Miðvikudagur, 13. apríl 2011
Kosningar eru fyrir þjóðina, ekki flokkana
Íslenskt samfélag er ekki í upplausn, góðu heilli. Innviðir héldu í hruninu og eftir tiltölulega friðsamleg mótmæli veturinn 2008 til 2009 og aftur í haust er furðu rólegt yfir mannlífinu. Deilur á vinnumarkaði eru í lágmarki enda veit almenningur að kaup hækkar ekki í kreppu.
Í stjórnmálum er á hinn bóginn upplausn. Ríkisstjórnin er mynduð á pólitískum flekaskilum þar sem rekinn er í andstæðar áttir. Tiltrú á stjórnvöld er í lágmarki og Icesave-samningurinn órækt þar dæmi.
Kosningar á að halda til að endurnýja umboð alþingis.
Athugasemdir
Eftir að hafa hlustað á Jóhönnu Sigurðardóttur í þinginu nú áðan geri ég mér í fyrsta skipti ljóst að hún gengur ekki heil til skógar svo ekki sé sterkar að orði kveðið.
Rósa (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 17:32
Steingrímur er algjör yfirburðamaður á Alþingi. Ræða hans í dag undirstrikaði það. Hún var algjörlega frábær. Undir henni sátu kjúklingar stjórnarandstöðunnar tístandi eins og kjúklinga er siður. Verst að Steingrímur skuli vera í handónýtum flokki! Það er þess vegna sem kosninga er þörf. Að þeim loknum geta Bjarni og Sigmundur Davíð tekið við pakkanum sínum. Verði þeim að góðu.
Björn Birgisson, 13.4.2011 kl. 17:35
Góð fyrirsögn Páll ! og sönn að auki en þá þíðir ekkert að "henda sér" í hægindastólinn eftir kosningar og bara "láta þá um þetta" sjáið hvert það er búið að koma okkur, þáttaka, aðhald og viðvarandi áhugi almennings á samfélagsmálum er besta byltingin til hins betra sem völ er á í dag, sama hvað flokkurinn þinn eða minn heitir, þá er okkar aðhald og eftirlit það sem að lokum skapar rétta umhverfið og dregur úr spillingunni, þessari óhelbrigðu tengingu og hyglingum á báða bóga milli kosinna fulltrúa fólksins og hins einkavædda hluta fjármálalífsins.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 13.4.2011 kl. 18:18
Ef það er það sama að vera ófyrirleitin svikahrappur og að vera yfirburðarmaður, já, þá passar það við Steingrím.
Það þurfa að koma nýjar kosningar. Nú, strax í vor.
jonasgeir (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 18:43
Steingrímur hefur alltaf verið flottur og öflugur á ræðustóli, um það er varla hægt að deila.
Hins vegar fékkst aldrei tækifæri til að dæma hann AF VERKUM SÍNUM fyrr en eftir bankahrun og að í óefni var komið. Þá sást smám saman loksins í gegnum manninn og hið fornkveðna sannaðist fyrir þjóðinni að LENGI GETUR VONT VERSNAÐ!
Alfreð K, 13.4.2011 kl. 19:08
Það er alveg sama hvað Steingrímur segir.
Af sama sannfæringarkrafti hefur hann alltaf áður sagt það gagnstæða.
Og það er nú vandamálið.
Það veit enginn hvert Steingrímur stefnir.
Viggó Jörgensson, 13.4.2011 kl. 20:24
Svona svona Rósa.
Hún las upp úr
Litlu gulu hænunni
um svínið og hundinn.
Viggó Jörgensson, 13.4.2011 kl. 20:26
Það er vert að óska Heimssýn til hamingju með þingflokkinn sinn.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 20:26
Ég lít svo á að aumingjaskapur framsóknar hafi fellt þessa tillögu. Guðmundur Steingrímsson er flugumaður Samfylkingarinnar inni í framsókn og ég er furðu lostinn yfir því að menn sjá það ekki. Enn bætist rós í hnappagatið á arfleifð framsóknar. Way to go Palli!
Annars er ekki hægt að túlka niðursstöðuna öðruvísi en afgerandi vantraust og staðfestingu þess að hér er óstarfhæft þing, svo í framhaldinu ætti forsetinn með góðri samvisku að júfa það hér og nú.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2011 kl. 22:44
ÞAð er vert að ítreka að 88% þjóðarinnar hafa lýst vantrausti á þessa stjórn, sem sýnir enn betur það ginnungagap, sem er á milli þings og þjóðar.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2011 kl. 22:46
Yndislegir Sjallar segja nú og þreytast seint á að endurtaka tugguna: Gleymum fortíðinni, horfum fram á veginn! Hvað vilja þeir bakka langt í þeirri gleymsku? Bara aftur fyrir Davíð Oddsson, HHG viðrinið og frjálshyggjudraumana? Aftur fyrir lýðveldisstofnunina? Aftur að landnámi? Aftur til Noregs? Til Afríku kannski?
Björn Birgisson, 13.4.2011 kl. 23:17
Komið þið sæl; Páll - og aðrir ágætir gestir, þínir !
Björn Birgisson !
Ég sé; að þér - sem aðdáendum ýmissa annarra flokka, gengur illa, að finna rétta Þynninn (ef; Benzín og Steinolía dygðu ekki), til þess að ná af þér sterkju FLOKKS litarins.
Alveg er það þér sársaukalaust; sem fylgjendum hinna flokkanna 3, virðist vera, þó svo biðraðir þurfandi fólks lengist, við aðsetur ýmissa hjálparsamtaka, hér á landi, eða hvað ?
Hefir þér aldrei hugkvæmst; möguleikinn, á utanþingsstjórn vinnandi og framleiðandi stétta - í stað hvítflibba- og blúndukerlinga safnaðarins, við Austurvöll í Reykjavík, ágæti drengur ?
Er land- og þjóðrækni þín, takmörkuð við 2.600 Milljóna króna gjafar ann, Steingrím J. Sigfússon, til handa Halldóri Ásgrímssyni, Haustið 2010, eða þá, hið einstæða sjálftökulið skilanefnda- og slitastjórna Steingríms, í hinu morkna og fúla Banka kerfi landsins ?
Hver er; raunverulegur munurinn, á SJS, sem fyrirennurum hans, frá 1991 t.d., í Fjármálaraðuneytinu, Björn ?
Vona; að svör þín markist af málefnum spurninga minna - en ekki háðs legu drambi, í minn garð, eða annarra, Ísfirðingur vísi.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 00:16
Óskar Helgi! Þú beinir hér til mín spurningum sem ég botna ekkert í og mun því ekki svara þeim, á annan máta en þann, að ég afþakka algjörlega að þú sért að gera mér upp hinar fjölbreytilegustu skoðanir. Ég á nóg með mínar eigin og afþakka því skáldskapinn þinn, ágæti maður.
Seinn er ég til þessa svars, ef svar skyldi kalla, sem helgast af því að nú lít ég nánast ekkert á Moggablogg, enda farinn af því. Lít þó inn einstöku sinnum, en þá sem algjör boðflenna auðvitað!
Björn Birgisson, 14.4.2011 kl. 21:55
Komið þið sæl; að nýju !
Björn !
Ég sagði reyndar; að virtist vera, um viðhorf þín, að nokkru.
Séu spurningar mínar; þér torræðar, skal svo vera, unz þú kannt að öðlast frekari skilning, á þeim.
Þakka þér samt; fyrir fátæklega viðleitnina, af þinni hálfu, um hríð.
Með; þeim sömu kveðjum, sem fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.