Miðvikudagur, 20. apríl 2011
Kljúfa Framsókn til að stjórnin lifi
Ríkisstjórnin þarf fleiri þigmenn úr Framsóknarflokki en jaðarfólkið Siv og Guðmund, helst tvo í viðbót, til að stjórnin lifi sumarið. Samkvæmt samfylkingingareyjunni er það einmitt ætlun Össurar að kljúfa Framsóknarflokkinn og fá þannig liðstyrk.
Örvænting ríkisstjórnarflokkanna birtist í plottinu og jafnframt óskhyggja um að þingmenn Framsóknarflokksins, aðrir en Siv og Guðmundur, eigi samleið með tækifærissinnum í Samfylkingunni.
Jóhanna Sig. og Steingrímur J. kenna þingrof og kosningar við pólitíska upplausn. Tilraunir til að kljúfa stjórnmálaflokka flokkast líklega undir heiðarleg vinnubrögð.
Athugasemdir
Sæll.
Já, Sf er svo sannarlega tækifærisstjórnmálaflokkur sem gerir lítið annað en tala enda höfundur umræðustjórnmála. Lausnirnar eru hins vegar engar og því ekkert jákvætt í spilunum með núverandi stjórnarflokka í stjórnvölinn.
http://www.amx.is/fuglahvisl/17070/
Mér finnst mjög sennilegt að ef Siv og Guðmundur kjósa að styðja þessa stjórn muni stjórnin taka þau tvö með sér í fallinu og syrgi ég þau tvö ekki. Ég man ekki betur en Framsókn hafi kvartað undan núverandi ríkisstjórnaflokkum þegar flokkurinn varði stjórnina falli í upphafi árs 2009. Er það gleymt hjá sumum?
Annars fæ ég ekki betur séð en Guðmundur sé eins og hrægammur innan flokksins, býður eftir sínum tíma sem vonandi kemur aldrei. Þingmaður sem situr hjá í vantraustsyfirlýsingu hefur ekkert inn á þing að gera. Sat hann ekki líka hjá þegar kosið var um Icesave III á þingi?
Helgi (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.