Gnarrborg

Samfylkingin og Jón Gnarr borgarstjóri bera ábyrgð á því að Orkuveita Reykjavíkur fær ekki lánað í útlöndum. Samfylkingin leiddi til valda borgarstjóra sem sagði opinberlega að Orkuveitan væri gjaldþrota.

Jóni Gnarr lætur vel að vaða á súðum enda uppistandari að atvinnu. Sá eiginleiki eykur aftur á móti ekki tiltrú þeirra sem stunda viðskipti við Reykjavíkurborg. Brandarar kom ekki í stað trausts.

Gnarr og Samfylkingin stóðu nýverið saman að atlögu að menntun grunnskólabarna í höfuðborginni. Þar mætti meirihlutafylkingin úr borgarstjórn einnig tómhent og var hrakin á brott.

Útlendingar neita að lána Gnarrborg og íbúarnir hlusta ekki á borgaryfirvöld.

Farsinn endar í harmleik.

 


mbl.is Áætlun um fjármögnun OR rædd á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Er við öðru að búast Páll, þegar Reykvíkingar láta sig hafa það að velja þorpsfíflið til valda og áhrifa?

Gústaf Níelsson, 28.3.2011 kl. 21:40

2 identicon

Gnarrenburg er bær í Þýskalandi skammt frá Bremen.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 22:00

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Á hann sem sagt að ljúga að okkur eins og hinir?

Georg P Sveinbjörnsson, 28.3.2011 kl. 22:56

4 identicon

Þorpsfífl og sorpdagur er ekki góð blanda.

þór (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 00:23

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég finn nú einhverja spunalykt af þessu Palli minn.  Vona að þú farir nú ekki í hlutverk hystersíska hænsnisins eins og ráðamenn hér varðandi Icesave.

Mér finnst það furðu sæta að stórlánveitendur hafi ekki hugmynd um stöðu Orkuveitunnar og ætli sér að lána í þeirri góðu trú að allt sé í fína. Það meikar bara engan sens, því miður.  Jón sagði bara það sem allir vita og Orkuveitan sjálf hefur ítrekað látið í ljós til að réttlæta tröllauknar hækkanir og uppsagnir. 

Þessi orð Jóns breyta engu. Fyrirtækið skuldar 700 milljarða. Heldur þú að menn kunni ekki að draga frá og leggja saman í bankaheiminum?

Það voru nú annars lygar og yfirhylmingar um stöðulöngu gjaldþrota banka sem keyrðu allt her í kalda kol. Þar hjálpuðu matsfyrirtækin t.d. vel uppá eins og flestir muna. Deutsche bank lánaði og lánaði inn í svikamilluna eins og vitfirringar, vitandi þó að tröllaukin  eiginfjárstaðan samanstóð 90% af óinnheimtum skuldum. Vissu þeir ekki betur eða ætluðu þeir að lána sér leið til yfirtöku?  Hvað heldur þú.

Þið verðið að fynna einhverja aðra móðursýki en þetta til að spinna upp. Þetta er bara hlægilegt.  Stormur í kaffibolla í besta falli.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2011 kl. 00:35

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er einmitt trikkið sem var notað til að hirða Ísland. Lána vitleysingunum upp fyrir hársrætur og hriða svo allt í næstu óumflýjanlegu dýfu.  Orkuveitan er í eingu undanskilin. Hún er óopinbert í eigu erlendra aðila og engin leið að forða því eins og menn hafa haldið á spöðum. Græðgiselítan vildi þennan bita og fékk hann.  Það sem menn kalla endurskipulagningu er að fá lán hjá sama aðila til að borga annað lán. Míga í skóna og bæta við kostnaði. Gera stöðuna verri. Tryggja yfirtöku.

Þú ert væntanlega spámaður einkavæðingarinnar og villt ekki að neitt trufli það, hver sem svo eignast batteríið. Menn segjast "óttast" það að þurfa að selja eignir til að standa undir skuldum. Nú er semsagt verið að undirbúa jarðveginn til þess að fá að gera það.

Sama á hvorn veginn er tekið á málinu þá eiga Reykvíkingar ekki Orkuveituna. Næst heyrum við um einhverskonar aldarlangan afnotasamning eins og hjá HS og allir verða voða sáttir.  Það sem hinsvegar á að gera er að láta ríkið yfirtaka apparatið eða ábyrgjast þessar skuldir. Það getum við ef við ösnumst ekki til að taka á okkur skuldir, sem við eigum ekki.

Bankarnir eru nú þegar í eigu erlendra aðila, sem enginn má vita hverjir eru. Svo hirða þeir auðlindirnar, heilbrigðis og skólakerfið. Við verðum svona lénsþý og líklega verður það óumflýjanleg staðreynd fyrir 2015. Enginn hefur enn sætt dómi fyrir afrekið.  Fullveldinu hefur þegar verið afsalað, en það á bara eftir að ganga frá nokkrum lausum endum.  Orkuveitan fer sömu leið og HS, hvað sem borgarstjórinn eða nokkur annar segir.  Að halda annað er að vera í sjúklegri afneitun á ástandið.

Þú mátt annars þakka þínum mönnum fyrir gustukið, svo það fer þér ansi illa að fjargviðrast út í málgleði borgarstjórans, sem er bara að benda á staðreyndir, sem ykkur þykir erfitt að heyra, verandi blóðsekir. 

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2011 kl. 00:56

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vel á minnst....hvar er Alfreð núna?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2011 kl. 00:57

8 identicon

Þínir menn? R listinn - listi félagshyggjuafla - fékk sitt tækifæri og hvað gerðist?

Félagsbústaðirnir voru einkavæddir, heilsuverndarstöðin var seld, miðbænum var rústað og á tímabili stóð til að flytja Árbæjarsafn út í Viðey til að rýma til fyrir einhverjum verktakanum. Vel á minnst ... hver á Heilsuverndarstöðina núna?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband