Örlæti og evrópska dagsverkið

Jóhanna Sig. og ráðherrar hennar ólmast í þjóðinni að afhenda breska og hollenska ríkiskassanum á silfurfati tugmilljarða hagnað af einhliða ákvörðun stjórnvalda í London og Haag að bæta sparifjáreigendum gjaldþrot einkabanka í eigu íslenskra óreiðumanna.

Í Evrópu hljóta menn að vera ánægðir með vinstristjórnina í Reykjavík. Ríkisstjórn sem situr og stendur eins og gömlu nýlenduveldin bjóða er einmitt það sem Brusselvaldið óskar sér.

Þegar búið er að láta íslensku þjóðina kyngja Icesave er næsta mál að troða ofan í kok hennar aðildarsamningum að Evrópusambandinu. Að því loknu halda ráðherrar og fylgdarlið þeirra til Brussel í störf sem standa þeim til boða að loknu evrópsku dagsverki.

 


mbl.is Bretar og Hollendingar græða milljarða á vaxtamun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þér en það vantar eins og við báðir vitum að Bjarni Ben og hans flokkur komu til aðstoðar nokkrum útvöldum þjófum útrásarinnar vegna kröfu í samning IcesaveIII að þeir yrðu sóttir til saka, það var tekið út ásamt því að ekki verður lögð nein sérstök áhersla á að finna þýfið!

Sigurður Haraldsson, 29.3.2011 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband