Fimmtudagur, 14. apríl 2011
Ný þriggja flokka ríkisstjórn
Jóhanna og Steingrímur töluðu á þeim nótum til Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í gær að tæpast verður um samstarf að ræða í bráð. Engu að síður bráðliggur vinstristjórninni á liðsauka til að eiga lífsvon.
Með brotthvarfi Ásmundar Einars Daðasonar úr þingflokki Vinstri grænna í gær er hægt að stofna nýjan þingflokk á alþingi fyrrum þingmanna Vg. Ásmundur Einars, Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason gætu orðið þingflokkur. Þar með skapast forsendur fyrir þriggja flokka ríkisstjórn.
Nýjan málefnasamning væri hægt að skrifa um páskana.
![]() |
Erfið staða stjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki hægt að eiga samskipti við Heimssýnarþingmennina og LiljuMós.
Það verður ekki reynt frekar. Það sér hver heilvita maður.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 07:46
Það sér hver heilvita maður að það er ekki hægt að halda áfram svona. Við þurfum kosningar. Kjósum um ESB. Svo þurfa menn bara að taka niðurstöðunni.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.