Þriðjudagur, 29. mars 2011
Össur og Vg; Líbía og ESB-aðlögun
Vinstrihreyfingin grænt framboð er komið í stríð við Líbíu og ber sem slík ábyrgð á dauða sekra jafnt sem saklausra þrátt fyrir að vera í orði kveðnu andsnúin hernaðarbrölti. Vg er jafnframt komið með Ísland í aðlögunarferli að Evrópusambandinu þótt í stefnuskrá flokksins standi að okkur sé betur borgið utan sambandsins en innan.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræður för fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð þegar kemur samskiptum Íslands við aðrar þjóðir og ríkjasamtök.
Össur vill inn í ESB og er þægur liðþjálfi NATO.
Vinstrihreyfingin grænt framboð er á hinn bóginn flokkur hugleysingja sem selja sannfæringu sína hverjum sem er.
VG styður ekki aðkomu NATO-ríkja í Líbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Viðbjóður.
Karl (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 13:29
Þar sem þau eru "ríkisstjórnin sem ekki kann að reikna" eru þau ekki einu sinni að selja sig hæstbjóðanda heldur nánast bara hverjum sem er!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 13:31
Ögmundur talar um "loðnar yfirlýsingar" öryggisráðsins sem þeir samþykktu. Aðrar þjóðir sátu hjá vegna þessara yfirlýsinga. Vinstri grænir sátu ekki hjá, settu enga fyrirvara, sögðu bara já - eins og í Icesave.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 13:56
Get ekki betur séð en VG sé helsti bandamaður Gaddafi á vesturlöndum. Í stíl við annað hjá þeim.
Steinarr Kr. , 29.3.2011 kl. 19:37
V.G, Þeim er mikið í mun að vinna fylgi, koma fólki í hreyfinguna grænt framboð,síðan hjálpa þeir við að koma Líbíumönnum undir græna torfu,sveiattan.
Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2011 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.