Jóhanna: geðþóttavald til að afnema ráðuneyti

Jóhanna Sig. forsætisráðherra ætlar að keyra áfram lagafrumvarp sem veitir forsætisráðherra geðþótta vald til að ákveða hvaða ráðuneyti verði starfrækt og hver ekki. Ekki aðeins verða ráðherrar ofurseldir geðþótta forsætisráðherra heldur embættismenn sömuleiðis.

Vald forsætisráðherra til að leggja niður ráðuneyti er fylgt eftir með lagagreinum sem veita forsætisráðherra leyfi til að stofnsetja ,,ráðherranefndir" sem eiga að ,,samhæfa" stefnu stjórnvalda.

Alþingi sem samþykkti gerræðisvöld til sitjandi forsætisráðherra, eftir það sem á undan er gengið, væri heillum horfið.

Hér er komið mál til að fella ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Erum við að eignast Einræðisherra jafnvel með hjálp Bjarna Ben ?Hvar eru flokksbræður mínir í Sjálfstæðisflokknum ?Stjórnarandstaðan er ekki til,Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðard veður uppi með óþveraskap gagn vart Landsmönnum.

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 14:43

2 identicon

Stjórnarandstaðan VILL EKKI kosningar.

Vill að hér fari allt í rúst áður.

Og það mun gerast.

Ábyrgðarleysi og vanhæfni íslenskra stjórnmálamanna mun sökkva þessu samfélagi.

Karl (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 14:52

3 identicon

Vanhæfur Forsætisráðherra.  Setjum Samfylkinguna í Ruslflokk. Púntur

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 17:01

4 Smámynd: Björn Birgisson

Afnema ráðuneyti? Frekar langsótt, er það ekki?

Björn Birgisson, 28.3.2011 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband