/1963 og er skipaður 15 dómendum."

Það er meira en sjálfsagt að drag þessa 3 ráðherra sem Páll telur upp fyrir landsdóm, þótt að mun fleiri eiga að sjálfsögðu að fylgja, því sektarlínan liggur langtum neðar en þeirra ábyrgð og sök.

.......

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 16:00

8 identicon

Össur Skarphéðinsson og Björgvin G. Sigurðsson hafa sagzt vera félagar í brezka Verkamannaflokknum. Icesave var að miklu leyti barátta um ósvífnar athafnir og kröfur leiðtoga hans. Þingmennirnir tveir hefðu út af þessari flokksaðild átt að lýsa sig vanhæfa til að fjalla um málið, að minnsta kosti kalla inn varamenn eða sitja hjá. Það gerðu því miður ekkert af þessu. Mér finnst ástæða til að rannsaka, hvort með því hafi þeir brotið lög.

Sigurður (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 19:01

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 ´Hér mæti ég allt of seint í partýið,en vil segja þetta; Ef við látum þetta átölulaust,erum við bara að bjóða hættunni heim. Menn halda áfram að stjórna af geðþótta,en hirða ekkert um stjórnarskrá líðveldisins.

Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2011 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband