Guðspjallið ég-hata-allt-íslenskt

Andstyggð á sjálfum sér er hugarástand sem veldur því að sumir vilja setja forræði íslenskra mála til Evrópusambandsins. Oft er þessi sjálfsfyrirlitning klædd hagfræðilegum rökum - krónan er ónýt - eða pólitískum - íslenskir stjórnmálamenn eru verri en útlendir. Baldur Kristjánsson skrifar um páskahelgina tiltölulega tæran sjálfsfyrirlitningartexta.

Og það er eins og við manninn mælt að á mánudegi er ég-hata-allt-íslenskt-guðspjallið komið á Herðubreið, útgáfu samfylkingarfólks.

Baldur telur það standa Íslandi fyrir þrifum að vera ekki í Evrópusambandi þar sem Þýskaland ræður ferðinni.

Ef sjálfsfyrirlitningarsagnfræði Baldurs yrði snúið upp á Þýskaland kæmi þetta út: Þýskaland varð til í ófriði við Frakka 1870/71, stofnaði til tveggja heimsstyrjalda á 20. öld auk helfarar. Þýska þjóðin ætti að halda út í skóg og hengja sig.

Andstyggð Baldurs og samfylkingarfólks á sjálfu sér er það sem knýr aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Íslendingar almennt eiga betra skilið en að ríkisvaldið sé í höndum þessa fólks.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

Ég ætla að láta það vera að lesa greinina eftir Baldur og átt þú heiður skilið fyrir að láta þig hafa það. Maðurinn er með leiðinlegri pennum og ESB predíkannir hans svo uppfullar af vitleysu að maður tekur orðið shortcut framhjá honum.

Það er rétt þetta með sjálfsfyrirlitningu ESB sinna, þetta er einhver persónuleg óhamingja sem þeir vilj heimfæra upp á alla þjóðina.

Hér er skoðannabróðir Baldurs sem heldur úti sama söng http://www.youtube.com/watch?v=ad-qYan9FFs 

Ég reyndar skil ca helminginn af því sem hann er að segja þar sem að hinn helmingurinn er á einhverju torkennilegu tungumáli.

Gunnar Waage, 26.4.2011 kl. 08:33

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég myndi nota orðið vantrú á sjálfan sig sé það sem þjakar ESB-sinna. Vantrú sem breytist í sjálfsfyrirlitningu vegna eigin getuleysis.

Þetta er fólkið sem fékk allt upp í hendurnar. Peninga, menntun og tækifæri. Allt þetta á einum mannsaldri á meðan aðrar þjóðir hafa áunnið sér þessi réttindi á mörgum öldum.

Undirlægjuháttur þeirra gagnvart sjálftökufólkinu í Brussel sýnir aðeins að allt tal um "frjálslyndi" er innantómt hjal, því Brussel stefnir að alræðisvaldi.

Ragnhildur Kolka, 26.4.2011 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband