Hér á landi staðfesta heimildir að gabbleikir hafi farið fram þennan dag á síðari hluta 19. aldar en Íslendingar þekktu siðinn áður og skrifuðu gabbbréf, svokölluð „aprílbréf“ á 17. öld. Ekki ómerkari maður en Árni Magnússon getur þessarar venju og Jón Þorláksson á Bægisá samdi gamankvæði, „Fyrsti aprílis“, þar sem beinlínis er talað um að hlaupa apríl.Fjölmiðlar hafa lengi tekið að sér að gabba almenning fyrsta apríl. Lundúnablaðið Evening Standard plataði lesendur sína á mikla asnasýningu árið 1846, ljóst er hverjir voru hafðir til sýnis þar. Fyrsta aprílgabbið sem vitað er um í íslenskum fjölmiðli, er frá árinu 1957. Þá létu fréttamenn Ríkisútvarpsins sem að fljótaskip sigldi á Ölfusá á leið til Selfoss og sögðu frá í beinni útsendingu. Nú til dags er samkeppni meðal íslenskra fjölmiðla um hver á besta aprílgabbið, þekktar eru til dæmis fréttir um miklar verðlækkanir á ýmsum vörum, kjöti, bílum eða tölvum, sem ekki hafa átt sér neina stoð í raunveruleikanum. Best er því að hafa varann á 1. apríl.
Athugasemdir
Hér á landi staðfesta heimildir að gabbleikir hafi farið fram þennan dag á síðari hluta 19. aldar en Íslendingar þekktu siðinn áður og skrifuðu gabbbréf, svokölluð „aprílbréf“ á 17. öld. Ekki ómerkari maður en Árni Magnússon getur þessarar venju og Jón Þorláksson á Bægisá samdi gamankvæði, „Fyrsti aprílis“, þar sem beinlínis er talað um að hlaupa apríl.Fjölmiðlar hafa lengi tekið að sér að gabba almenning fyrsta apríl. Lundúnablaðið Evening Standard plataði lesendur sína á mikla asnasýningu árið 1846, ljóst er hverjir voru hafðir til sýnis þar. Fyrsta aprílgabbið sem vitað er um í íslenskum fjölmiðli, er frá árinu 1957. Þá létu fréttamenn Ríkisútvarpsins sem að fljótaskip sigldi á Ölfusá á leið til Selfoss og sögðu frá í beinni útsendingu. Nú til dags er samkeppni meðal íslenskra fjölmiðla um hver á besta aprílgabbið, þekktar eru til dæmis fréttir um miklar verðlækkanir á ýmsum vörum, kjöti, bílum eða tölvum, sem ekki hafa átt sér neina stoð í raunveruleikanum. Best er því að hafa varann á 1. apríl.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.4.2011 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.