Árni Þór er ESB-lygari á leigu

Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna gengur erinda Evrópusambandsins á Íslandi. Í krafti formennsku íslenskrar þingmannanefndar sem hittir þingnefnd Evrópuþingsins tvisvar á ári til að ræða umsókn Íslands reynir Árni Þór að smygla yfirlýsingum um að viðræðurnar gangi vel og að Ísland sé á góðri leið með að verða aðili að Evrópusambandinu.

Yfirlýsingar af þessum toga eru gagngert samþykktar til að festa umsóknarríki í net Evrópusambandsins. Stjórnmálamenn sem samþykkja texta af því tagi sem stóð til að samþykkja eru búnir að gefa stuðningsyfirlýsingu við aðlögunarferlið.

Evrópuvaktin hefur fjallað ítarlega um starfsaðferðir Árna Þórs og afhjúpað baktjaldamakkið sem hann stendur að með Brusselvaldinu.

Þrír af fjórum stjórnmálaflokkum á Íslandi eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu sem og meirihluti þjóðarinnar. Yfirlýsingar þingmannanefndarinnar eiga að endurspegla þessa stöðu mála og draga af henni einu mögulegu raunhæfu ályktunina: Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu á að draga tilbaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvenær hefur Árni þór sagt satt ?

Vilhjálmur Stefánsson, 30.4.2011 kl. 10:27

2 identicon

Hvað tók hann marga tugi milljóna út úr SPRON þegar hann seldi stofnfjárbréfin sem búið var að múta honum með fyrir hrun?

Þórir Jónsson (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 12:01

3 identicon

Já, hann fékk "gefins stofnfé" í SPRON. Hér er engum mútað. Þeir fá allt gefins.

http://www.vb.is/frett/62939/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 12:08

4 identicon

Óheilindi braskarans eru öllum ljós.

Karl (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 13:49

5 identicon

Sæll.

Mér finnst mjög eðliegt að sala Árna og Össurar á stofnfjárbréfum verði skoðuð alveg ofan í kjölin sem og hverja þessir menn áttu samskipti við áður en þeir seldu því nokkuð ljóst er að einhver hefur lekið í þá upplýsingum. Baldur Guðlaugs var réttilega krossfestur fyrir sína sölu. Nú á að taka Össur og Árna í gegn, ég hef ekki trú á að þeir hafi svona mikið viðskiptavit eða að þeir hafi verið svona heppnir.

Hvernig er Árna annars sætt innan síns flokks þegar hann styður það sem hinn almenni Vg sinni er alfarið á móti? Það er eins og hann og Steingrímur séu í stjórnmálum bara fyrir völdin en sé alveg sama um prinsip og stefnumál - Steingrímur hefur í það minnsta selt allt fyrir þennan ráðherrastól sinn. Guðfríður Lilja styður stjórnina bara svo hægt sé að stöðva atvinnuskapandi framkvæmdir við Neðri-Þjórsá. Gott prinsipp það!!

Samfylkingin vill borga hvað sem er (það sást glögglega á Icesave 1 sem við gátum ekki einu sinni borgað jafnvel þó við hefðum viljað það) fyrir aðild að ESB. Er til meira ábyrgðarleysi? Ekki einn þingmaður þess flokks virðist hafa fengið bakþanka vegna þess máls. Hvað segir það um þá og Sf?

Það er hörmulegt að á tímabili sem þörf er á góðri ríkisstjórn skulum við fá þá verstu sem uppi hefur verið. Ill eru örlög okkar og döpur enda flýja margir héðan. Hérlendis vantar einhvern alvöru frjálshyggjuflokk, Sjallarnir eru að verða að krataflokki sem er sorglegt. Sjallarnir þurfa að moka flórinn, losa sig við kratana úr flokknum svo hægt sé að kjósa hann.

Helgi (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 15:43

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála því að það þarf að krefjast rannsóknar á meintu innherjabraski Árna og Össurar. Á meðan verða þeir að víkja af þingi.

Það er með ólíkindum að þeir skuli ekki vera þarna í bunkanum hjá "sérstökum."

Jón Steinar Ragnarsson, 30.4.2011 kl. 16:58

7 Smámynd: Elle_

Ég vil taka undir með Helga að ofan.  Já, ill eru örlög okkar með 2 svikaflokka sem einskis svífast í stjórn.

Elle_, 30.4.2011 kl. 17:10

8 Smámynd: Sandy

Hver á að koma þessu fólki fyrir dóm þegar mest af þessu liði hefur tekið  þátt í allskonar svikabraski? 

Sandy, 2.5.2011 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband