Mánudagur, 28. mars 2011
Brussel-peningar hjá Áfram
Hópurinn sem vill að Ísland ábyrgist Icesave-greiðslur til Breta og Hollendinga er nánast sá sami og vill að Ísland gangi í Evrópusambandið. Þegar í upphafi Icesave-umræðunnar var talað um að þetta væri dýrasti farmiði sögunnar til Brussel.
Auglýsingar í fjölmiðlum síðustu daga gefa til kynna að Icesave-sinnar eigi úr heilmiklum peningum að moða. Forsvarsmenn hópsins neita að gefa upp hverjir greiða auglýsingarnar en segjast ætla að gera það eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 9. apríl.
Icesave-sinnar skammast sín fyrir uppruna peninganna sem notaðir eru til að kaupa sannfæringu núlifandi Íslendinga til að veðsetja framtíð óborinna kynslóða.
Þeir peningar sem fjármagna auglýsingaherferðina eru réttnefndir Brussel-peningar.
Bókhaldið lagt fram þegar Icesave-kosningin er búin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Síðan bjóða þeir líka upp á blöðrur fyrir börnin.
http://fg.is/frettir/nr/114334/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 08:07
Já það held ég sé nokkuð ljóst. En verst þykir mér hve fjölmiðlar leggjast á eitt við að berja EU-áróðrinum inn í lýðinn. Það er varla lesandi þessi blöð lengur.
Ragnar Kristján Gestsson, 28.3.2011 kl. 08:09
Já áróðurinn herðist eftir því sem nær dregur og örvænting jásinna verður meiri. Þeir eiga hvorki skömm né heiður, græðgin er leið þeirra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 11:38
Það er þá staðfest frá Áfram JÁ sinna, að ef að það spyrðist út hverjir borga herferðina þeirra fyrir kjördag, að það hefði örugglega veruleg áhrif á niðurstöðu kosningarinnar með að fjöldi JÁ liða myndu segja NEI vegna vitneskjunnar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 12:45
Nákvæmlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.3.2011 kl. 13:28
Sæll Páll.
Ég leyfi mér að setja þessa athugasemd hérna inn, þar sem mér hefur ekki tekist að ná neinu sambandi við Heimssýn, þar sem þú ert framkvæmdastjóri, hvorki í síma né með tölvupósti.
Á bloggi Heimssýnar eru vangaveltur um að Björgólfur Thor Björgólfsson fjármagni Áfram samtökin, en enginn fótur er fyrir slíku. Hér með fer ég fram á, fyrir hönd Björgólfs Thors, að Heimssýn dragi þennan pistil til baka.
Með kveðju,
Ragnhildur Sverrisdóttir
Ragnhildur Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 15:08
Heyrirðu það Páll. Hryðjuverkamaðurinn er með smávægilega athugasemd sem hann vill koma á framfæri. Rétt skal vera rétt. Hryðjuverkamaðurinn heldur fast á sínu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 17:51
Ragga var ekkert verið að tala við Guardian útaf eftirfarandi ?
An article in The Guardian (2005) wondered where Björgólfsson's money comes from and noted that in the 1990s the Icelanders "were not only ploughing money into the country but doing it in the city regarded as the Russian mafia capital. That investment was being made in the drinks sector, seen by the mafia as the industry of choice." Competitors in the Saint Petersburg brewing market faced problems. For instance, Ilya Weismann, deputy director of competing beverage company Baltic, was assassinated on January 10, 2000. Later Baltic director general Aslanbek Chochiev was also assassinated. One competing Saint Petersburg brewery burned to the ground.
The company became the fastest growing brewery in Russia
Mér finnst svona eins og það sé eitthvað verið að gefa í skyn þarna en kannski er það bara ég að oftúlka
Forvitinn (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.