Glæpurinn, skáldið og samfélagið

Prýðilega orðað hjá skáldinu Einari Má: Icesave-já er að gangast við glæp sem maður hefur ekki framið. Ákvörðun einkabanka að bjóða Bretum og Hollendingum ævintýralega vexti og þarlendra stjórnvalda að bæta fyrirhyggjulausu sparifjáreigendum skaðann þegar einkabankinn varð gjaldþrota er ekki á ábyrgð íslensk almennings.

Meðvirkni sumra já-sinna sem segjast finna til ábyrgðar á Iceave-reikningum Björgólfsfeðga fer saman við ábyrgðaleysi á skuldsetningu ríkissjóðs.

Þegar auðmenn og meðhjálparar þeirra eiga jafn greiðan aðgang að vitund og dómgreind hluta þjóðarinnar verður skiljanlegra hvers vegna útrásarglæpurinn viðgekkst jafn lengi og raun ber vitni.

Glæpurinn er ekki okkar. Segjum nei á morgun. 

 


mbl.is Já við Icesave væri uppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

BRAVÓ

pjakkurinn (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 23:07

2 identicon

Frábær pistill.

Óli (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 23:13

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þú ert nú bara búinn að vera ótrúlegur í þessari baráttu um Icesave. Fimm stjörnur frá mér.

Verði ESB samningurinn okkur hagfeldur, að mínu mati, þá líst mér ekkert á átökin við þig :)

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 23:16

4 identicon

Auðvitað segjum við NEI við að borga ICESAVE !

Sjálfstæðisflokkurinn á ICESAVE reikninginn !!!!!!

Það voru sjálfstæðismenn (ráðherrar) sem lofuðu að borga bretum og hollendingum ICESAVE !!!

JR (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 23:16

5 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Flottur og stórt NEI :)

Marteinn Unnar Heiðarsson, 8.4.2011 kl. 23:50

6 identicon

Þetta er sambland af vilja til friðkaupa, karakterheimsku og flokksblindu eða træbalisma.

Grein Einars er i besta falli grátbrosleg.

Mjög ágætur rithöfundur en þjakaður af sektarkennd aðallega fyrir að tilheyra safnmengi eymingja.

Það er bara ekki honum að kenna.

Karl (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 00:06

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Páll fyrir snjallar líkingar og prúðmennsku.  Ef, nei, þá er næsta orusta við JóGrímu sjálfa þar sem þá hefur hún fyrir gert rétti sínum til að gera okkur gagn.

Hrólfur Þ Hraundal, 9.4.2011 kl. 01:21

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Margir hafa fyrirgert rétti sínum til mannvirðinga! En kanski lýsi ég yfir vanhæfni í Landsdómi 11 

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2011 kl. 06:42

9 identicon

Þegar fólk notar orðalag eins og: „Við skulum standa saman. Við skulum hætta þessari sundrungu“ (eins og Vigdís í gær) þá er fólk bara að meina eitt: Leyfum Jóhönnu og Steingrími að vinna áfram, þau mega ekki missa stólana og völdin. Þetta er yfirborðsvæmni um að láta stjórnina í friði við þá iðju sína að afsala íslenskum völdum.

Sénsinn!

Helgi (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 08:41

10 identicon

Fjölmiðlar sem styðja ríkisstjórnina, t.a.m. visir.is, þegja þunnu hljóði um afstöðu Evu Joly til Icesave, nú þegar það hentar ekki Jóhönnu og Steingrími að flagga henni. Merkilegt. Á sama tíma er Vigdísi hampað sem aldrei fyrr því hún styður tvíeykið. Stórmerkilegt!

Helgi (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 11:11

11 identicon

ekki bulla helgi: http://www.visir.is/article/2011110409111

komdu sem með slóðan þar sem mbl.is greinir frá nýjustu ummælum vigdísar finnbogadóttur.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband