Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Já-hótanir standa einar eftir
Icesave-sinnar, þeir sem vilja segja já í kosningunum á laugardag, eiga ekkert annað eftir í vopnabúri sínu en hótanir. Þegar ASÍ og SA segja að ekki verið um langtímasamninga á vinnumarkaði að ræða nema þjóðin segi já eru rökþrotin rækilega auglýst.
Icesave-samningarnir voru gerðir undir hótunum Breta og Hollendinga. Fyrir ári sögðu margir þeir sem í dag berjast fyrir já-i að allt færi í kalda kol á Íslandi ef þjóðin samþykkti ekki Icesave-II samninginn. Við felldum samninginn í fyrra og lífið hélt áfram sinn vanagang - Ísland varð ekki að Kúbu norðursins.
Illa er komið fyrir þjóð sem lætur hótanir stjórna gerðum sínum. Við segjum nei á laugardaginn kemur.
Gengur gegn lýðræðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samála og við verðum að standa vörð um lýðræðið!
Sigurður Haraldsson, 6.4.2011 kl. 07:57
Sammála! Ég er þegar búinn að kjósa í utankjörstaða og það var biðröð. Ég kaus á mánudaginn.
Guðni Karl Harðarson, 6.4.2011 kl. 08:09
Stöndum saman , Stórt NEI .... og aftur nei ....en eg hef þegar kosið .......
ransý (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 09:02
Mín tilfinning er sú að hótanir þessar ásamt auglýsingum sem sýndu hákarla og fyrrum forustumenn lýðveldisins muni tryggja naumt nei í kosningunum á laugardag.
Ég held að þarna hafi fallið dropar sem fylla mæli margra.
Karl (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 09:04
Auk þess vill Steingrímur J. ekki gefa upp kostnað vegna Icesave III fyrr en eftir kosningar á mánudag. Þetta er maðurinn sem talaði fyrir upplýstri umræðu og allt upp á borði áður en hann komst til valda. Hvað er maðurinn að leyna gagnvart þjóðinni. Eru einhverjar óþægilegar upplýsingar í pokahorninu sem gætu haft áhrif á kjósendur? Gott hjá umboðsmanni Alþingis að krefjast lagalegrar skýringar á þessu.
Þórður (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 09:14
Skora á JÁ og NEI menn að skoða meðfylgjandi umræðu á þingi og rökstuðning mannvitsbrekkna stjórnarþingmanna þegar þeim tókst að samþykkja Icesave II landráðstilraunina, sem forsetinn og þjóðin bjargaði þeim síðan frá að fullfremja.
Það er ekki nema von að traust þjóðarinnar á Alþingi hrapaði niðir í 7% eftir þessi ósköp og yfirlýsingar stjórnarþingmannanna sem þjóðin rassskellti síðan með 98.2 % NEI á móti „heilum“ 1.8% JÁ….. (O:
Hversu langt getur hálfvitaskapurinn gengið?
Gjörið svo vel hér er svarið.:
http://andriki.is/
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 11:08
Eru já-sinnar að missa sig í Icesave umræðunni. Þegar aðilar vinnumarkaðs eru farnir að nota þetta mál sem hótun í kjaraviðræðum, þá er eitthvað mikið að. Ég er svo sem ekki hissa á að Vilhjálmur Eigilsson mæli fyrir Icesave, hanns umbjóðendur eru í rekstri og huga á fjármögnun erlendis ásamt bönkunum, sem eins og Steingrímur J sagði á þingi að ef það yrði sagt já við samningnum þá gætu íslenskir bankar farið á erlendan fjármálamarkað. En það er fyrir neðan allar hellur þegar formaður verkalýðshreyfingar tekur undir þetta. Er hann ekki að vinna bæði fyrir já og nei hópa? Fyrir utan það að bjóða fólki upp á 200.000 kr mánaðarlaun eftir þrjú ár,og biðja fólk á sama tíma um að greiða marga milljarða í Icesave. Ég segi nei 9.apríl.
Sandy, 6.4.2011 kl. 11:25
Úr grein eftir Ósk Bergþórsdóttur húsmóður.:
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.