Þriðjudagur, 26. apríl 2011
Landnám Íslands og ESB-aðild
Aðildarsinnar vilja gjarnan endurskoða Íslandssöguna og grípa hvert tækifæri til að tortryggja viðtekna söguskoðun. Ísland byggðist á níundu og tíundu öld á útþensluskeiði norrænna þjóða. Færeyjar, Orkneyjar, Skotland, Írland, England, Normandí, Garðaríki og fleiri svæði voru numin norrænum þjóðum, að hluta eða heild, ýmist með friði eða ofbeldi.
Viðurkennd sagnfræði, studd frásögnum og fornleifum, er fyrir sögu landnáms norrænna manna á Íslandi. Geislakolsaðferðin við að tímasetja landnámið er með kostum og göllum sem Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur hefur útskýrt.
Haustið 2009 skrifaði Páll Theodórsson eðlisfræðingur grein í Skírni og sagði að landnámið væri 200 árum eldra en almennt er viðurkennt. Páll beitir geislakolsaðferðinni til að aðldursgreina leifar eldiviðs. Aðildarsinnar á RÚV héldu ekki vatni yfir Páli og átti við hann ítarlegt viðtal.
Í lok nóvember þá um haustið efndi Reykjavíkurakademían til málþings um kenningar Páls þar sem hann kynnti mál sitt. Sagnfræðingar, fornleifafræðingar og raunvísindamenn hlustuðu á Pál og höfnuðu nðurstöðu hans.
Jónas Kristjánsson tekur upp málstað Páls Theodórssonar og gefur til kynna samsæri fræðasamfélagsins gegn eðlisfræðingnum. Það er langsótt.
Athugasemdir
Hvernig mögulega tengist þetta ESB.
Var þá ísland í raun aðili að ESB fyrir 870.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.4.2011 kl. 14:51
Já Ómar þú ert snillingur.
Bæði var jú eiginlega ekki til neitt Ísland fyrir 870, og allavega alveg örugglega alls ekkert ESB. Það hafa verið góðir tímar!
jonasgeir (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 14:59
Fornleifafræðingar á Alþingisreitnum eru komnir niður á mannvistarleifar sem benda til að menn hafi verið búnir að setjast að nokkru áður en sagan segir að Ingólfur Arnarson hafi byggt sinn bústað. Það var hins vegar doktorsritgerð Margrétar Hermanns Auðardóttur fyrir tuttugu árum, sem byggði bæði á rannsóknum í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum og Kvosinni í Reykjavík, sem fyrst storkaði fyrir alvöru hinni opinberu söguskoðun að Ísland hefði verið numið í kringum árið 874.
Margrét segir að elsta byggð sé örugglega eldri, - og ekki ólíklega allnokkru eldri en frá 874. Þetta hafi ekki aðeins aldursgreiningar mannvistarleifa sýnt heldur einnig frjógreiningar sem sýna gróðurfarsbreytingar vegna búsetu manna. En hversvegna er þá sögukennslunni ekki breytt í skólum?
Margrét segir greinilega tregðu í íslenskri sagnfræðingastétt. Hún telur stöðu fornleifafræðinnar innan háskólasamfélagsins á Íslandi einnig skipta máli. Hún sé ekki sjálfstæð heldur einskonar stoðgrein sagnfræði. Fornleifafræðin þurfi að verða frjáls.
En hvaða ártal eiga Íslendingar að nota í staðinn fyrir 874? Ekkert eitt, telur Margrét, fremur líklegt árabil. Á fyrri hluta áttundu aldar, á árunum 700 til 750, - þá gætu menn hafa byrjað að setjast hér að, svarar hún.
Hún gefur lítið fyrir að þeir fyrstu hafi bara verið papar. Engar minjar hafi enn fundist um að hér hafi írskir menn verið upphaflega.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 15:18
Hvert er heimildargildi Landnámu? Hvenær er talið að hún hafi verið notuð?
Spyrjandi
Guðmundur Viðar Árnason
Svar
Landnámu má nota bæði sem frásögn og sem leif. Hún er leif um það að Íslendingar voru byrjaðir að skrifa um landnámið á 12. öld. Hún sýnir okkur einnig hvernig þeir skrifuðu um það og hvað þeim fannst mikilvægt að segja frá í sambandi við það. Þá er varðveislusaga Landnámu til vitnis um áframhaldandi áhuga Íslendinga á landnámi á síðari öldum, þegar hinar og þessar gerðir Landnámu urðu til.Sem frásögn er hún ekki eins áreiðanleg heimild, því að hún lýsir atburðum sem gerðust um 200 árum áður en Landnáma var fyrst fest á blað. Ef miðað er við varðveittar gerðir Landnámu getur munurinn numið allt að 400 árum. Margt í þeirri Landnámu sem við þekkjum er endursögn úr Íslendingasögum, en svokölluð frum-Landnáma er líklega eldri en elstu Íslendingasögur. Fræðimenn eru ekki sammála um heimildargildi frásagnarinnar af landnáminu, hvort hún sé safn goðsagna eða rétt í meginatriðum. Fáum dettur þó í hug að trúa öllu því sem sagt er frá í Landnámu.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 15:25
Er nefnilega ekki svo ósennilegt. Er nefnlega hálfskrítið að menn og konur hafi ekki álpast hingað fyrr en uppundir 900. Miðað við siglingatæknina á Norðursvæðinu.
Gætu alveg hafa verið norrænir menn eða blanda af norrænum og keltneskum eins og Ari segir - en bara mun fyrr en hann vill meina.
Varðandi söguskoðun o.þ.h. þá hefur td. þjóðrembingssöguskoðunini fyrir langa löngu verið hafnað af öllum sagnfræðingum og maður sér henni hvergi haldið fram lengur nema af öfgasinnuðum EU-andstæðingum og jú Forsetanum líka sem gerði sig að fífli á heimsmælikvarða með bullinu úr sér fyrir nokkrum árum og er enn að virðist vera. En hann er jú náttúrulega líka öfgasinnaður evrópuandstæðingur. Svo það kemur í samastað niður.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.4.2011 kl. 15:30
Páll Theodórsson eðlisfræðingur telur líklegt að Ísland hafi verið numið um það bil tveimur öldum fyrr en hefðbundið er að miða við. Í stað þess að miða við ártalið 874 sem rakið er til Ara fróða telur hann að landnám hafi hafist um 670.
Þetta kemur fram í grein sem Páll ritar í hausthefti tímaritsins Skírnis sem kom út í dag.
Tímatal landnáms á Íslandi hefur verið í uppnámi í um aldarfjórðung. Á áttunda áratug nýliðinnar aldar gáfu um 40 kolefni-14 aldursgreiningar á viðarleifum sem fundust í umfangsmiklum fornleifarannsóknum í Reykjavík og Vestmannaeyjum sterklega til kynna búsetu á báðum stöðum skömmu eftir 720 AD. Íslenskir fræðimenn höfnuðu þessu og vísuðu til tilgátu um að í andrúmsloftinu yfir Íslandi væri staðbundin lægð í styrk kolefni-14. Páll Theodórsson, eðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans, sýndi árið 1998 í grein í Skírni að þessi tilgáta stæðist ekki en aldursgreiningarnar væru traustar. Þetta sannfærði fáa, trú Íslendinga á tímatal Ara fróða er sterk.
Páll málið nú upp að nýju í Skírni. Hann kynnir meðal annars aldursgreiningar, flestar á dýrabeinum, bandarískra og breskra vísindamanna, sem hafa síðustu 10 ár rannsakað fornar gróðurfarsbreytingar á Íslandi sem urðu í kjölfar landnáms. Aldursgreiningarnar sýna að um 870 AD var komin byggð víða á Íslandi. Þessi nýja vitneskja styrkir aldursgreiningarnar frá Reykjavík og Vestmannaeyjum. Páll rökstyður að byggðin þar hljóti að vera allnokkru eldri og telur líklegt að land hafi fyrst verið numið á báðum stöðum um 670 AD.
Að lokum skýrir Páll frá nákvæmum aldursgreiningum sem hófust nýlega við Raunvísindastofnun með tæki sem var þróað á stofnuninni. Í fyrstu lotu verða fornar kolagrafir aldursgreindar, en síðar einnig dýrabein úr fornum ruslahaugum. Mælingarnar munu færa okkur frekari vitneskju um upphaf landnáms í öllum landshlutum.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 15:46
Hverjir áttu skip sem dugðu til úthafssiglinga fyrir árið 800?
Kolbrún Hilmars, 26.4.2011 kl. 15:57
Þetta er nú alveg frábært blogg hjá þér.
Sagnfræðingar eru alltaf að endurskoða söguna og leita að nýjum heimildum. Einnig geta þeir notað tækni í dag við aldursgreiningar o.s.frv.
En hvað sagnfræði kemur ESB við skil ég ekki.
það er auðvitað enn til fólk sem telur að Íslendingasögurnar eru áræðanlegar heimildir.
En hvað hefur það með ESB að gera? Vá.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 17:24
Kolbrún Hilmars, 26.4.2011 kl. 15:57
Svar: Margir.
Steinarr Kr. , 26.4.2011 kl. 21:34
Ameríka, fannst löngu áður en Kolumbus settist þar að. Til eru fyrir þessu ýmsar staðreyndir sagnfræðilegar, og vísindalegar. En, vegna sögu "samfélagsins" sem við búum við, er fundur Ameríku kennd við komu Kolumbusar, og ekki við að Asíu búar hafi álpast þarna yfir á Ísnum, einhvern tíman á tímum Panteu.
Yfir í nútímann, Ísland er landnumið þegar Ingolfur Arnarsson kom hér að. Við vitum mæta vel, að hér komu við fólk áður. Það eru engar nýjar fréttir. Menn vita líka, að hér voru papar, heldur engar nýjar fréttir.
Nema menn vilji halda því fram, að Ingólfur Arnarsson hafi verið uppi á 7 öld, þá geta menn sagt að svo hafi verið. En menn hafa enga þekkingu eða kunnáttu um það, hverjir hafi setst að á Íslandi, hvaðan þeir komu. Saga landsins, sem slíkar, byrjar með Ingólfi Arnarsyni. Frá hans tíð, er um að ræða stöðuga og óslitna sögu landsins .. hvort á landinu hafi verið uppi tímabil með mannfólki, eða einhver ættbálkur álpast þangað ... heirir ekki þessari sögu til.
Við lásum allir í Íslandssögunni, að papar voru á Íslandi áður en Norrænir menn komu til landsins, og einnig að aðrir norrænir menn höfðu haft viðkomu á landinu og setu, áður en Ingólfur kom hér.
Ef Ingólfur Arnarsson sé talinn hafa verið uppi á 7 öld, þá verða menn að fara eftir sögunni í stað þess að fara eftir aldursgreiningunni. Aldursgreiningin er afar takmörkuð, og þær staðreyndir um það hvernig kol-12 fer yfir í kol-14, og síðan yfir í köfnunarefni, er ekki ljóst. Þetta er ekki nákvæm formúla, eins og er, því til eru sannanir fyrir því að þessu hafi hrundið áfram á tímabilum í jarðsögunni.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.