Miðvikudagur, 20. apríl 2011
Þjóðríkin herða sultarólina, ESB fitnar
Evrópusambandið fer fram á 4,9 prósent hækkun á framlögum aðildarríkja til að standa undir vaxandi starfsemi sem mælist misjafnlega fyrir. Aðildarríkin standa fyrir margvíslegum sparnaði heima fyrir, launafrystingu, beinum launalækknunum í sumum tilfellum og víðtækum niðurskurði.
Daniel Hannan birtir athyglisverða töflu sem gerir samanburð á kreppuástandi aðildarríkja.
Veruleiki þeirra sem fara með völdin í Brussel er ónæmur fyrir kreppu. Stjórnvöld sem þannig er ástatt um geta ekki gert kröfu um stuðning almennings. Enda er lítill stuðningur við Evrópusambandi og fer minnkandi.
ESB vill að framlög aukist um 4,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kontóristarnir í Brussel hafa forgangsröðina svo sannarlega á hreinu.
Hjó eftir því í Daily Telegraph að ESB leggur ígild ₤350.000 til að bæta lífsgæði hunda í Ungverjalandi.
Ragnhildur Kolka, 20.4.2011 kl. 19:28
Hvað ætli bein framlegð okkar í sameign þessa ESB húsfélag yrði? Ætli það séu til tölur um þetta? Hvar væri helst að leita? Ráðuneytin?
Mér leikur líka mikil forvitni á að vita annarsvegar hvað upptaka Evru myndi kosta okkur og hinsvegar hvað inngangan sem slík kostaði.
Ég man eftir fyrirlestri Gylfa magg á vef háskólans, hrunáirð mikla, þar sem hann ræddi myntkosti okkar. Þá minnir mig að hann hafi sagt að þetta ylti á einhverjum hundruðum milljarða og efaðist um það þá að við hefðum efni á því í stöðunni. Það viðhorf hans breyttist að vísu um leið og hann fékk stól í stjórnarráðinu.
Hvað heldur þú? Á maður að senda fjármálaráðuneytinu eða utanríkisráðuneytinu erindi um þetta. Kannski báðum?
Það væri náttúrlega húrrahrópandi skandall ef ekki væri til svo mikið sem áætlun um þetta.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.4.2011 kl. 20:56
Ekki spurning, Jón Steinar, þú sendir þessa fyrirspurn.
Og því ekki í Seðlabankann líka. Það mætti svo sem í leiðinni senda fyrirspurn til félaga þeirra hjá Moody´s hvort þeir hækki ekki örugglega lánshæfismat ríkisins. Það stóð víst til ef landsmenn samþykktu Icesave III.
Ragnhildur Kolka, 20.4.2011 kl. 21:37
Í skýrslu sem er nokkurra ára gömul kom fram að nettó myndum við greiða til Evrópusambandsins 6 milljarða króna árlega.
Páll Vilhjálmsson, 20.4.2011 kl. 22:28
Ég veit bara að Þýskaland skuldaði uppsafnaða 11 milljarða Evrur í ESB-kassann í byrjun þessa árs, en þeir fá undanþágu á skuldinni og borga bara 4 milljarða á þessu ári. Skulda samt enn 7 mjarða....
Semsagt, þú Páll ert með nokkura ára gamlar tölur og í millitíðinni er Grikkland, Írland og kannski bráðum Portugal og Spánn, búin að bæta rækilega við kostnaðinn við að fá að vera með í fátækra-atvinnuleysis-sambandinu. Ég mundi giska á fjórum sinnum 6 milljarða krónur
Þið vitið vonandi öll þá staðreynd að allir þeir sem vinna í Brussel ESBadraumnum, eru ekki bara á ofurlaunum, heldur eru þau líka algjörlega skattlaus! Á kostnað almennings í Evrópu! Já, SUMT fólk er æst í þetta
anna (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 23:33
Kanski skiljanlegt að einhverja pólitíkusa dreymi um að komast í steikur yfirgrísanna þessa "Animal Farm" í Brussel.
En að nokkru venjulegu fólki sem stendur undir þessu detti í hug að þetta geti verið skynsamlegt? Það er bara alls ekki skynsamlegt.
jonasgeir (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 08:00
Í skýrslunni sem Páll nefnir (í aths.22:28) segir í lið 4.3.1. að:
"tekjur [ESB] af þessum*) tekjustofnum mega ekki fara yfir 1,24% af vergum þjóðartekjum aðildarríkjanna."
Það er því einfalt að reikna út (hámarks) félagsgjald Íslands á hverjum tíma.
*) tekjustofnarnir eru hluti af tollum, innflutningsgjöldum og virðisaukaskatti aðildarríkjanna, svo og hlutdeild í vergum þjóðartekjum.
Kolbrún Hilmars, 21.4.2011 kl. 11:15
Talan er nær 15 milljörðum í dag Palli. ca 45.000 kall á haus eða 90.000 kall á hvern mann á vinnumarkaði.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2011 kl. 14:20
Kolla, framlagið til ESB á ári er um 1% af VLF miðað við 2010. Tæpur fjórðungur af kostnaði við skólakerfið t.d. Það má reka landhelgisgæsluna, RUV og ríkiskirkjuna með þessu og eiga samt afgang.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2011 kl. 14:22
Einmitt, Jón Steinar. Við getum sleppt því að ganga í ESB og borgað okkur sjálfum félagsgjöldin. Sparað okkur svo þó nokkra milljarða í leiðinni
Annars er hún skondin þessi annars ágæta skýrsla - sem má finna og Googla með Skýrsla Evrópunefndar.
Þar kemur líka fram að auk hinna föstu liða er getið um aukaútgjaldalið; "auk hlutdeildar Íslands í hinni svokölluðu bresku leiðréttingu". Bretarnir fá nefnilega afslátt...
Kolbrún Hilmars, 21.4.2011 kl. 14:41
PS: 1% af VLF er aðeins 1% af VLF. Þá er eftir að reikna hlutfall tollanna, vasksins og innflutningsgjaldanna...
Kolbrún Hilmars, 21.4.2011 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.