Róttæka miðjan bíður eftir forystu

Róttæka miðjan í íslenskum stjórnmálum bíður eftir forystuflokki fyrir hagsmunum einyrkja í verslun, iðnaði og landbúnaði, kennara, iðnaðarmanna, sjómanna; þeim hluta samfélagsins sem kallast breiða millistéttin. Pólitísk gildi millistéttarinnar hafa verið vanrækt á liðnum árum og umræðan verið á forsendum tveggja hópa sem eru fámennir en háværir og tekið séð bólfestu í tveim stjórnmálaflokkum

Þeir tveir þjóðfélagshópar sem eiga orðið í umræðunni  eru háskólamenn annars vegar og hins vegar viðskiptaelítan. Samfylkingin er vettvangur háskólafólksins og þeirra mantra er Evrópusambandsaðild á meðan viðskiptaelítan var að stærstum hluta í Sjálfstæðisflokknum en keypti jafnframt hlutbréf í öðrum stjórnmálaflokkum. Hrunið er framlag þessa hóps til heimsmenningarinnar.

Breiða millistéttin finnur sig í hvorugum flokknum, Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokki. Tækifæri er fyrir Framsóknarflokkinn er að gera sig gildandi gagnvart langstærsta kjósendahópnum í landinu. 

Róttæka miðjan verður að skera upp herör gegn öfgum S-flokkana og boða ábyrgt samfélag sem hvílir á grunni ráðdeildar í fjármálum, hóflegum ríkisrekstri og fjölræði í atvinnulífinu þar sem tilburðir til fákeppni eru upprættir.

Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn eiga tilkall til að veita róttæku miðjunni forystu. 


mbl.is Höfum misst af tækifærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er nokk sama hvað stjórnmálaflokkurinn heitir. Ég vil að stjórnmálamenn fari að hugsa um fólkið í landinu, fólkinu sem borgar þeim laun. Fátækt margra landsmanna og skortur á húsaskjóli þess (sökum fátæktar) vs tekjur þingmanna og ráðherra er viðbjóðsleg aðför að réttlætinu.

Hlutlaus (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 16:13

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hverjar eru tekjur þingmanna??

Eiður Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 17:26

3 Smámynd: Púkinn

Ég er sammála þér...nema hvað þá niðurstöðu að Framsóknarflokkurinn sé hluti af lausninni.  Ég er ekki tilbúinn að gleyma eða fyrirgefo honum þátt hans í að stofna til hrunsins, með einkavinavæðingu bankanna - það voru ekki bara Sjálfstæðismenn sem stóðu að því - Framsókn átti st´+oran hlut í því líka.

Þótt það hafi að vísu orðið nokkur endurnýjun í forystu flokksins, þá er það bara ekki nóg.

Púkinn, 8.4.2011 kl. 17:28

4 Smámynd: Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Framsóknarflokkurinn á enga von um framtíð meðan Sigmundur Davíð er í forystu hans.

Því fyrr sem flokksmenn gera sér það ljóst því betra.

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, 8.4.2011 kl. 18:39

5 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Páll: Svo mikið er víst að íslenskur almenningur hefur fengið hrottalegan smjörþefinn af báðum þessum öfgum, í hægri nösina í hrunadansinum er leiddi til hrunsins, og þá vinstri í tíð núverandi ríkisstjórnar við úrvinnslu úr hrunsóskapnaðinum. Þvert á vonir örvæntingarfullra kjósenda hefur ríkisstjórnin gert margt þveröfugt við það sem hún hefði átt að gera til að koma framleiðslukerfi landsins vel af stað aftur.

Ég held að "róttæka miðjan", sem þú nefnir svo, þurfi einmitt tilfinnanlega að finna sér nýjan og/eða góðan farveg. Hver telurðu að áhersluatriði nýrrar forystu "róttæku miðjunnar" ættu að vera til að hrífa með sér fjölda miðjunnar?

Kristinn Snævar Jónsson, 8.4.2011 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband