Fimmtudagur, 7. apríl 2011
Nei við huglausri ríkisstjórn
Jóhönnustjórnin er heimarík tík sem varð að gjalti utan túnfótar og lagðist flöt fyrir Bretum og Hollendingum. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar vilja að þjóðin tileinki sér heigulshátt og samþykki Icesave-kröfur útlendinga vegna íslenskra óreiðumanna sem aftur höfðu stjórnmálamenn á launum að tala sínu máli - og þeir eru sumir hverjir enn á þingi og í ríkisstjórn.
Hugleysi Jóhönnustjórnarinnar gagnvart ósvífnum kröfum á hendur íslensks almennings helst í hendur við dómgreindarlaust upphafstilboð sem Steingrímur J. Sigfússon gerði Bretum og Hollendingum með milligöngu Svavars Gestssonar.
Íslendingar segja nei við deigri ríkisstjórn og nei við óbilgjörnum og ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga.
Nei er eina rétta svarið 9. apríl.
Menn verða að hafa kjark | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Snýst þetta semsagt um ríkisstjórnina en ekki samningana sjálfa í þínum huga? Þar er ég ósammála. Þó einhverjir aðrir flokkar sætu í ríkisstjórn myndi sú ríkisstjórn þurfa að leysa málið og yrði óvinsæl hvernig sem málin færu. Svo má ekki gleyma því heldur að stjórnarandstaðan átti mann í samninganefndinni.
Skúli (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 13:42
Kosningarnar á laugardag eru ekki um ríkisstjórnina heldur samninginn. Bloggið og fyrirsögnin eru aftur vísun í orð forsætisráðherra.
Páll Vilhjálmsson, 7.4.2011 kl. 13:45
Við þurfum ekkert á" Áliti "Jóhönnu að halda ,bara losna við hana !! þá VERÐUR KANSKI HÆGT AÐ FARA HUGSA ÁFAM !!
Ransý (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 14:00
var það ekki stjórn Haarde og Ingibjargar sem lagðist flöt?
Pall (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 14:06
Fer kelingar álkan hún Jóhanna ekki á Elliheimili eftis Laugadaginn?
Vilhjálmur Stefánsson, 7.4.2011 kl. 15:19
Miðað við hvað hún lætur ut úr sér verður það líklega lokuð geðdeild!
Óskar Guðmundsson, 7.4.2011 kl. 16:30
Þó einhverjir aðrir flokkar sætu í ríkisstjórn myndi sú ríkisstjórn þurfa að leysa málið - - -
Hvað kallar Skúli að LEYSA MÁLIÐ?? Með ólöglegum kúgunarsamningi með ríkisábyrgð??? Það er engin ríkisábyrgð á ICESAVE og ríkisábyrgð er líka bönnuð samkvæmt lögum. VIÐ SEGJUM NEI.
Elle_, 7.4.2011 kl. 19:11
Steingrímur Sigfússon mun ekki slíta stjórnarsamstarfinu.
Hann er valdasjúklingur.
Þjóðin verður því að treysta á að fólk rísi upp innan Samfylkingarinnar gegn hinum fullkomnalega óhæfa forsætisráðherra.
Ég er efins um að þjóðhollt og heiðarlegt fólk sé að finna innan Samfylkingarinnar og því tel ég heldur ólíklegt að þessi ömurlega ríkisstjórn hrekist frá völdum eftir ósigur á laugardag.
Þetta fólk gefur skít í lýðræði og heiðarlegar leikreglur.
Rósa (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.