Miðvikudagur, 30. mars 2011
Vændi, spilavíti og ríkisborgararéttur
Útlendingar renna á spillingarfnykinn af landssöluríkisstjórninni sem kennd er við Jóhönnu Sigurðardóttur. Með ístöðulítið fólk og illa innréttað í stjórnarráðinu er um að gera að kaupa sér aðgang að íslenska lýðveldinu. Dæmigert að Róbert Marshall samfylkingarþingmaður óskar sér ,,pólitískrar samstöðu" til að gera það að féþúfu sem ekki á að vera til sölu.
Hrunið varð vegna þess að við hlustuðum á fábjána lofa gulli og grænum skógum. Enn gala fíflin á háum hóli og segja peningasekki væntanlega ef við aðeins veitum siðferðilegan magnafslátt.
Þegar búið er að lögleiða vændi, spilavíti og selja ríkisborgararétt hverjum sem vill hafa hljótum við að leyfa eiturlyf og heimila sprúttsölu í framhaldsskólum.
Uppgjörð við sóðaskap útrásarinnar er rétt að hefjast. Viðrinistillagan um að selja ríkisborgararétt undirstrikar að siðferðishrunið var sýnu verra en bankahrunið.
Vilja ríkisborgararétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
hrunið var íslenskum útrásarvíkingum að kenna... ekki útlendingum.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.3.2011 kl. 21:38
Var bara að sjá þetta í rúv í kvöld, en er mögulegt að þetta séu bara Bandaríkjamenn á flótta frá yfirvofandi hruni bandaríkjanna? Að reyna að forða fjölskylduauðnum? Ekki nógu auðugir til að fá VIP meðferð heima hjá sér?
Gæti virst pínulítið heimskt að koma til íslands, eða kannski fátt um fína drætti í allsherjarhruni vesturheims niður á stig þróunarlanda og nýs lénsveldis.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 22:03
Þeir vilja fá ríkisborgararétt, það finnst mér ákveðið lykilatriði. Þeir gætu hæglega stofnað skúffufyrirtæki, eins og við þekkjum frá Magma.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 22:05
Meira ruglið - fyrst reyna allir að fá erlent fjármagn til landsins. Svo sýna einhverjir gaurar áhuga á fjárfesta og þá viljum við það ekki. Ótrúlegt líka að fréttamaðurinn snýr fjárfestingagetu yfir í actual fjárfestingar. Þarna er náttúrlega haf og sjór á milli - og það var sagt síðar í viðtalinu að það væri kominn hálfur milljarður sem á að fara í nýsköpunarfyrirtæki. Er það ekki bara snilld - óþolandi svona svartarausblaður. Síðan viljum við íslendingar að sjálfsögðu geta notfært þetta sjálf í öðrum löndum og helst kaupa upp allt - en að við sjálfum viljum gera eitthvað. Ótrúlegur hroki verð ég nú bara að segja. Bjóðum þetta fólk bara velkomið og njótum krafta þess við að byggja upp aftur.
ErnirR (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 22:41
Málið er allsérkennilegt að allri gerð Páll. Skýra þarf hvers konar mannskapur er hér á ferð. Er um að ræða erlenda "útigangsmenn" (sem Marshall kann að hafa samúð með), en þó með fullar hendur fjár? Hinn ungi Sturla Sighvatsson var ekki beinlínis trúverðugur í Kastljósi kvöldsins, en kannski þarf að skilyrða veitingu íslenska ríkisfangsins? Hver veit?
Gústaf Níelsson, 30.3.2011 kl. 22:41
Þetta liggur einfalt og augljóst fyrir, Framkvæmdastjórinn er fyrrverandi sölustjóri CCP og undirmaður Vilhjálms Þ. Í fréttum á RUV eru menn þarna orðaðir við hýsingu og gagnaflutninga. Þetta kjaftæði er bara á vegum Verne Holding
Gunnar Waage, 30.3.2011 kl. 22:52
Þessir kanadamenn þurfa ekki að faralangt til að sækja hugmyndina. Kínverjum er boðinn ríkisborgararéttur í Kanada fyrir eina milljón dollara. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Kínverjar ´eiga´ nú Vancouver BC að mestu.
Þá hafa þeir ábyggilega í huga, hve auðvelt er að komast í kjótkatlana á Islandi gegnum eina skúffu í Svíþjóð.
Björn Emilsson, 30.3.2011 kl. 23:32
Þetta eru bara hrægammar. Það jafnast á við valdarán ef að lítill hópur fjárfesta kemur hér inn með 1700 milljarða sem er gróflega 120% af vergri landsframleiðslu.
Gunnar Waage, 30.3.2011 kl. 23:50
Það er megn spillingarfnykur af þessu máli. Að bjóða þjóðinni upp á sama bullið og það sem leiddi okkur í hrunið, er þvílíkur hroki og vanvirðing við landsmenn. Það skrítna er hvað sumir þingmenn eru spenntir fyrir áframhaldandi spillingu ,hvar er siðferði þeirra?
þór (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 00:14
já Þór, það leggur af þessu kvikindi
Gunnar Waage, 31.3.2011 kl. 00:29
.... Vændi, Spilavíti og 'islenskur Ríkisborgarréttur er eiginlega það sama....er ekki hægt að selja spillingunna úr landinu í sérstökum pakkningum?
Ég tek undir með Páli sem vill leyfa eiturlyf enn ég skil ekki af hverju hann vill selja brennívín í skólum?
Alla vega er ég ekki sammála blaðamanninum að vera að setja upp bari í skólum hjá börnum.
Enn það kanski er allt í lagi. Kanski við getum framleitt alkóhól í sleikipinna formi til útflutnings yngstu...ja, það er ekki eins skaðlegt og opnaútflutningur sem ég hef alltaf verið á því að Ísland ætti að byrja á.
Vopn framleiðast og seljast eingöngu af löndum með engan móral eða samvisku og Ísland er komin í þann hóp landa...
Þegar ríkur milli vill ríkisborgararétt í hvaða landi sem er, þýðir það alltaf að viðkomandi ætlar að fylgja sínum málum eftir með að vinna sig upp í opinbera stöðu eða í stjórn landsins. Og ekki veitir af....
Óskar Arnórsson, 31.3.2011 kl. 00:42
sammála ErnirR.. þetta er komið útí ruglið.
Sleggjan og Hvellurinn, 31.3.2011 kl. 00:52
http://webcache.googleusercontent.com/search?q=cache:http://www.dharbor.com/company/index.html
Digital Harbor, The Composite Applications CompanyTM , got its start in the U.S. defense intelligence community and since, has spent over $50 million on research and development in the field of composite applications and corresponding technology since 1997
Since Digital Harbor emerged from the US Defense Intelligence community, the US federal government continues to be a significant customer particularly in intelligence, the Department of Defense, and Department of Homeland Security.
R (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 05:28
Mér líst vel á þessa menn.
Vændi og spilavíti hljómar líka ágætlega.
Skárra að hafa þetta á yfirborðinu frekar en í undirheimum eins og nú er.
Gott mál.
Treysti Marshall fyrir þessu.
Hann er mannvitsbrekka og glæsilegur fulltrúi Samfylkingarinnar.
Karl (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 08:17
Eru þetta ekki bara Íslandsvinir sem ætla að flytja hingað með börn sín og eiginkonu(rnar) af því þeir séu svo hrifnir af landi og þjóð?
Agla (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 17:47
...ég held að við eigum bara að fagna fólki sem vill koma á þessa eyju með fjölskyldunna sína og búa þar. Og ekki er það verra að þetta fólk kunni eitthvað og eigi nóga peninga.
Ég er fæddur á Íslandi og vonadi verð ég einhverntíma svo efnaður að geta búið þar með fjölskylduninni. Í dag er það ekki hægt og það ber bara að fagna öllum sem gera það mögulegt...
Óskar Arnórsson, 31.3.2011 kl. 20:56
Þessir ´´ Útlendingar,, hafa ríkisborgararétt í mörgum löndum,þeir fara um sem hýenur um mörg af þessum löndum sem þeir hafa sinn ríkisborgararétt,svona gengi vil ég ekki sjá. Þetta eru ekki neinir Íslandsvinir.
Númi (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 23:28
Óskar minn þú veist jafn vel og ég að þú meinar þetta ekki. Þetta eru stórhættuleg öfl í þjóðfélaginu. Þetta er bara einn af þessum nýju kolkröbbum á Íslandi sem ætlar að leggja landið undir sig.
Þú veist það
Gunnar Waage, 31.3.2011 kl. 23:34
Já það eru nú aldeilis íslandsvinirnir sem hafa aldrei á klakann stígið fæti og sækja nú um ríkisborgararétt fyrir sig og börnin en kerlingin má missa sín því ekki er sótt um fyrir hana hehehe það er pínlegt og grátbroslegt að yfirvöld skuli láta sér svo mikið sem detta það í hug að skoða hvað hangir á spítunni og enn furðulegra ef nokkur maður telji mögulegt að skilyrða ríkisborgararéttinn við eitthv. sérstakt. Annað hvort er maður íslenskur ríkisborgari með öllu því sem því fylgir eða ekki. Það þarf engum að detta það í hug að þessir aðilar séu að koma hingað af einhv. góðmennsku til að fylla vasa okkar af peningum.
Inga Sæland (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 00:45
...jæja Gunnar. Ég er með þá skoðun að landið sé blankt. Mér er slétt sama of þeir eru allir mafíósar.
Og jafnvel þó þeir tækju einhver völd í landinu. Það mundi ekki breyta stjórn landsins neitt nema til batnaðar...
Málið er að það er komin tími til að skoða hvað glæpamaður er yfirleitt. Stórglæpamenn eins og Jóhanna stendur fyrir einhverju leikriti um að "hún vilji ekki fá hingað hvern sem er" og hún talar þannig að það er óhugnanlegt.
Ofbrotamenn fylla fangelsin meðan glæpamenn nást mjög sjaldan. Meðan fólk leggur þessa tvo ólíku hópa að jöfnu, ganga glæpamenn á lagi og spila á skrílinn eins og píanó.
Þetta er auðvitað bara ekki á Íslandi, þetta á við um allan heim. Besti felustaður fyrir glæpamenn er að blanda sér í pólitík hinna ýmissa landa....og það vita allir sem stúdera þennan málaflokk dagsdaglega...
Óskar Arnórsson, 1.4.2011 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.