Sigurður Einarsson og MP-banki

Vinir Sigurðar Einarssonar fyrrum Kaupþingsstjóra ætla að kaupa í MP-banka, samkvæmt Viðskiptablaðinu. Bresku auðmennirnir fylltust áhuga að fjárfesta á Íslandi eftir að þeir sáu auglýsingamyndband frá í fyrra um dansandi fólk út um borg og bí.

Alrangt er, sem sumir reyna að ljúga upp á Sigga og félaga, að viðskiptamódelið sé að eignast banka til að efnast á aflandskrónum. 

Sigurður Einarsson myndi aldrei nota leppa til að kaupa í MP-banka. Eins og sagan kennir okkur var arabíski furstinn sem keypti í Kaupþingi kortéri fyrir hrun ekki leppur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Er þetta spurning um að vera með lepp fyrir öðru eða báðum augum....?

Ómar Bjarki Smárason, 7.4.2011 kl. 23:10

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Nei auðvitað var hann ekki leppur, hann var Kleppur hraðferð.

Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2011 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband