Fimmtudagur, 21. apríl 2011
Samstaða Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna
Hanna Birna og Sóley Tómasdóttir, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í borgarstjórn, tóku sameiginlega ákvörðun um að hverfa úr virðingarembættum borgarinnar sem þær sátu í nafni samráðsstjórnmála. Samfylkingin og Besti flokkurinn eru þar með einir um að leggja til atlögu við menntakerfið. Ákvörðunin Hönnu Birnu og Sóleyjar eykur á einangrun Samfylkingarinnar í íslenskum stjórnmálum.
Gagnkvæm námundun Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna í höfuðborginni er vísbendingin um eftirhrunsgerjun stjórnmálanna. Til skamms tíma var litið svo á að flokkarnir tveir ættu enga samleið og er sú hugsun arfleifð frá kaldastríðinu.
Hrunið á eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir íslensk stjórnmál.
Tugum stjórnenda sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fjórflokkurinn eins og við þekkjum hann allt frá stríðslokum og fram að hruni-er lagstur banaleguna. Hverjir erfa stjórnmálin eftir hans dag- er í gerjun...
Sævar Helgason, 21.4.2011 kl. 14:30
Vafalaust rétt.
Ákveðin öfl í sjálfstæðisflokknum eru mjög áhugasöm um að tryggja kommúnistum áfram völd á Íslandi.
Karl (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 14:34
Sjálfstæðisflokkurinn hefur náð nýjum lægðum undir stjórn Bjarna Benediktssonar og hagsmunafélags spilltra pólitíkusa. Sömu aðilar gera sér best allra grein fyrir að þeir hafa nákvæmlega ekkert til brunns að bera að koma að stjórn landsmála. Bjarni, Tryggvi, Þorgerður os.frv. Eitthvað sem Steingrímur átti líka að vita eftir allan sinn tíma fyrir utan stjórn.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 15:29
Einmitt og rímar ágætlega,,það varð stórbruni.í þessu hruni,,sem eðlinu samkvæmt brennir það verðmæta,skilur eftir stór-hættuleg spilliefni. Nú er lag að hreinsa og endurbyggja.
Helga Kristjánsdóttir, 21.4.2011 kl. 16:24
Þetta er bara alveg satt með sjálfstæðisflokkin, því miður.
En það er von.
jonasgeir (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 18:21
Menntakerfið er úrelt og ónothæft í núverandi mynd. Það hefur ekkert með flokka-pólitíkina að gera, heldur raunsæið óflokksbundna!
Þeir sem eru í veikri von að berjast í nafni flokks-stefnu fyrir "réttlæti" skólakerfisins eru staddir á ótryggum grunni!
Raunverulekinn krefst trausts grunns til góðs fyrir unga fólkið, en ekki svikula pólitíkusa og tapaða grunnstefnu gömlu svikaflokkanna! Breiðavíkur-málið er gott dæmi um svika-pólitíkina á Íslandi!!!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.4.2011 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.