Miðvikudagur, 6. apríl 2011
ESB-aðild þýddi verri kjör fyrir íslenska launþega
Íslenskir launamenn hafa það of gott að mati ESA, en það er eftirlitsstofnun sem fylgist með framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Lög og reglur Evrópusambandsins gilda á Evrópska efnahagssvæðinu. ESA stefndi íslenska ríkinu vegna þess að launþegar hér á landi njóta betri kjara en Evrópusambandið er tilbúið að samþykkja.
Á Íslandi gilda þau lög um réttindi launþega að þeir eiga rétt á tveggja daga veikindafrí fyrir hvern mánuð í starfi. Sjúkratryggingar og örorkubætur eru hér betri en Evrópusambandið telur við hæfi.
Íslandi er stefnt fyrir EFTA-dómstólinn í Lúxembúrg fyrir að bjóða launþegum upp betri kjör en Evrópusambandið leyfir, að því er kemur fram í frétt á bloggi Heimssýnar þar sem m.a. er vitnað í umfjöllun LO sem er norska alþýðusambandið.
Í Noregi vekur athygli að Evrópusambandið leggst gegn réttindum launþega og er umræða um þessi tíðindi í fjölmiðlum. Hér Íslandi má ASÍ ekki vera að því að berjast fyrir rétti launþega. Forystan þar á bæ er í sameiginlegu átaki með atvinnurekendum að bregða Icesave-hlekkjum á þjóðina og leggur þar nótt við dag.
Athugasemdir
Hugsunin um Galeiður fyrr tíma sækir óvægin á mann.
Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2011 kl. 12:55
Sæll Páll
Thetta er nú afbökun á sannleikanum hjá thér. Málid snýst um "gæstearbejder"/their sem koma hingad í stuttan tíma til ad vinna á vegum starfsmidlunar.
Málid snýst um hvort starfsmidlun t.d. í Póllandi eigi ad borga tvo daga í veikindafrí í hverjum mánudi sbr. íslenskum lögum eda fjölda veikindadaga sbr. pólskum lögum.
Thú snýrd dæminu thannig ad ESB sé ad segja ad Íslendingar hafi thad allt of gott og thví verdi ad breyta, sem er bölvud thvæla.
Karlsson (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 13:07
Karlsson, sameiginlegur evrópskur vinnumarkaður bannar mismunun á grundvelli þjóðernis. Farandverkamenn frá einu ESB-landi eiga að njóta kjara sem tíðkast í því landi þar sem þeir starfa. Dómsmálið sem rekið er núna gegn Íslandi er vísbending um það sem koma skal. Ef Ísland verður hluti af þeirri þróun sem stendur yfir verða íslensk kjör launafólks færð til samræmis við evrópsk. Þar með verða þau lakari.
Páll Vilhjálmsson, 6.4.2011 kl. 13:22
Þetta er bara algjör snilld!
Ekki skrýtið að verkalýðshreifingin vilji meira að segja borga rekstur heils heilbrigðiskerfis með Icesave reikningi til að blíðka ESB.
Eða hvað? Er það kanski svolítið skrýtið?
jonasgeir (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 14:47
Er Karlsson að mæla því bót að erlendum farandverkamönnum á Íslandi sé mismunað miðað við íslenska starfsbræður bara vegna þess að þeir hafi verið ráðnir með milligöngu einhverrar erlendrar starfsmiðlunar?
Eða er hann að staðfesta að erlendar starfmiðlanir geri út erlent verkafólk á sínum eigin forsendum og hirði síðan sjálfar þær kjarabætur sem fólkinu kynni að áskotnast þar sem betri kjörin bjóðast?
Kolbrún Hilmars, 6.4.2011 kl. 15:12
Karlsson, fyrir það fyrsta ættu ekki að finnast starfsmiðlanir í þeirri mynd sem nú tíðkast í Evrópu. Þær eru ómannúðlegrar og til skammar fyrir fégræðgi Evrópu. Þetta er það sem elítan vill, svar við verkalýðsfélögum. Setja upp starfsmiðlanir í lálauna löndum með ekkert öryggi og flytja þá svo inn á markað annara landa til að dumpa launum í viðkomandi landi. Þetta er það sem ég hef séð í vinnnubrögðum ESB/ESS og svo vill fólk fá þennan viðbjóð inn á sig.
Ingolfur Torfason (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.