Föstudagur, 15. apríl 2011
Ólína, ólögmætt stjórnlagaráð og virðing alþingis
Stjórnlagaráð ríkisstjórnarinnar er ólögmætt þar sem alþingi greip frammi fyrir hendur dómsvaldsins þegar efnt var til ráðsins eftir að Hæstiréttur ógilti kosningu til stjórnlagaþings. Sigurður Líndal prófessor tekur af öll tvímæli
Með þessu er Alþingi í reynd að fella ákvörðun Hæstaréttar úr gildi og ganga inn á svið dómsvaldsins. Jafnframt virðir Alþingi ekki þrískiptingu ríkisvaldsins og brýtur þannig gegn stjórnarskránni eða að minnsta kosti sniðgengur hana. Um leið ómerkir þingið eigin ákvörðun um að fela Hæstarétti endanlegt ákvörðunarvald.
Ólína og Samfylkingin studdi hryðjuverkið á stjórnskipun landsins. Það er ekki trúverðugt að koma nokkrum dögum síðar og tala um virðingu alþingis.
Alþingi hefur sett niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fólk sem getur alls ekki hamið skapsmuni sína á ekki heima í ábyrgðarstörfum. ...Þó það virðist einhverra hluta vegna passa vel inn í Samfylkinguna.
jonsgeir (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 13:14
Ólína Þorvarðardóttir er kvenmaður og vill hafa síðasta orðið, við komumst bara ekki í kringum þá staðreynd. Hinsvegar er Ólina allaf samkvæm sjálfri sér og væri gott ef einhverjir á þingi hættu að snúast sem vindhanar og standa við sitt.
Njáll Harðarson, 15.4.2011 kl. 13:28
Getur hæstiréttur ekkert gjört látið þingheim hunsa alt sem þeir dæma en almenningur verður að hlíða, lög landsins eru ekki látin jafnt yfir alla ganga.
ER OG GETUM VIÐ EKKERT GJÖRT SÁ SPYR SEM EKKI VEIT.
VERÐUM VIÐ AÐ BEITA VALDI Á ÞENNAN SKRÍL Á ÞINGI OKKAR ÍSLENDINGA.
Jón Sveinsson, 15.4.2011 kl. 13:29
Ólína rekst illa í hóp og hefur komið sér út úr húsi hvar sem hún hefur starfað. Ég bíð í ofvæni eftir að hún komi sér út úr þessu.
Jón, þú ættir sem borgari að geta kært ákvörðun alþingis að sniðganga stjórnarskrá og hæstarétt. Ég hefði þó haldið að einhverjir þingmenn ættu að taka sig saman og gera það. Þetta er í raun enn eitt landráðið og þótt það sé orðið þvælt og tuggið hugtak hér, þá hefur það bara átt svo ótrúlega oft við að ofnotkunin er skiljanleg.
Ég vona að menn haski sér nú í því að stefna fyrir andráð eftir þa sem komið hefur i ljós í Áfangaskýrslu Framkvæmdaráðsins til þingsins í Brussel. Fyrir það ætti í raun að vera búið að storma stjórnarráðið með víkingasveit. Allavega er það þannig í lýðræðisríkjum sem standa undir nafni.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 13:56
3. Stjórnlagaþing skipað af Alþingi.
Þessi leið felst í því að þeir 25 einstaklingar sem hlutu kosningu til stjórnlagaþings, sem nú hefur verið ógild, verða skipaðir af Alþingi til setu í stjórnlaganefnd eða stjórnlagaráði og verði falið áþekkt hlutverk og mælt er fyrir um í lögum um stjórnlagaþing.
Þessi leið er einföld og felur í sér litla röskun og hefur minnstan kostnað í för með sér. Stjórnlagaráð gæti hafið störf fljótlega og undirbúningur vegna þingsins myndi nýtist að fullu.
Forsenda þessarar leiðar er það mat að þrátt fyrir þá annmarka sem Hæstiréttur telur að hafi verið á framkvæmd kosninganna þá verði lýðræðislegt umboð þeirra fulltrúa sem náðu kjöri í kosningunum í reynd ekki dregið í efa með gildum rökum enda lúti annmarkarnir sem Hæstiréttur bendir á að formgöllum við framkvæmd kosningarinnar sem hafi einungis fræðilega geta valdið því að unnt hefði verið að rjúfa leynd yfir því hvernig einstakir kjósendur vörðu atkvæði sínu. Ekki hafi verið sýnt fram á eða bent á að tilvik þess efnis hafi í reynd komið upp. Með slíkri ákvörðun væri ekki með nokkru móti véfengd niðurstaða Hæstaréttar enda yrði tekið fullt tillit til hennar við framkvæmd kosninga hér á landi framvegis. Í þessu sambandi skiptir enn og aftur höfuðmáli að hér er um ráðgefandi stjórnlagaþing að ræða sem Alþingi hefur á forræði sínu. Ef um bindandi stjórnlagaþing væri að ræða sem færi með stjórnskipunarvald samkvæmt stjórnarskrá væri uppkosning samkvæmt leið 1 að öllum líkindum eina færa leiðin. Útfæra má þessa leið með þeim hætti að lög um stjórnlagaþing verði felld úr gildi en Alþingi samþykki þess í stað þingsályktun um skipun stjórnlagaráðs.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 14:18
Það er mat meirihluta samráðshópsins að með þessu sé niðurstaða og ákvörðun Hæstaréttar ekki með nokkrum hætti véfengd enda sé það fyrst og fremst skylda Alþingis og stjórnvalda að virða niðurstöðu Hæstaréttar með því að gæta þess í framtíðinni að þeir annmarkar sem upp komu við framkvæmd kosninganna 27. nóvember 2010 endurtaki sig ekki við framkvæmd kosninga í framtíðinni. Ákvörðun um að fara þessa leið er byggð á því mati að þótt umboð þeirra sem hlutu kosningu til setu á stjórnlagaþingi sé ekki lengur fyrir hendi verði ekki dregið í efa að þeir njóti ákveðins trausts kjósenda til að taka þátt í því verkefni að endurskoða stjórnarskrána. Ekkert bendir til að misferli hafi átt sér stað við kosninguna né að annmarkar á framkvæmdinni hafi haft áhrif á niðurstöðu hennar, enda þótt þeir hafi verið verulegir að áliti Hæstaréttar. Ákveði einhver hinna 25 einstaklinga sem mestan stuðning hlutu í kosningunum að taka ekki
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 14:22
http://stjornlagarad.is/gagnasafn/
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 14:25
Virðing Alþingis er engin.
Þeir sem þar sitja njóta hvorki trausts né álits.
Þetta er ónýt stofnun.
Kosningar eru fyrsta skrefið í endurreisn Alþingis.
Karl (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 14:30
Hrafn baðvörður. Lestu það sem þú peistar áður en þú peistar því. Þessi réttlæting byggir á órökstuddri ályktun ofan á órökstudda ályktun.
Þá er eftir að nefna allar þversagnir og geðþótta, sem stenst engin lög né rök.
Dæmi:
Ekkert bendir til að misferli hafi átt sér stað við kosninguna né að annmarkar á framkvæmdinni hafi haft áhrif á niðurstöðu hennar, enda þótt þeir hafi verið verulegir að áliti Hæstaréttar.
Það er ákveðin snilld að koma þessu fyrir í einni og sömu setningunni finnst þér ekki?
Hvað kemur svo þetta copy past þitt þessari færslu við? Gengurðu ekki á öllum karlinn minn?
Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2011 kl. 15:01
Alltof mikið að gera í sturtunni hjá snillingi Baugsfylkingarinnar til að hann geti kynnt sér það sem honum er sagt að birta, og hvað þá reynt að leggja nokkurn skilning á málið.
Menn þurfa að vera afskaplega skemmdir til að reyna að verja þennan óþverraskap sem hefði sennilega aldrei einu sinni verið reyndur í svörtustu bananalýðveldum, hvað þá hinum vestræna heimi.
Svo hafa þessar górillur Baugsfylkingarinnar áhyggjur af orðspori lands og þjóðar vegna þess að þjóðin vill láta reyna á lagalegan rétt Icesave deilunnar. "Þetta eru hálfvitar Guðjón" .... sagði skáldið.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 15:53
Þeir textabútar sem ég afritaði ættu að vera auðþekkjanlegir eða það hélt ég. Þeir eru úr fréttatilkynningu Forsætisráðuneytisins um Stjórnlagaráð. Það eru sett fram nokkur rök þeirra sem telja valda leið rétta. Svo allir skilji þá er þetta ekki mín skoðun. Eðlilegt var að kjósa aftur. Verst var að hætta við. Stjórnlagaþingskosningar voru úrskurðaðar ógildar af nefnd skipuðum dómurum úr Hæstaréttur. Ógildingin er stjórnsýsluúrskurður en ekki dómur. Þessi úrskurður var mjög umdeildur og er umdeilanlegur en óþarfi að rekja það hér. Hann er einstakur í stjórnmálasögu Evrópu. Eins og margir vita hefur ósjálfstæði dómstóla hér á landi gagnvart pólitísku valdi verið gagnrýnt. Bæði innlendir og erlendir fræðimenn og stofnanir hafa bent á þetta. Það er því mjög brýnt verkefi að efla sjálfstæði dómstólanna. Frumvarpið um stjórnlagaráð var mjög umdeilt á Alþingi og ekki fylgdu allir flokkslínu. Nefna má Helga Hjörvar og Ögmund Jónasson. Að mínu mati er besta leiðin ekki farin. Dómstólarnir eru einokaðir af ákveðnum pólitískum öflum. Því verður að breyta.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 06:51
Ég gleymdi Jóni Steinari áhugamanni um lífefnafræði og frið á jörðu og einnig G2 en vonandi kemur það ekki að sök.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 16.4.2011 kl. 07:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.