Fimmtudagur, 28. apríl 2011
Þreföld gíslataka á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin er með sjávarútveginn í gíslingu með hótunum um gerbreytingu á rekstarskilyrðum hans. Á móti taka Samtök atvinnulífsins launþega í gíslingu og neita að hækka kaupið þótt þeir viðurkenni að innistæða sé fyrir launahækkun. Verkalýðshreyfingin er í þann mund að taka atvinnurekendur í gíslingu með hótunum um verkfall.
Gagnkvæm gíslataka hjá þeim aðilum sem fara með forræði efnahagslífsins sýnir nauðsyn þess að þjóðin fái aðkomu að málinu.
Það er gert með kosningum.
![]() |
Sendu lokaútgáfu yfirlýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þær kosningar sem til þyrfti þyrftu að vera með gálga á hinum endanum svo að menn falli ekki alltaf í sama farið.
Hér á landi var talað fyrir jöfnuði sem náðist aðeins hjá milli og há-launumðum ríksstarfsmönnum.
Hér var talað fyrir skjaldborg (sem var skrifað S-gjalborg) sem var svo utanum 5% þeirra tekjuhæstu
Hér var talað um lýðræði sem nú hefur verið fært aftur á tíma kommúnisma og er fótum troðið í hverju horni stjórnsýslunnar
Hér var talað um Þjóðarsátt (Þjófasátt) en ekki hefur heyrst í nema einum vinstri manni úti á landi sem var nokkuð ánægður með það sem gerst hefur hér undanfarin 2 ár.
"Allt uppi á borðinu" var vinsæl setning... það borð er nú sennilega í Timbúktú.
Óskar Guðmundsson, 28.4.2011 kl. 22:59
Er útgerðin kannski þegar komin til ESB?
Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.