Lífeyrissjóðir ábyrgðarlausir og valdamiklir

Ábendingu Lilju Mósesdóttur um stöðu lífeyrissjóða þarf að fylgja eftir með lagabreytingum á starfsháttum þeirra. Lífeyrissjóðirnir tóku þátt í útrásinni með hugarfari áhættufíkils, keyptu stóra hluti í glæparekstri Kaupþings og voru þáttakendur í braski hist og her.

Úrásin og hrunið kenndi forstjórum lífeyrissjóðanna ekki neitt enda ekkert uppgjör farið fram. Lífeyrissjóðirnir sýna stjórnvöldum og almenningi fingurinn þegar þeir undirbúa kaup í Magma til að braska með  orkuauðlindir almennings.

Lög sem takmarka svigrúm lífeyrissjóða til að braska eigur félagasmanna þurfa að líta dagsins ljós. Raunar er spurning hvort lífeyrissjóðirnir séu ekki orðnir óþarfir. Iðngjöld gætu sem best verið í umsýslu fjármálastofnana líkt og séreignarsparnaðurinn. 


mbl.is Segir lífeyrissjóðina vera of stóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk á bara að fá að ráða hver passar upp á lífeyrin þeirra.  Einfalt mál!  ..Og þá aðeins þannig að lífeyrin sé eyrnamerkt eign einstaklings. 

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 18:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki rétt að aðskilja rekstur þjónustubanka og fjárfestingarbanka áður en við förum að setja lífeyrinn þar inn. Ég man svo langt að það átti að vera forgangsatriði eftir hrun og eitt af kosningamálum stjórnarflokkanna. Ekkert hefur gerst í því og enginn áhugi virðist heldur vera fyrir því enda braskið og spillingin eins og engin sé morgundagurinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.5.2011 kl. 20:48

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú,  rétt Jón Steinar, það yrði að aðgreina þjónustubanka frá fjárfestingum áður en breytingar yrðu gerðar.

Áhættusækni lífeyrissjóða á útrásartímum var slík að tilrú á starfsemi þeirra hefur dvínað, svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Lífeyrissjóðirnir ætla ekkert að læra af hruninu og því verður að taka fram fyrir hendur þeirra og leggja þá niður.

Páll Vilhjálmsson, 1.5.2011 kl. 21:22

4 Smámynd: Gústaf Níelsson

Finnst þér ekki sérkennilegt Páll, hvað gömul hugmynd sjálfstæðismanna um einn lífeyrissjóð fyri alla landsmenn, hefur farið hljótt?

Gústaf Níelsson, 1.5.2011 kl. 21:31

5 identicon

"Iðngjöld gætu sem best verið í umsýslu fjármálastofnana líkt og séreignarsparnaðurinn."

Ertu ekki alveg í lagi Páll?Voru það ekki fjármálastofnanirnar sem þú nefnir, þ.e. bankarnir, sem ekki bara fóru kyrfilega á hausinn, heldur settu samfélagið allt á hliðina í leiðinni? Og þessum glæframönnum vilt þú afhenda lífeyrissparnað landsmanna?!

Lífeyrissjóðirnir voru þó einu fjármálastofnanir landsins sem komu standandi niður í hruninu, þeir urðu fyrir skaða, mikil ósköp, en þó ekki meiri en svo að í dag eru þeir öflugri en þeir hafa nokkru sinni verið. Finnst þér þá rétt að nota tækifærið og farga þeim?

Þórhallur Jósepsson (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband