ESB-umsóknin og örlög Jóhönnustjórnar

Á meðan umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er í Brussel kvarnast áfram úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Atli Gísla fór fyrir þrem vikum, Ásmundur Einar í kvöld. Þau Jón Bjarna, Ögmundur og Guðfríður Lilja standa ekki fjarri útgöngudyrum stjórnarheimilisins.

Með einn þingmann í meirihluta er bjartsýni að veðja á framhaldslíf ríkisstjórnarinnar. Möguleikar ríkisstjórnarinnar felast í því að rifa seglin, draga úr átökum og leita samstöðu.  Það er hvorki í náttúru og upplagi forsætisráðherra né fjármálaráðherra að laða fólk til samstarfs en möguleikinn er engu að síður fyrir hendi. Gamlir hundar læra stundum að sitja.

Frumforsenda fyrir samstöðu í stjórnmálum er að umsóknin um aðild að Evrópusambandinu verði dregin tilbaka.


mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Þau væru menn meiri skötuhjúin Jóhanna  og Steingrimur   ef þau letu sig hverfa hægt og hljótt núna ,Eg held að staða þeirra se þannig eftir þennann dag aðlitið  eftirsóknarverð se  .....En það kemur fljótt i ljós .

Ransý (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband