Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Bjarni Ben. er formaður á skilorði
Formaður Sjálfstæðisflokksins tók rangan pól í hæðina þegar hann ákvað að styðja Icesave III. Hann stóð ekki fyrir uppgjöri innan flokksins við hrunkvöðla. Hann er linur að framfylgja stefnu flokksins í fullveldismálum. Vaxandi tortryggni er í flokknum að Bjarni Benediktsson valdi hlutverki sínu.
Formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að skapa pólitíska atburðarás til að bjarga sér frá þeim dómi flokksmanna um að hann sé veginn og léttvægur fundinn.
Til að skapa pólitíska atburðarás þarf hvorttveggja greiningu á ástandinu og sannfæringu fyrir stefnunni sem tekin er.
Hver er greining Bjarna Ben. á pólitíkinni, hvert ætlar hann og með hvaða rökum?
Miðstjórnarfundur í Sjálfstæðisflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjarni Ben á rétt á að sýna hvað hann hefur fram að færa og hvernig hann hyggst ná aftur trausti flokksmanna. Honum hafa verið mislagðar hendur og hann hefur verið seinn til ákvarðanatöku. Of mikið hik og miðjumoð gerir útaf við möguleika hans.
Sjálfstæðisstefnan gerir kröfu um staðfestu við málsstaðinn.
Ragnhildur Kolka, 12.4.2011 kl. 10:56
Taka hann af skilorði.
Og setja á hann skilanefnd.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 11:31
Þetta miðjumoð Bjarna er að skila flokknum ágætis útkomu í skoðanakönnunum. Það drægi úr vinnuálagi á okkur, andstæðingum flokksins, ef hann færi að lýsa afdráttarlausari skoðunum, takk.
stefan benediktsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 12:15
Var þetta ekki "ískalt mat"?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 12:20
Sá góði drengur Bjarni Benediktsson
mun aldrei njóta trausts til forystu í stjórnmálum.
Hvað var hann að gera á skrifstofu Baugsmanna
nóttina sem Glitnir var tekinn yfir?
Með Jóni Ásgeir og félögum?
Viggó Jörgensson, 12.4.2011 kl. 12:31
Bjarni Ben á ekkert erindi í Stjórnmálin.
Vilhjálmur Stefánsson, 12.4.2011 kl. 13:38
Upplifun fólks af sama atburði geti verið mjög mismunandi. Ég er þeirrar skoðunar að Bjarni Benedikstsson hafi sannað sig í hlutverki formanns meira nú en áður. Það var sótt að honum úr öllum áttum osamt stóð hann hnarreistur allan tímann. Það sama verður ekki sagt um einstaka þingmenn. Sumir þorðu ekki að láta skoðun sína í ljós og þykir mér það frekar aulalegt þegar um svo mikilvægt mál er að ræða, aðrir biðu þangað til að skoðanakannanir gáfu skýrt til kynna hvernig færi með að segja sína skoðun og ber þá ekki að nefna leiðtogaleysuna hann Kristján Þór.
Bjarni sannaði sig sem leiðtoga í þessu máli. Hann lætur ekki buga sig.
Guðmundur Görn (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 15:50
Bjarni fer á spjöld sögunnar með Jóhönnu og Steingrími sem einn af vafasömustu og óskynsömustu flokksformönnum Íslandssögunnar. Icesave heimskan ein dugar til, og breytir engu hvað hann kemur til með að gera sem einhver réttlæting jafn alvarlegar svika við kjósendur sína og flokksins. Steingrímur er aðeins smábrotamaður miðað við hann.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 16:03
Nú er karlinn búin að leggja fram vantrausttillögu á ríkisstjórnina, ég verð nú að segja að það krefst kjarks, nema það sé syndaflausn fyrir hann til að vera fyrirgefið hjá sjöllum. Hvað veit maður. Það mun bara koma í ljós.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 17:53
Í greinargerð með vantrausttillögu Sjálfstæðismanna segir meðal annars: "Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu liðinnar helgi snýr ekki einungis að ríkisstjórninni heldur einnig að alþingi. Drjúgur meiri hluti alþingismanna studdi samningana með atkvæði sínu en þjóðin hafnaði þeim í almennum kosningum. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt fyrir alþingismenn að sækja sér nýtt umboð hjá þjóðinni og slíkt verður aðeins gert með almennum þingkosningum. Slíkt skref af hálfu alþingis er mikilvægt til þess að skapa aukið traust á milli þings og þjóðar."
Bjarni Benediktsson hefur umboð sitt sem formaður Sjálfstæðisflokksins frá þeim sama landsfundi og sagði nei við Icesave, af því krafan sjálf væri ólögmæt, en ekki af því vextir væru ósanngjarnir eða samningum á annan hátt áfátt. Fyrst samvizka Bjarna sagði honum að víkja frá þessari stefnu, ætti hún líka að segja honum að leggja umboð sitt sem formaður strax undir nýjan landsfund. Hann ætti að herma rökstuðninginn í sinni eigin vantrauststillögu upp á sjálfan sig. Þannig gæti hann öðlast dálítið traust, óháð því hvort það dygði honum til endurkjörs.
Sigurður (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 20:52
Enn og aftur sannaði Bjarn Benediktsson sig sem leiðtoga með því að ná með sér stjórnarþingmönnum til að styðja vantrausttillöguna. Held að fáir formenn hafi staðið í öðru eins umhverfi og hann hefur þurft að starfa í frá því að hann tók við enda sýnist manni hann hafa mikinn stuðning frá flokksmönnum þrátt fyrir að ákveðnir fjölmiðlar reyni að segja annað.
Guðmundur Görn (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.