Fimmtudagur, 14. apríl 2011
Ný þriggja flokka ríkisstjórn
Jóhanna og Steingrímur töluðu á þeim nótum til Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í gær að tæpast verður um samstarf að ræða í bráð. Engu að síður bráðliggur vinstristjórninni á liðsauka til að eiga lífsvon.
Með brotthvarfi Ásmundar Einars Daðasonar úr þingflokki Vinstri grænna í gær er hægt að stofna nýjan þingflokk á alþingi fyrrum þingmanna Vg. Ásmundur Einars, Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason gætu orðið þingflokkur. Þar með skapast forsendur fyrir þriggja flokka ríkisstjórn.
Nýjan málefnasamning væri hægt að skrifa um páskana.
Erfið staða stjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki hægt að eiga samskipti við Heimssýnarþingmennina og LiljuMós.
Það verður ekki reynt frekar. Það sér hver heilvita maður.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 07:46
Það sér hver heilvita maður að það er ekki hægt að halda áfram svona. Við þurfum kosningar. Kjósum um ESB. Svo þurfa menn bara að taka niðurstöðunni.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.