Föstudagur, 1. apríl 2011
Samráðssamfélagið er handan kapítalisma og kommúnisma
Samkvæmt bókinni eiga launþegar og atvinnurekendur að semja um kaup og kjör og láta ríkinu eftir um innviði samfélagsins, s.s. vegi, skóla, sjúkrahús og dómsmál. Í reynd hreyfir vinnumarkaðurinn sig ekki spönn frá rassi nema í samráði við ríkisvaldið sökum þess að ákvarðanir þar á bæ skipta sköpum.
Ríkisfjármál og gengi, og afkoma ríkissjóðs ræður miklu um verðmæti krónu í erlendum gjaldmiðlum, ráða meiru um kaupmátt en kjarasamningar.
Samráðssamfélagið kemur bæði með kostum og göllum. Í útrásinni komu t.a.m. þeir gallar fram að ólíkt norrænum kjarasamningum eru íslensku samningarnir aðeins með gólf en ekki loft - þess vegna gátu laun vaxið í eðjótískar hæðir án þess að innistæður væru fyrir þeim. Í kreppunni kemur styrkur samráðssamfélagins fram. Það er engin hætta á heiftugum vinnudeilum þrátt fyrir mannalæti Gylfa formanns ASÍ. Fólk veit að um sinn þarf að herða mittisólina og gerir það æðrulaust.
Ólga verði gerðir eins árs samningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Örugglega engin hætta á því,en mér væri sama þótt Gylfi,skylfi.
Helga Kristjánsdóttir, 1.4.2011 kl. 22:30
Þakka þér fyrir Páll en ég þarf að tala til gests þíns.
Já Helga það mætti fara að pirra hann aðeins, þó ekki væri fyrir annað en að hann er ekki Íslandssinni, hann er Evrópusinni og hann er Bretum hollari en Íslendingum.
Hrólfur Þ Hraundal, 1.4.2011 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.