Miðvikudagur, 30. mars 2011
Trú, von og krónan
Fjármálamarkaðir tikka eftir tiltrú. Um daginn tók Tim Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna undir sjónarmið um að alþjóðleg mynt gæti verið í sjónmáli - samstundis féll dollarinn gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Evran hreyfist upp og niður eftir yfirlýsingum stjórnvalda í Berlín og París.
Íslenska krónan hefur mátt búa við stöðuga ágjöf frá stjórnmálamönnum og forstjórum um langa hríð. Heill stjórnmálaflokkur, raunar sá stærsti í síðustu kosningum, stundar linnulausar árásir á krónuna og þar fer viðskiptaráðherra fremstur í flokki. Forstjórar atvinnufyrirtækja kenna krónunni um lélega afkomu og komast þannig upp með afsakanir sem hvergi á byggðu bóli yrði hlustað á.
Krónan þjónar sínu hlutverki vel. Hún endurspeglar stöðu þjóðarbúsins og hagkerfisins. Íslensk stjórnvöld keyrðu ríkisfjármálin í ruslflokk. Atvinnulífið er í öndunarvél eftir að bófaflokkur kenndur við útrás fór höndum um stór og smá fyriræki.
Krónan er fyrir íslenskt efnahagslíf það sem lýðræðið er fyrir stjórnmál - með sínum göllum en það besta sem völ er á.
Fáum í atvinnulífinu hugnast haftaáætlun Seðlabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í kjölfar hryðjuverkalaganna þurfum við skilgreiningu á hugtakinu viðskiptaóvild.
http://is.wikipedia.org/wiki/Viðskiptavild
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.