Kvótinn kosningamál Samfylkingarinnar

Samfylkingin gerir ráð fyrir kosningum í bráð þar sem lífi ríkisstjórnarinnar er ógnað úr tveim áttum, Icesave og þingflokki Vinstri grænna. Jóhönnustjórnin mun ekki lifa bæði tilræðin. Össur nuddar daglega í Bjarna Ben. að mynda án kosninga nýja hrunstjórn Samfó og Sjálfstæðisflokks en formaðurinn er ekki með flokkinn með sér og gæti ekki þótt hann vildi.

Samfylkingin ætlar sér að hafa kvótamálið sem kosningamál og mun þess vegna ekki gefa það eftir í viðræðum við aðila vinnumarkaðarins. Skammtímasamningar með opinberu samkomulagi um lágmarkshækkun taxtalauna og þegjandi samkomulagi um launaskrið er líklegasta niðurstaðan.

Þjóðin þarf kosningar núna til að gera upp við flónsku þeirra sem fengu meirihluta þegar almenningur var í taugaáfalli vegna hrunsins. Jafnframt þarf að hreinsa til í flokkunum þar sem hrunkvöðlar eru fyrir á fleti. Vinstri grænir þurfa líka að fá tækifæri til að klofna formlega.

Starfsstjórn eftir 9. apríl, þegar við eru búin að fella Icesave, og kosningar í haust.


mbl.is Ríkisstjórnin leggur spilin á borðið í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt greining enn og aftur.

Kosningar eru nauðsynlegar.

Hallast að því að segja nei við Icesave til að knýja þær fram.

Karl (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 11:16

2 identicon

Páll hittir naglann á höfuðið eins og svo oft áður Samfylkingunni til mikillar arðmæðu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband