Þriðjudagur, 5. apríl 2011
Nýr þingflokkur eftir helgi
Eftir 9. apríl verða skil í stjórnmálum, hvort sem já eða nei verður ofaná. Ríkisstjórnin hrekkur frá enda í reynd minnihlutastjórn. Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir munu mynda þingflokk ásamt liðsstyrk úr núverandi þingflokki Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Nýr þingflokkur getur á skömmum tíma orðið framboðsafl og sótt sér fylgi í aðra flokka, þó síst í Sjálfstæðisflokkinn.
Framsóknarflokkurinn, aftur á móti, er í dauðafæri um helgina að verða fremstur borgaraflokkurinn í andófinu gegn aðild að Evrópusambandinu.
Spennandi tímar.
Athugasemdir
jibbý kæ jei. nú vantar bara að simmi d hoppi á vagninn
fridrik indridason (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 20:56
Páll, ert þú þessi Völva Vikunnar?
Björn Birgisson, 5.4.2011 kl. 21:04
Að sönnu eru þetta spennandi tímar Páll. Og það sem mér finnst mest spennandi er að sjá hversu djúpstæður klofningurinn á vinstrivæng stjórnmálanna verður. Vg eru klofnir í herðar niður og nú bíður maður bara eftir klofningi í Samfylkingu.
Vinstrivængur stjórnmálanna á Íslandi hefur alltaf verið laskaður, aðeins mismikið.
Gústaf Níelsson, 5.4.2011 kl. 21:23
Eiginlega vona eg að rett reynist , allt er betra en það sem fyrir er. og Verkalyðsforustan með , !!
Ransý (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 22:52
Nostradamus er meðal vor!
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 22:55
Segja JÁ - "snillingarnir" sem eru búnir að smíða hræðslu og heimsendisspádóma í heil þrjú bindi af.:
"ICESAVE HÁKARLINN - kemur og étur öll litlu íslensku börnin,
- ef þjóðin segir NEI."
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.4.2011 kl. 23:32
Stöngin inn hjá Framsókn!!!!
Helga Kristjánsdóttir, 6.4.2011 kl. 04:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.