ESB-umsóknin er hringlaga þríhyrningur

Reglur Evrópusambandsins eru að umsóknarríki aðlagi sig að lögum og reglum sambandsins jafnhliða viðræðum. Reglurnar voru samþykktar í byrjun aldar til að aðlaga umsóknarríki í Austur-Evrópu að ESB. Aðeins þessi eina leið er möguleg inn í Evrópusambandið og Ísland gekkst undir aðlögunarferlið með umsókninni frá 16. júlí 2009 - án þess að aðlögunarferlið hafi verið kynnt þingi og þjóð.

Hér heima reynir samfylkingarhluti ríkisstjórnarinnar að telja okkur trú um að Evrópusambandið krefjist engrar aðlögunar af hálfu Íslands, viðræðurnar séu án skuldbindinga um að Ísland taki upp laga- og regluverk Evrópusambandsins.

Herfræði Samfylkingarinnar er að gera þær breytingar á  íslenskum lögum og stjórnsýslu sem Evrópusambandið krefst undir þeim formerkjum að breytingarnar séu nauðsynlegar burtséð frá aðlögunarviðræðunum. Þannig fluttu tveir þingmenn Samfylkingarinnar frumvarp um innflutning á gæludýrum án sóttvarna. Frumvarpið var í þágu aðildarumsóknarinnar enda eiga landamæri innan ESB ekki að hindra för dýra á fæti. Tillagan verður skotin niður.

Ásamt langlundargeði framkvæmdastjórnarinnar í Brussel átti samfylkingarleiðin inn í ESB jafnt og þétt að færa Ísland undir laga- og regluverk sambandsins.

Samfylkingarleiðin inn í Evrópusambandið verður ófær um leið og fólk áttar sig á hvernig í pottinn er búið. Það verður herjað á hverja einustu tillögu samfylkingarþingmanna til að hnika okkur undir forræði Evrópusambandsins með falsi.

Í málum sem mikið eru í umræðunni, t.d. sjávarútvegur og landbúnaður, verður herfræði Samfylkingarinnar gangslaus með öllu. 

ESB-umsókn Samfylkingarinnar sem tókst að véla í gegnum alþingi með kosningasvikum Vinstri grænna er þríhyrningur úti í Brussel en hringlaga hér heima. Embættismenn Össurar í utanríkisráðuneytinu leggja nótt við dag að búa til hringalaga þríhyrning. 

Frumforsenda fyrir umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var aldrei fyrir hendi. Meirihluti þjóðarinnar hefur ávallt verið andvígur inngöngu. 


mbl.is ESB telur brýnt að Ísland aðlagi stjórn fiskveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgason

Og við erum enn andvíg inngöngu, en erum á hraðri leið inn.

er ekki hægt að stöðva þetta fólk ?????????

Sigurður Helgason, 9.4.2011 kl. 09:31

2 identicon

Var í þýskalandi fyrir stuttu. Fréttir þar tala um að Ísland sé að KLÁRA aðlögunarferlið. Evrópa er í startholunum að sækja hingað fiskinn þegar 200 sjómílurnar virka ekki lengur!!! Hörmulegt en satt.

Það þarf virkilega að stoppa þetta STRAX! Jóhanna og Össur halda að þau stjórni ESB. Mjög veikt fólk.

anna (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 09:53

3 identicon

Iceland’s EU Entry Talks May Begin Next Stage in June, Fule Says

By Alan Crosby - Apr 6, 2011 6:18 PM GMT

European Union authorities expect Iceland to start the next stage of talks on becoming a member of the 27-nation bloc in June, Enlargement Commissioner Stefan Fule said.

“We expect actual negotiations to start towards the end of the Hungarian Presidency with the opening of some chapters at the Accession Conference scheduled for June 27,” Fule said in a statement today after a plenary session of the European Parliament in Strasbourg. “This is an ambitious but achievable timetable with all sides committed to move forward.”

Iceland started EU entry talks in July, with no deadline set for membership. The initial “screening exercise is on track” and “challenges in key chapters such as agriculture, environment and fisheries” have been identified, Fule said in the statement.

“As with any accession so far, we can expect that this will not always be an easy task but we trust that we have embarked with Iceland on a successful journey,” Fule said.

To contact the reporters on this story: James G. Neuger in Brussels at jneuger@bloomberg.net; Omar R. Valdimarsson in Reykjavik valdimarsson@bloomberg.net

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 11:08

4 identicon

Jamm. KRANK.

Þetta var reyndar fyndin tímasetning, að hún skyldi lenda á sögulegum kosningadegi. Mjög vont fyrir ESB. Alveg bara MJÖG vont.

Það flettist onaf þessu liði. Höfnun á gömlu samningunum hafa styrkt okkar stöðu, og tengingin við innkomuna í ESB hafa verið opinberuð. Núna skín það við í dagsljósi að við erum ekkert í neinni ESB skoðanakönnun, aðlögun er hafin. Og það blasir við, að við verðum að deila sjávarauðlindinni, aðlögunin snýst ekki um það sem við viljum láta, heldur þann tíma sem líður þangað til við afhendum það.

DO gamli var reyndar búinn að láta kanna þetta og benda á þetta sem absolút hlut. Hann hlaut gagnrýni fyrir kostnaðarsama athugun. Það væri gaman að rifja það mál aðeins betur upp og tengja það baul betur við umsóknarsinna, og svo náttúrulega það hvað þetta hefur kostað.

"Hva, eigum við að láta fiskveiðistjórnina undir Brussel? Það datt mér aldrei í hug! "

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 11:10

5 identicon

Ráðuneytisstjóri í danska utanríkisráðuneytinu segist ekkert skilja í þeirri umræðu á Íslandi, að aðildarviðræður við Evrópusambandið séu aðlögunarviðræður. Bendir hann á að Ísland hafi með þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu (EES) tekið virkan þátt í innri markaði Evrópu og því sé ekkert nýtt í því ferli sem nú stendur yfir.

„Ég skil satt að segja ekki umræðuna, af því að Íslendingar hafa með þátttöku sinni í EES til margra ára, en þar hafa þeir verið með frá upphafi í byrjun 10. áratugarins, tekið upp reglur innri markaðar Evrópu,“ sagði Klaus Grube í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.

Þá sagði hann Íslendinga hafa ráðið ágætlega við að laga sig að Evrópska efnahagssvæðinu undanfarin einn og hálfan áratug, en það hafi ekkert með fullveldi landsins að gera.

„ESB skiptir sér ekki af því hvernig stjórnarfyrirkomulag þjóðanna er.“

Hann sagðist vel gera sér grein fyrir að skiptar skoðanir væru um ESB-aðild á Íslandi. Þannig hefði það verið í flestum nýrri aðildarríkjum ESB, s.s. Mið-Evrópuríkjunum, Kýpur og Möltu. Þar hafi margir verið efins um það hvort halda ætti viðræðunum áfram, rétt einsog á Íslandi. En á endanum segir hann íslensku þjóðina ráða för.

„Ég held ekki að við getum haft of miklar áhyggjur af þessu. Íslendingar sjálfir verða að ráða þessu og íslenskir stjórnmálamenn og íslenskur almenningur verða að ákveða hvað þeir vilja – þannig lítur ESB á málið.“

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 11:11

6 identicon

Parliament praises Iceland's progress towards EU membership

Enlargement ? 07-04-2011 - 12:57
Plenary sessions

In its first annual report on Iceland since the start of its EU membership negotiations last year, Parliament welcomes the prospect of bringing on board one of Europe's oldest democracies with its well-functioning market economy. However, some sensitive issues remain, such as the Icesave dispute, whale hunting (banned in the EU) and Iceland's desire to protect its fisheries and farm produce markets.

Iceland began talks on joining the EU in July 2010 from a favorable position, as it was already a member of the European Economic Area (EEA), which covers 10 out of 33 chapters of requirements that candidate countries must meet to join the EU, while partially covering another 18. However, further progress is needed in some areas, mainly fisheries, agriculture and rural development, says the resolution, prepared by Cristian Dan Preda (EPP, RO) and passed with 544 votes in favour, 29 against and 41 abstentions.

Fisheries: mackerel and whale hunting

MEPs urge Iceland and the EU to find a way forward in talks on mackerel quotas, an issue which became especially sensitive after the parties failed to reach agreement during the seventh round of EU negotiations with Iceland and Norway on the management of mackerel resources on 11 March.

Parliament also stresses the need for Iceland to bring its fisheries laws into line with EU internal market rules as regards the right of establishment, freedom to provide services and free movement of capital in the fisheries production and processing sectors. Iceland, whose economy is heavily dependent on fisheries, has already stated in its general position on accession that it wishes to maintain some control of fisheries management in its exclusive economic zone.

"Serious divergences" remain on whale hunting, add MEPs, stressing that the ban on whaling is part of the EU acquis (the existing body of laws and regulations that all new Member States must take on). They call for broader discussions on the abolition of both whale hunting and the trade in whale products.

Icesave

MEPs were also glad that a new agreement on compensation for depositors in the failed Icelandic bank Icesave had been reached between Iceland, the UK and the Netherlands. They welcomed the approval by a three-quarters majority of the agreement by the Icelandic Parliament (17 February 2011) and hoped that the new public referendum on the agreement, scheduled for 9 April, would have a positive result.

Opinion polls suggest the Icelanders could endorse the agreement this time, even though 93% voted against the proposal in a similar referendum held a year ago.

Public opinion in Iceland

Rapporteur Dan Preda was pleased to note that recent opinion polls had shown an increase in public support in Iceland for pursuing negotiations and that a majority of Icelanders trust the European Parliament. Parliament nonetheless believes that substantial efforts are still needed to inform Iceland's citizens what EU membership entails. They urge the government to broaden the public debate, which should be based on clear, factual information on the consequences of EU membership, so that the public "can make an informed choice in the future referendum on accession".

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband