Leynimakk lífeyrissjóða í Magma-braski

Einir 14 lífeyrissjóðir eru sagðir ætla að taka þátt í að snuða almenning til að auðga Ross Beaty og íslensku huldumennina á bakvið Magma. Flestir þessara lífeyrissjóða breiða yfir nafn og númer. Leynimakkið undirstrikar samsærið gegn almannahagsmunum. Ef hér væru á ferðinni viðskipti sem þyldu dagsins ljós væri upp á borðinu hverjir tækju þátt.

Lífeyrissjóðurinn Stafir er í forsvari fyrir braskarahópinn en sjóðurinn er með fortíð í gömlu framsóknarklíkuna sem Árni Magnússon í Íslandsbanka tilheyrir. Árni og Íslandsbanki eru bakhjarlar Magma-fléttunnar.

Lífeyrissjóðir sem taka þátt í samsæri um að féfletta almenning starfa ekki lengur í þágu almannahagsmuna og eiga ekki tilkall til lagaverndar fremur en spilavíti.

 

 

 


mbl.is Magma græðir milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Pétur Hreinsson

Lífeyrissjóðirnir geta ekki lánað til venjulegra framkvæmda hér á landi vegna óraunhæfrar vaxtakröfu. "3,5% raunávöxtunarkrafa". Hins vegar þegar kemur að því að kaupa upp það sem þeir gátu ekki lánað til á niðursettu verði þá er það ekkert mál. Lífeyrissjóðirnir okkar eru orðnir afætur og hafa alltaf verið afætur á þjóðfélagið rétt eins og hinir margfrægu útrásarvíkingar.

Jónas Pétur Hreinsson, 19.4.2011 kl. 12:24

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

leynimakkið verður bara það að lífeyrissjóðir eða einhverjir innan þeirra fá hlutaféð Í Magma. Það verður á hreinu. Þeir eru jafn mannlegir og allir sem eru í opinberum og hálfopinberum stöðum.

Valdimar Samúelsson, 19.4.2011 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband