Mánudagur, 11. apríl 2011
Forsetinn talar Ísland upp, ríkisstjórnin niður
Ólafur Ragnar Grímsson talar fyrir málstað Íslands en Jóhanna Sig. og Steingrímur J. eru úrtölufólk sem bera út hörmungarsögur af landi og þjóð. Erlendir fjölmiðlar útvarpa geðvonsku forsætisráðherra gagnvart þjóðinni og flórmokstursvælinu í fjármálaráðherra.
Tími Jóhönnu Sig. og Steingríms J. er liðinn og tímabært. Þjóðin verður að losna við skötuhjúin áður en þau gera meiri óskunda.
Annað tveggja þarf að gerast á næstu dögum að ný minnihlutastjórn taki við eða að boðað verði til kosninga. Að öðrum kosti þarf forsetinn að grípa inn í atburðarásina, boða til kosninga og skipa utanþingsstjórn fram yfir kosningar.
Ömurleg frammistaða Moody's | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steingrímur var nú ágætur eftir að úrslitin komu í ljós en ég er samt mjög svo sammála þér. Þeir sem standa í brúnni eiga ekki að vera tala áhöfnina niður en það er mín upplifun á málflutningi Jóhönnu og Steingríms. Síðan fyllist maður kvíða þegar maður hugsar til kosninga því að það er engin ljós týra í þeim valkostum sem okkur standa til boða eins og staðan er í dag.
Mofi, 11.4.2011 kl. 13:06
Páll: Jebb! Margt til í því sem þú segir þarna.
Kristinn Snævar Jónsson, 11.4.2011 kl. 13:12
Það er ekki mögulegt að treysta Jóhönnu eða Steingrími til að tala máli okkar. Það dytti ekki yfir mann þó þau tæku að sér sjálfviljug að stefna Íslandi fyrir hönd breta og hollendinga til að tryggja brautargengi ESB umsóknarinnar.
Anna Björg Hjartardóttir, 11.4.2011 kl. 13:49
Anna,tek undir það,þess vegna er stórhættulegt að hafa þau enn þá við stjórnvölinn. Landsmenn hafa sýnt það svart á hvítu,að þau hundsa gerræði þeirra.
Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2011 kl. 14:12
alveg sammála því sem kemur fram í fyrstu athugasemd, það er ekki um auðugan garð að gresja í því efni - hinsvegar er alltaf von til að komi fram á sjónarsviðið fólk sem getur ...............
Eyþór Örn Óskarsson, 11.4.2011 kl. 14:55
Sagði ekki Árni Páll að hann vonaði að Íslandinu yrði gert skylt að borga í dómsmáli, eftir ekki svo langan tíma.
Þetta lið er bara ekki í lagi sem stjórnar skerskútunni í dag.
jonasgeir (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 15:06
Forsetinn stóð sig glæsilega á Bloomberg.
http://www.dv.is/frettir/2011/4/11/olafur-mikinn-bloomberg-moodys-slakir-og-alexander-illa-upplystur/
Þegar fylgst er með forsetanum dylst engum lengur hvílík smámenni Steingrímur og Jóhanna eru.
Þetta skelfilega fólk er stærsti vandi þjóðarinnar.
Karl (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 15:52
Tími þeirra löngu liðinn. Það þætti ekki gæfuleg áhöfn að þeir tveir sem stæðu í brúnni, þá væri annar þeirra eins og álfur út á hól, en hinn stjórnaðist af heift. Ekki má svo gleyma púkanum í vélarrúminu, sem enginn veit hvað er að bralla.
þór (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 16:57
Hver var það sem fékk því framgengt að Íslendingar fengu gjaldeyrislánin frá AGS, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Póllandi þrátt fyrir að ekki væri búið að ganga frá samningunum við Breta og Hollendinga.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 18:06
Forsætisráðherra lýsti vantrausti sínu á þjóðinni með ummælum sínum í erlendum fjölmiðlum, nú er kominn tími til að þjóðin lýsi vantrausti sínu á forsætisráðherra.
TJ (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 19:03
Við hrunið voru Íslendingar i sjokki og sóttust eftir því að fá Jóhönnu til að leiða endurreisn landsins eftir hrun vegna þess að hún hafði orðspor um að standa vörð um hagsmuni alþýðunnar.
Við kusum VG vegna þess að þeir virtust ekki vera viðriðnir spillinguna og við treystum þeim til að standa vörð um hagsmuni heimilinna og alþýðunnar í þessu landi og sjá til þess að endurreisn landsins eftir hrun færi fram á forsendum alþýðu landsins.
Undir stjórn þessarar ríkisstjórnar hafa eftirfarandi atburðir átt sér stað,
Hún er núna búin i þrígang að reyna klína skuldum Icesave á landsmenn og verður nú að vakta stjórnina svo hún reyni það ekki aftur.
Hún er búin að missa allann trúverðugleika hjá erlendum ríkjum og þar af leiðandi algjörlega vanhæf til að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendri grund.
Sölu HS Orku til erlends braskara hjálpaði stjórnin til með, þannig að ekki sækir þjóðin fé til endurreisnar þaðan, heldur verðum við að sjá á eftir þeim verðmætum úr landi.
Skatt á Álver gugnaði hún á, þrátt fyrir að launakostnaður þeirra og annar innlendur kostnaður helmingaðist við hrunið.
Bankanna einkavæddi hún í hasti og bjó til nýja sjálftökustétt, "Skilanefndir", og í leiðinni læsti stjórnin sig úti eins og óvitabarn, og hefur enga aðkomu bankamegin að lausn skuldavanda þjóðarinnar.
Varðandi endurheimtingu fiskveiði auðlindarinnar til þjóðarinnar, gugnaði hún fyrir LÍÚ, en það eru þeir sem mestan hagnaði bera af hruninu vegna hærra verðs í krónum á afurðum vegna gengishrunsins.
Hún þráskallaðist við að telja þjóðinni trú um að hún ætti að borga ólögmæta gengislánasamninga þrátt fyrir skýr ákvæði Alþingis í lagagerð vegna verðtrygginga lána, eins og hún kynni ekki að lesa Íslensku.
Akkurat núna er hún eins og skopparakringla með slagsíðu og veit ekki enn hvernig hún á að taka á málum, þannig að unga fólkið sem að öllu jöfnu stendur undir skatt tekjum þjóðarinnar er að gefast upp og flýr landið.
Ekkert dettur henni í hug til að efla atvinnutækifæri og breikka skattstofninn, algerlega hugmyndasnauð, virðast bara kunna að taka til sín, með hækkun skatta/Gjalda og meiri niðurskurði á almenning. Flest það sem hún hefur reynt að gera hefur hún klúðrað vegna vanhæfni sbr. Stjórnlagaráðskosningin og fl. Það eina sem henni hefur tekist almennilega er að banna Súludans.
Annar stjórnarflokkurinn með hluta af hinum enn í skápnum, rær að því öllum árum að koma okkur í hagsmunabandalagið "EU" sem meðal annars mun láta okkur leggja tolla á þær vörur sem hægt verður að fá ódýrari frá löndum utan Evrópu, og ekki nóg með það heldur hirða þeir tollinn líka til Brussel. Þannig verður komið í veg fyrir að við fáum að gera innkaup okkar þar sem hagkvæmast er, einungis til að verja óhagkvæma framleiðslu í Evrópu, eins og við þurfum ekki á því að halda að njóta hagkvæmra innkaupa núna. Og svo skrifar utanríkisráðherrann í blöð að innganga í EU muni færa Íslendingum viðskiptafrelsi.
Ekki réð stjórnin við að leiða stjórnmálamenn til ábyrgðar í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndarinnar. En okkur almúgan geta þeir sektað fyrir að keyra 5 km of hratt á 90 vegi en ekki þá sem keyra efnahag landsins til fjandans
En af ofansögðu er ljóst að þrátt fyrir gott orðspor og gæsku dugar það ekki ef kunnáttu, reynslu og verkstjórnarhæfileika skortir. Stjórnin er vanhæf og það sem verst er er að hún gerir sér ekki grein fyrir því sjálf.
Páll, Svei mėr þá held ég að best væri að leysa upp stjórnina og fjórflokkinn og ráða fagmenn til þess að stjórna landinu eins og fyrirtæki í 2-3 ár og á meðan byggðust vonandi, undir leiðsögn góðra manna, upp nýjar stjórnmálahreyfingar lausar af allri spillingu.
Jóhannj (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 21:06
Það voru fyrst og fremst fagmenn sem komu okkur í klandrið.
Hámenntaðir hagfræðingar, lögfræðingar, endurskoðendur og meira að segja fjármálaverkfræðingar sem voru drifnir áfram af hvatningu stjórnmálafræðinga, sumra að minnsta kosti.
Ekki meira af þeirra ráðum í bili, takk fyrir.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 21:46
Jón,
Hvaða öfugmæli eru þetta, Það er ekki nóg að kalla sig fagmann, fagmaður verður að standa undir nafni, ef þú ert eithvað að miskilja.
Johannj (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.