1. maí brandari um ríkisstjórnina

Daginn fyrir fyrsta maí sendir Starfsgreinasambandið út yfirlýsingum þar sem segir m.a.

Þess vegna flýtum við okkur hægt og viljum nú semja til eins árs og sjá svo til hvort hagvaxtarleiðin verði fær þegar Samtök atvinnulífsins hafa fangað skynsemi sína og áttað sig á því að það er réttur ríkisstjórnarinnar að stjórna landinu.

Textahöfundurinn bregður fyrir sér hárfínu skopi.  Þegar verkalýðsfélag þarf að skrifa í fréttatilkynningu hverjir eiga að stjórna landinu er það til að vekja athygli á þeirri staðreynd að landið er stjórnlaust með lamaða ríkisstjórn með eins atkvæðismeirihluta á alþingi - og það atkvæði gæti auðveldlega þurft að leggja inn.

Stjórnarráðið með lömuðu skötuhjúnum í brúnni keypti þessa spurningu í vagni Capacent Gallup sem sýnir betur en margt annað örvæntingafulla stöðu stjórnarinnar.

Finnst þér að ákvarðanir um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu ættu að hafa mikil, nokkur, lítil eða engin áhrif á kjaraviðræður á Íslandi?

Pólitísk vopn Jóhönnustjórnarinnar eru að kaupa skoðanakönnun.


mbl.is Snýst um hverjir eigi að stjórna landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Málið er að það er alveg sama hvað samið er um hátt kaup til handa fólki í útgerðarbæjum á íslandi, því að ef út gerðin gengur ekki þá er af littlu að taka til að borga kaup.

Hrólfur Þ Hraundal, 30.4.2011 kl. 16:20

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sælir Páll og Hrólfur.

Landið er stjórnlaust, þar liggur vandinn. Ef sterk og öflug stjórn væri til staðar, þyrftu SA og ASÍ ekki að vera með sendingar sín á milli um HVER eigi að stjórna landinu.

Auðvitað á ríkisstjórn á hverjum tíma að gera það, því miður hefur sú stjórn sem nú situr ekki þann kjark, það vit, eða þá skynsemi sem þarf til þess. Því er svo komið sem komið er.

SA og ASÍ hafa gert þessa samninga að skopleik, þar sem aðalleikendurnir eru trúðar. Þetta hefur ekki einungis skaðað launafólk, heldur ekki síður fyrirtækin og það traust sem á milli þessara afla á að ríkja.

Auðvitað er það skylda stjórnvalda á hverjum tíma að sjá svo um að fyrirtæki landsins geti blómstrað og aukist. Það er forsemnda fyrir öllu öðru. Það er einnig skylda stjórnvalda að sjá svo um að allir landsmenn geti lifað sómasamegu lífi.

Það vill svo merkilega til að þessi markmið eru í raun eitt og hið sama, ef fyrirtækjum gengur vel geta þau borgað hærri laun. Þetta er staðreynd sem ríkisstjórnin skilur ekki, því miður!

Launafólk hefur þegar lagt til meira en það getur svo landið geti komist upp úr þeirri kreppu sem það er í, það er komið að öðrum. Ef ekkert verður gert mun launafólk rísa upp og þá verður fjandinn laus!

Það verður að bæta launafóki þann skaða sem það hefur orðið fyrir. Það verður þó vart gert meðan þessi ríkisstjórn er við vöd!!

Gunnar Heiðarsson, 30.4.2011 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband