Þriðjudagur, 29. mars 2011
Björn Valur boðar nýtt ESB-félag
Björn Valur Gíslason þingmaður Vinstri grænna fleytti ESB-umsókn Össurar Skarphéðinssonar áfram með því að samþykkja þingsályktun 16. júlí 2009. Hvorki fyrr né síðar hefur Björn Valur gefið sig út fyrir að láta sig varða fullveldi Íslands og forræði eigin mála. Engu að síður hefur þingmaðurinn áhyggjur af Heimssýn og andstöðunni við Evrópusambandið.
Björn Valur boðar í bloggi sínu að stofna þurfi nýjan félagsskap vegna þess að Heimssýn fælir menn eins og hann frá andstöðunni við aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Vonandi stendur Björn Valur við orð sín og stofnar nýjan félagsskap um Evrópumál. Samherji hans þingflokksafgangi Vg og fyrrum stjórnarmaður í Heimssýn, Árni Þór Sigurðsson, yrði honum áreiðanlega hjálplegur.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gæti orðið heiðursfélagi.
Athugasemdir
Viðbjóður.
Karl (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 19:44
Einn af þessum snillingum sem alltaf er búin að komast að niðurstöðu fyrirfram. ...Og reynir svo að rökstyðja eftir á.
Hann er bara ekki nógu vel gefin til að takast vel upp.
jonasgeir (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 20:58
Góður ....
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 21:38
Ég er alveg sammála honum Birni Val. Mér finnst oft á tíðum umræða Heimsýnar alveg eins og blogg sumra skaða baráttuna með vænisýki.
Eyjólfur Sturlaugsson, 29.3.2011 kl. 21:47
Ég man ekki eftir að hafa verið sammála Árna Þór og Birni Val um neitt. Vinna þessir menn af heilindum? NEI.
Elle_, 29.3.2011 kl. 22:27
Þetta væri fínt í Staksteina morgundagsins!
Björn Birgisson, 29.3.2011 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.