Fimmtudagur, 31. mars 2011
Magma-brask og lífeyrissjóðirnir
Magma er í eigu raðbraskara að nafni Ross Beaty og huldumanna sem geta ekki verið annað en íslenskir útrásarafgangar. Magma er skúffufyrirtæki stofnað til að fara á svig við íslensk lög. Af því leiðir að íslenskir lífeyrissjóðir geta ekki stundað viðskipti við Magma.
Magma er stofnað til að verða komast yfir auðlindir sem eru í almannaeigu. Hvernig sem málum er velt fram og tilbaka þá er sá eini tilgangurinn að búa til einkagróða úr eigum almennings. Lífeyrissjóðir sem taka þátt í að féfletta almenning eru komnir í stríð við umbjóðendur sína.
Samstarfs lífeyrissjóða við fyrirtæki í opinberri eigu, til dæmis Orkuveitu Reykjavíkur, er annars eðlis. Magma getur aldrei verið hluti af slíku samstarfi.
Lífeyrissjóðir í viðræðum við OR og Magma Energy | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er sá sami Arnar Sigurmundsson sem var tilbúinn að taka heim hundruð miljarða af fé lífeyrissjóðanna og kasta þeim í bankasukkið við hrun þess. Treysti ekki þessum manni fyrir mínum lífeyrissjóð!Þetta hafði hann að segja á ársfundi lífeyrissjóðana í fyrra: "Stjórnvöld óskuðu eftir aðkomu lífeyrissjóðanna við upphaf bankakreppunnar og fóru fram fundir forystusveitar lífeyrissjóðanna með nokkrum ráðherrum í Ráðherrabústaðnum föstudag...inn 3. október og laugardaginn 4. október sl. Erindi stjórnvalda var að óska eftir því að sjóðirnir flyttu heim um 50% af erlendum eignum sínum að verðmæti á þáverandi gengi um 250 milljarðar króna. Boðað var til mjög fjölmenns fundar á vegum LL fyrr á laugardeginum áður en haldið var á fund ríkisstjórnar nýjan leik. Sjóðirnir tóku vel í þessa málaleitan stjórnvalda að uppfylltum ákveðnum skilyrðum í ályktun. Ekki reyndi þó á þennan velvilja lífeyrissjóðanna þegar í ljós kom að morgni mánudagsins 6. október sl. að vandi fjármálafyrirtækjanna var mun meiri en reiknað hafði verið með." Þessi maður er að leika jólasvein með okkar peninga og ætti að vera búið að koma honum frá fyrir löngu.
Þetta voru hann og félagar hans tilbúnir að gera; rýra þessa 250 miljarða af okkar fé með 50% ef ekki tapa þeim algjörlega. Það er hneyksli að þessir menn sitji enn við stjórn í lífeyrissjóðunum. Lífeyrissjóðirnir okkar eru engir bjargráða- eða atvinnubótasjóðir!
Jón Bragi Sigurðsson, 31.3.2011 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.