Umsóknin er pólitísk skotskífa

Umsókn ríkisstjórnarhluta Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu er orðin að skotskífu. Áður en yfir lýkur verður umsóknin sundurtætt. Þeir sem standa á bakvið skotskífuna eru varnarlausir vegna þess að málstaðurinn er handónýtur.

Aðildarsinnar eru hættir að bera fram Evrópusambandið sem jákvæðan valkost, frá Evrópu berast eingöngu vondar fréttar, og reyna þess í stað að halda á lofti viðræðunum sem sjálfstæðu markmiði.

Steingrímur J. baðst vægðar fyrir umsóknina í morgun til að ríkisstjórnin mætti lifa. 

Formanni Vinstri grænna væri nær að vekja athygli Samfylkingarinnar á því að umsóknin er að ganga af ríkisstjórninni dauðri.

 


mbl.is Drög að ályktun harðlega gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Steingrímur segist enn telja Íslandi betur borgið utan ESB. (jamm súrrelískt) en horfir þegjandi á landið inlimað stig af stigi áður en menn hafa svo mikið sem rætt hvað felstt í umsókninni. Nú er öllum ljóst og eins opinbert og það getur orðið að við höfum verið í had core aðlögun frá 2008 og samt þrætir hann fyrir það.

Séu einhver pólitísk klókindi í þessum manni og hafi hann löngun til að bjarga pólitískri framtíð sinni, þá myndi hann setja hnefann í borðið og segja hingað og ekki lengra. Taka til við að efna fyrirheitin sem hann var kjörinn út á og kljúfa þessa stjórn.

Ég efast þó um að hann hafi þessi klókindi, enda hefur hann ekki sýnt þau fram að þessu. Hann telur sig vera að vinna með sósíalistaflokki í hreinni vinstristjórn á meðan öllum öðrum er ljóst að þessi flokkur er flokkur útrásar og fjármagnseigenda, sem rekur erindi þeirra í einu og öllu.

Hann hefur gleymt því eða ekki tekið eftir að þrýstingurinn um inngöngu í ESB kom upphaflega frá útrásaraðlinum, sem vildi í sambandið og taka upp evru til að brjóta af sér takmarkanir krónunnar hér heima og fá svigrúm til frekari þenslu, vitandi að þeir voru búnir að sprengja hagkerfið hér.

ESB eru útrásarhagsmunir. Iceave var  útrásarhagsmunir. Framsal fullveldis er útrásarhagsmunamál. Samfylkingin er kleptókratískur öfga hægri flokkur í sósialistagæru og aumingja Steingrímur sér ekki í gegnum það, eða er alveg sama svo lengi sem hann fær að sitja einn dag enn.

Hann ætti að skammast sín þessi Quisling, iðrast ogreyna að rífa sig upp úr aumingjaskapnum.

Ef ekki nú, þá er hann búinn að vera. Það er öllum ljóst nema honum, að því er virðist.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2011 kl. 23:41

2 identicon

100% hárrétt hjá ykkur!

anna (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 00:08

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það að ráðherrar séu að hlutast til um  breytingar í stjórnskipun og jáfnvel á stjórnarskrá að kröfu erlends valds, hlýtur að vera lögbrot í besta falli, stjórnarskrárbrot eða ómenguð landráð. Hvað þá ef það er gert fyrir luktum tjöldum.

Það eitt að afnema ákvæði um fullveldi í stjórnarskrá að kröfu og áeggjan ESB hlýtur að vera brot á einmitt því ákvæði. Það er gildandi. 

Engar af þessum breytingum eru að kröfu þjóðarinnar og ekkert er upplýst um eðli og uppruna þessara breytinga.  Það eru landráð, sama hvað menn telja það tuggið hugtak.

Hvað segðu menn ef slíkt baktjaldamakk væri við valdastofnanir vestan megin hafs? Nú eða bara við Sovétríkin? Er enginn að átta sig á hvað er á ferðinni hérna?

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 00:48

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn hafa einmitt þrætt fyrir aðlögun vegna þess að hún brýtur í bága við lög og stjórnarskrá. Það má ekki viðurkenna þessa aðlögun af þeim sökum.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 00:52

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn ættu að hlusta á þessa varamenn í þessari leyndarfylltu þingnefnd, þegar þeim blöskrar plottið. Ekkert af því sem verið er að vinna í aðlögun og breytingum á stjórnsýslu og stjórnarskrá fólst í samþykkt alþingis um aðildarviðræður. Þar voru þingmenn blekktir.

Ríkistjórnin er ekki bara umboðslaus í þessum aðgerðum, heldur er hún hreinlega að brjóta lög. 

Ég er handviss um að þau hafa ekki tekið það upp hjá sjálfum sér að hlutast til um þessar stjórnsýslu og stjórnarskrárbreytingar, heldur hlýtur að liggja fyrir listi með "tillögum" eða kröfum um aðlögunaratriðin, frá Brussel. Þennan lista vil ég fá fram. Þessi skilyrði fyrir umræðum. Skilyrði fyrir inngöngu, sem er verið að framkvæma áður en að umræðum kemur. 

Frumvarpið hljóðaði aðeins upp á rýnivinnu og aðildarviðræður. Öll tilttæki, frumvörp og aðgerðir til aðlögunnar, sem sett hafa verið í gang verður því að stöðva nú þegar (þ.á.m. stjórnlagaráð).

 Erg: Ríkistjórnin aktar hvorki í umboði þings né þjóðar í aðlögunartilburðum sínum. Það er lykilatriði.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 02:42

6 identicon

Það væri nú gaman að fá að lesa greinargerðina sem sendinefnd ESB sendir til stækkunarstjórans eftir þennan fund. Þar mun örugglega koma fram að aðlögunarferlið er í algjöru uppnámi.

Væri ekki gaman ef maður gæti nú bara pantað svona skjöl hjá Wikileaks ;-)

Björn (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband