Laugardagur, 2. apríl 2011
Forréttindafólkið segir já við Icesave
Ríkisstjórnin og forysta Sjálfstæðisflokksins segir já við Icesave; peningafólk segir já og verkalýðsrekendur sömuleiðis. Aflóga stjórnmálamann segja líka já við skuldbindingum sem næstu kynslóðir eiga að bera.
Skafti Harðarson greinir stöðuna hárrétt.
Almenningur hefur viku til að átta sig á því að það forréttindafólkið ætlar venjulegum launamanni að bera Icesave-byrðar um langa framtíð.
Athugasemdir
Viðbjóðslegasti verknaður hrunsins var framinn af stjórnvöldum þegar þau settu á neyðarlög fyrir 2% þjóðarinnar á kostnað hinna 98% sem áttu ekki innistæður umfram tryggingar. Í raun var landið gert gjalþrota með þessum ólögum.
2% elítan fékk allt sitt greitt í topp og pöpullinn borgar fyrir það næstu 40 árin. Borgar hærri skatta, borgar stökkbreyttar skuldir. Borgar meira fyrir mikið skerta opinbera þjónustu. Borgar meira fyrir annars flokks heilsugæslu. Borgar meira fyrir annars flokks skóla og borgar meira fyrir stórlega skert tryggingakerfi. Borgar meira fyrir ónýtan lífeyri. Næstu 40 árin, borga meira fyrir minna. Í 40 ár eða svo fyrir 2% elítuna.
Og nú skal pöpullinn greiða viðbjóðinn erlendis líka á meðan 2% elítan hlær alla leið í bankann. Sömu ólög gerðu Hollendinga og Breta brjálaða því eins og eðlilegt er vilja þeir fá sömu fyrirgreiðslu.
Að samþykkja Icesave er að borga fyrir viðbjóð 2% elítunnar. Samþykkja skerðinguna næstu 40 árin eða svo. Það er að samþykkja neyðarlegasta viðbjóðin í hruninu og er þó af nógu að taka.
Að samþykkja Icesave er viðbjóðslegur verknaður og aðeins neyðarlögin frá haustinu 2008 eru viðbjóðslegri. Hafnið Icesave og hafnið viðbjóði 2% elítunnar.
sr (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 16:33
Páll.
Fjármálaelítan segir já og forsendurnar eru í mörgum tilfellum ESB og öðrum er umhugað um eigið fjármagn.
Enginn sem stendur virkilega með almenning og heimilunum í landinu mundi segja já.
Svo mæl þú manna heilastur.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 2.4.2011 kl. 18:13
Það er nefnilega málið!
Það er ENGIN sem stendur með venjulegu fólki sem segir já.
Það eru ýmist þeir sem vinna í bönkunum og finst þægilegt að ábyrgð mistaka fjármálafólks geti verið borin af almenningi eða þeir sem eru í pólitískri elítu fólks sem dreymir um feita bita af borði ESB. ..Líka á kostnað almennings.
Sorglegt.
jonasgeir (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 18:31
En hvað um alla hina VNJULEGU sem segja já? Er það ekki bara dæmigert flokksflakk og friðarfokk? Ég htti marga vinstri græna og samfylkingar sem ætla að segja já - af því að flokkslínan segir já. Hitti í vikunni einn svoleiðis - hann hefur gefið út bækur - og ætar að hlýða Össuri flokksforingja. ÖSSUR! Ekki Jóhönnu! Það fannst meér merkilegt. En kemur í stama stað nður.
Hildur (IP-tala skráð) 2.4.2011 kl. 21:32
Að samþykkja Icesave hefur með þrennt að gera.
1. Stjórnmál og fjármálaelítu
2. ESB
3. Vanþekkingu
Held ekki að flokkaskipan einstaklinga komi þar að málum.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.4.2011 kl. 00:25
Sumir flokksbundnir menn snúast með foringjum flokkanna eins ömurlegt og það nú er. Það er vitað e-ir flokksbundnir Sjálfstæðismenn sem voru andvígir ICESAVE urðu JÁMENN þegar Bjarni Ben fór að tala fyrir kúguninni.
Elle_, 3.4.2011 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.