Andleg leti aðildarsinna

Við verðum að ræða Evrópumálin, var viðkvæðið hjá Samfylkingunni árin 1999 - 2009, og varð látið að því liggja að Evrópusambandið fengist alls ekki til umræðu á Íslandi. Samfylkingunni gekk svo vel með þennan áróður að Sjálfstæðisflokkurinn tók við fyrirskipun formanns Samfylkingarinnar og boðaði til landsfundar haustið 2008 um Evrópumál.

Ekkert umræðuefni hefur yfirskyggt Evrópumál á Íslandi undanfarin tvö ár. Kostir og ókostir þess að ganga inn í Evrópusambandið hafa verið ræddir í þaula. Upphaf, þróun og framtíð sambandsins eru til umræðu. Fréttir af Evrópusambandinu og aðildarríkjum eru áberandi í fjölmiðlum.

Aðildarsinninn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar á leiðarasíðu Morgunblaðsins í dag og kvartar undan því að það megi ekki ræða Evrópumál. Í stað þess að leggja fram efnisþætti í umræðuna, vekja máls á atriðum sem legið hafa í láginni eða finna nýtt sjónarhorn kemur Kolbrún með sömu þreyttu lummuna að Evrópumálin fáist ekki rædd.

Andleg leti aðildarsinna að taka þátt í umræðunni sem þeir kvarta undan að sé ekki til en geisar allt í kring verður best skýrð á þann veg að þeir nenna ekki. Dæmigerður aðildarsinni nennir ekki og þess vegna vill hann að Brussel taki af sér ómakið.

Grímur ég-meig-á-mig-sauðskinnskór Atlason tekur sömu afstöðuna og Kolbrún; við eigum ekki að endurreisa Ísland á okkar eigin forsendum heldur láta Evrópusambandið um það.

Kórinn sem vill inn í Evrópusambandið án umræðu er skipaður svotil sama fólkinu og hafði fölskvalausa trú á útrásarauðmönnunum. Ein lífsblekkingin tekur við af annarri. Án umræðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú segir "Kórinn sem vill inn í Evrópusambandið án umræðu er skipaður svotil sama fólkinu og hafði fölskvalausa trú á útrásarauðmönnunum. Ein lífsblekkingin tekur við af annarri. Án umræðu."

Hér eru þrír sem lofuðu útrásina

http://is.wikipedia.org/wiki/Dav%C3%AD%C3%B0_Oddsson

http://is.wikipedia.org/wiki/Hannes_H%C3%B3lmsteinn_Gissurarson

http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%93lafur_Ragnar_Gr%C3%ADmsson

Það að lýsa EU sem helvíti á jörð er ekki málefnaleg umræða.

Jonas kr (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 16:09

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er hægt að ræða eitthvað efnislega þegar takmarkaðar upplýsingar og leynd hjúpa viðfangið frá öllum hliðum?

Ég hef undanfarið verið að reyna að grennslast fyrir um beinan  kostnað við inngöngu í bandalagið annarsvegar og svo kostnað við upptöku Evru hinsvegar. Sendi ég Fjármálaráðuneytinu fyrirspurnvegna þessa.

Fjármálaráðuneytið hefur engar upplýsingar en þeir vísuðu erindum mínum til Utanríkisráðuneytis og Seðlabanka.

Í dag barst mér svar frá seðlabankanum:

"Við höfum ekki sem stendur hér í Seðlabankanum áætlanir eða útreikninga á því hver heildarkostnaður gæti orðið við upptöku og innleiðingu evru hér á landi.

Hugsanleg er að upplýsingar af því tagi gætu komið fram í skýrslu sem er í undirbúningi um evru og Efnahags- og myntbandalagið.

Sú skýrsla kemur þó ekki út alveg á næstunni."

Á virkilega að segja manni að eftir allt þetta ferli, rýnivinnu, aðlögun og innleiðingu skipana frá a.m.k. 2004, að það sé ekki til stafkrókur né þanki um kostnaðinn við aðgerðina eða könnun á því hvort við höfum yfirleytt efni á þessu?  

Mér finnst að þetta mál þurfi alvarlegri skoðun. Ég bíð eftir svari utanríkisráðuneytisins, sem hefur 7 daga til svara samkvæmt 4gr upplýsingalaga. 

Ég er eiginlega gapandi yfir þessari "gung ho"nálgunvið framtíð og fjöregg landsins. Er þessu fólki skít sama?  Ætli myndi standa jafn mikið á svörum ef spurt væri um laun og fríðindi embættismanna í Brussel? Líklega ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 16:36

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jónas: Hver segir Evrópubandalagið helvíti á jörðu?  Ég get hinsvegar bent á þó nokkra sem lýsa því sem himnaríki án nokkurra raka. Jóhann Hauksson er enn að tönnlast á því að hér hefði ekkert hrun orðið ef við hefðum verið í bandalaginu t.d. Og það hafa raunar ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar líka látið hafa ítrekað eftir sér. Hversu málefnalegt er það?

Nú  höfum við dæmin um Lettana, Írana, Grikkina, Portúgalana og fleiri sem bíða sömu örlaga í þessum dómínóeffekt Evrunnar. 27% vextir af ókleyfum lánu til Grikkja. Lánum sem dælt er inn til að bjarga dauðu fjármálakerfi, svo menn geti haldið í þensluna í Frans og Þýskalandi.  Súrrealískum lánum þröngvað upp á þjóðir á okurvöxtum til að halda stabíliteti fyrir herraþjóðirnar, sem fá í gegn að hækka stýrirvexti á sama tíma til að slá á þensluna hjá þeim.

Helvíti? Jah...þú segir nokkuð.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 16:48

4 identicon

Smá tölfræði:

Frá 1998 til 2009 Hafa eftirtalin ríki aukið hagvöxt umfram EU

EU er sett á 100

Grikkland......113

Lettland.......144

Portúgal.......101

Írland.........105

Til samanburðar

USA............91

Japan..........90

Ísland.........84

Sjá: http://epp.eurostat.ec.europa.eu/tgm/table.do?tab=table&init=1&plugin=1&language=en&pcode=tsieb010

Ísland hefur því dregist afturúr um 20% á síðustu 11 árum.

Jonas kr (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 18:10

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er náttúrlega sett hér inn sem grín Jónas, er það ekki?

Á hverju skyldi þessi hagvöxtur svo hafa byggst? Hvað gerðist svo eftir 2008 og hver er staðan nú?

Þú veist það náttúrlega Jónas. Ísland er þarna talið með og var ekki nærri eins gírað og nefnd lönd í ESB, sem öll eru í dag tæknilega gjaldþrota!

Hvað varð um hagvöxtinn? Af hverju er hann í mínus í dag? Af hverju eru þetta í dag einhverjar suldugustu þjóðir heims? Af hverju er skuldatryggingarálagið á Grikklandi komið vel á annað þúsund punkta? Af hverju greiða þeir 27% vexti á okurlánum ESB og AGS? Já af hverju eru þessi lönd öll í gjörgæslu hjá AGS yfirleytt eftir allan þennan hagvöxt?

Annað hvort ert þú að fara með gamanmál, eins og ég segi, eða þá að þú hefur búið í holu s.l. 3ár.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 19:02

6 Smámynd: Elle_

Er Evrópusambandið ekki bara skímsli sem stjórnar 500 milljón manns, Jónas?

END OF NATIONS - EU TAKEOVER.

WHO THE HELL DO YOU THINK YOU ARE?

Elle_, 28.4.2011 kl. 19:28

7 identicon

Jón hvernig ætlar þú að bera saman hagvöxt? Hvernig hefur EU gengið miðað við sambærilegar þjóðir. Skoðaðu sjálfur.

http://epp.eurostat.ec.europa.eu/portal/page/portal/eurostat/home/

Það þarf að skoða hagvöxt til langs tíma til að hann sé marktækur.

Jonas kr (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 21:54

8 identicon

Jonas kr (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 18:10

Ekki ein einasta tala stemmir við heimildina, sem Jónas vísar sjálfur á! Flettið því upp sjálf, ef þið trúið mér ekki. 

Sigurður (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 22:02

9 identicon

Sigurður, Tölurnar stemma alveg

European Union (27 countries) er sett á 100

Og Td. Grikkland á 100 árið 1998.

Því er gildið fyrir 2009 = (94/83)*100 = 113.3

Með öðrum orðum hagvöxtur í Grikklandi hefur verið um 13% meiri en að meðaltali í EU frá 1998.

Jonas kr (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 22:50

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

 Ertu ekki með fullum fimm Jónas minn? Ef þú tækir t.d. hagvaxtartölur hér frá 2000 tip 2007, væri það staðfesting á að hér væri allt í blússandi uppsiglingu?

Ég er einmitt að taka þessar tölur í víðara samhengi en þú kýst að gera. Þ.e. til ársins 2011.  

Hvar er hagvöxtur grikkja í EU meðaltalinu núna? Á Grikklandi ruku verðlag og laun upp úr öllu valdi til samræmis við önnur Evrulönd, eftir upptöku. Ferðamannaiðnaðurinn hrundi og samkeppnishæfni á markaði líka. Þú stígur greinilega ekki í vitið minn kæri, þótt mér þyki sárt að segja þér það.

Kannski ættirðu að skoða forsendur EU aðeins betur, og fara svo rétt með tölur. Ef þú heldur að talnaleikur þinn fegri þá niðurstöðu, sem menn sitja uppi með í dag, þá áttu hreinlega bágt.  Þetta er öfgatrúaratriði fyrir þér, sem á ekkert skylt við raunveruleikann. Af hverju skellir þú þér bara ekki í Votta Jehóva til að fá útrás fyrir þetta deleríum?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 23:15

11 identicon

Ég ítreka, það stemmir ekki ein einasta tala við töfluna, nema auðvitað grunngildið 100 fyrir ESB. Og fyrsta talan er ekki merkt árinu 1998, heldur 1999. Þessi tafla sýnir reyndar tölur, sem hægt er að leika sér að á marga aðra vegu en Jónas velur, þar á meðal til að bera saman hagvöxt með ólíkum niðurstöðum. En leikur að margföldun er ekki kjarni spurninganna um aðild Íslands og umræðuna af hálfu stuðningsmanna hennar, sem Páll vekur hér máls á.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 23:21

12 Smámynd: Elle_

Efnahagur Grikklands, Lettlands, Írlands, Portúgals og næst Spánar eru í ræsinu.  Glæsi-evra Jóhönnu og Össurar gerir það mest að verkum. 

Og hver er annars punkturinn þinn Jónas?  Hvað kemur málið fullveldi okkar við?  Getið þið Jóhanna og Össur og co. ekki bara haldið ykkar evrum handan hafsins ef það er það sem þið viljið?  Við hin ætlum að halda fullveldinu.

Elle_, 28.4.2011 kl. 23:29

13 identicon

Sigurður: vinsamlegast bentu mér á hvað er vitlaust!

1998 OG 1999 var (GDP) per capita í Grikklandi

83% af sömu gildum í EU. 2009 var þetta hlutfall komið í 94%

Sem gerir 13,3% hækkun.

Sjá:

http://epp.eurostat.ec.europa.eu/tgm/table.do?tab=table&init=1&plugin=1&language=en&pcode=tsieb010

http://en.wikipedia.org/wiki/Economy_of_the_European_Union

samkvæmt: http://www.indexmundi.com/g/g.aspx?c=gr&v=67

hefur GDP per capita vaxið í Grikklandi úr 13.900$ í 30.000$ 2009. ágætis vöxtur það, þó að verðgildi dollarans hafi rýrnað.

Jón:

Hvaða tölur fer ég ekki rétt með?

Verðlag hækkar þegar hagvöxtur eykst.

Skoðaðu. http://en.wikipedia.org/wiki/Economy_of_the_European_Union

Þá sérðu hver hagvöxturinn hefur verið.

Ég er ekki að gera lítið úr vanda Grikkja.

Ég skora á þig að koma með hinar réttu tölur fyrst minar eru rangar.

Jonas kr (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 00:52

14 identicon

Smá skekkja:

hefur GDP per capita vaxið í Grikklandi úr 13.900$ árið 2000

í 30.000$ 2009. ágætis vöxtur það, þó að verðgildi dollarans hafi rýrnað.

átti þetta að vera

Jonas kr (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 00:54

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jónas með öll þín copy paste af úreltri tölfræði. Hvað ertu að reyna að segja okkur?

Förum í annarskonar samanburð....sleppum abstrakt og úreltum hagvaxtartölum Evrópusambandsins, sem og öðru heimatilbúnu dogma þeirra.

Skoðum lífskjörin t.d.

Hér getur þú flippað í gegnum síðastliðinn rúman áratug á lífskjaralista SÞ.

Hversvegna þetta misræmi? Áttu einhver svör? Einhvern ritningarstað úr Evrópubilíunni?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2011 kl. 01:20

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Meira copy paste frá mér:

Hér er listi yfir hagvöxt miðað við GDP á liðnu ári.  Fyrsta Evrópubandalagsþjóðin er Svíþjóð, sem er reyndar er ekki með Evru, er í 58. sæti. Svo kemur Finnland í 112.sæti.

Hér má sjá ísland með talsverðan samdrátt, eins og skiljanlegt er. Það er ekki vegna þess að við erum ekki í Evrópusambandinu, ef þú hefur verið með meðvitund s.l. 5-6 ár.  Þar máttu sjá blessaða Grikkina tveim sætum neðar okkur og talsvert verra stadda.

Flippir þú neðar og skoðar skoðar mesta vöxt meðal Evrópuþjóða, (Ekki evrópubandalagsþjóða) Þá eru Svíar eina bandalagsþjóðin og neðst af þeim 5 sem taldar eru upp. 

Spurningin er því hvort hagvöxtur í Evrópu sé bundinn því að vera með evru eða að vera í Evrópubandalaginu? Svarið er augljóslega nei alls ekki.

Þú ferð með tölfræðina þína eins og guðfræðingur snýr sig út úr gamla testamentinu.

Ein spurning til þín að lokum:  Telur þú að við hefðum komist hjá efnahagshruni ef við hefum verið í ESB og haft evru, eins og trúfélagar þínir halda stöðugt fram? Ef þú telur það. Hvernig myndir þú rökstyðja það?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2011 kl. 01:50

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og eitt lítið copy paste í viðbót fyrir þig Jónas.

"Útflutningur Finnlands hrundi alls um 24% frá 2008-2009, fjárfestingar hrundu um 13%, innflutningur hrundi um 22% og einkaneysla féll um 2,1%. Rekstrarafkoma fyrirtækja hrundi um 39%. Þau greiddu því 44% minna í skatta og greiddu út 34% minna í arð."

Jamm og Finnland þykir meðal stykustu þjóða bandalagsins. Viltu fleir þjóðir?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2011 kl. 03:04

18 identicon

Jón, þú vitnar í lífskjaralista SÞ. Þar getur þú séð að lífskjör fyrrum Sovétlýðvelda í EU hafa batnað töluvert meira en Rússlands og Hvíta Rússlands. Hvað segir það? Einnig þurfa þessi ríki ekki að óttast að Rússnenski björnin banki á dyr.

Skoðaðu þennan lista:

http://www.indexmundi.com/g/g.aspx?v=67&c=pa&l=en

Þar getur þú séð að td það hefur nánast engin hagvöxtur verið í Paraquay síðustu tíu ár. Quatar tekur stökk árið 2007. Sennilega út af hækkandi olíuverði.

Ég sé að þú vitnar í Gunnar Rögnvaldsson http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/1026048/

Væri ekki nær að vitna í nýjustu tölur, sem sýna að útkoman var ágæt hjá Finnum árið 2010. Sjá: http://www.stat.fi/til/vtp/2010/vtp_2010_2011-03-01_tie_001_en.html

Hvort hafi verið hægt að komast hjá hruni með Evru veit ég ekki. Býst við að þenslan hefði verið minni, vegna þess að gengi krónunar var alltof hátt skráð sem skapaði kaupæði langt umfram greiðslugetu.

Íslenskir ráðamenn hafa sýnt síðasta áratug, að þeir eru algjörlega ófærir um stjórn efnahagsmála. Því dreg ég þá ályktun að því minna sem þeir koma að hagstjórn, því betra.

Hagstjórnin hefur minnt meira á drepskák en skák.

Ef Íslenskir ráðamenn geta ekki skapað ásættanlegt umhverfi hér, þá verður að leita unanaðkomandi aðstoðar.

Bendi að lokum á ágæta grein.

http://blog.eyjan.is/andrigeir/

Jonas kr (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 10:47

19 Smámynd: Elle_

>Ef Íslenskir ráðamenn geta ekki skapað ásættanlegt umhverfi hér, þá verður að leita unanaðkomandi aðstoðar.<

Það fæst engin aðstoð úr Evrópuríkinu.  Þaðan koma bara yfirráð yfir öllu.  ÆÐSTA VALD.    

Elle_, 29.4.2011 kl. 12:59

20 Smámynd: Elle_

Jónas Kr, vil segja þó seint sé og vegna þess að þú bentir á Andra Geir.  Maðurinn er skaðlegur okkur þar sem hann stendur með peningaöflunum sem rændu okkur blóðugt og hafa enn ekki orðið að bæta fyrir þjófnaðinn, verndaðir af ríkisstjórn peningaafla.  Hann hefur sem dæmi barist af hörku lengi fyrir að koma yfir okkur kúguninni ICESAVE, já ICESAVE 1 + 2 + 3 + + og ber að varast orð mannsins.  Hann er alls ekki trúverðugur.  Maður sem sjálfur býr í Bandaríkjunum og ætlar okkur hrollvekjuna sem við skuldum ekki.  Viltu ekki lesa nánar um Andra Geir þarna og víðar?: Varamaður í bankaráði Landsbankans hf. sendir launþegum tóninn

Elle_, 8.5.2011 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband