Suður-Evrópa, ríkisgjaldþrotin og evran

Portúgal hefur fimm sinnum orðið gjaldþrota frá 1800, Grikkland jafn oft og Spánn sjö sinnum, - og 13 sinnum frá árinu 1500. Afstaða Suður-Evrópuþjóða til ríkisgjaldþrota er afslappaðri en ríkja Norður-Evrópu. Evran sem myntbandalag mun falla rétt eins og rómanska myntbandalagið frá 1865 féll en það var með Frakklandi, Ítalíu, Sviss, Spáni og Grikklandi.

Á þessa leið skrifar  Peter Oborne í Telegraph og líkir evru-aðild við að sitja fastur inn í byggingu án neyðarútganga. Evru-samstarfið er búið að vera hvort og hvernig sem fer með Portúgal. Sagan og járnhörð lögmál efnahagslífsins munu sópa þeim burt sem reyna að láta pólitíska óskhyggju ráða ferðinni.

Þegar evruhúsið hrynur verður Samfylkingin enn að naga þröskuldinn í Brussel og reynir að telja fávísum trú um að evran sé mynt framtíðarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þýskaland hefur farið tvisvar á hausinn á síðustu 90 árum. Bretland þurfti IMF hjálp 1976. Ég gleymi örugglega einhverju.

marat (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 21:52

2 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég er hálfgert pólitískt viðrini; hef aldrei virkilega haft áhuga á pólitík, man ekki hvað ráðherrarnir heita, veit ekki hvað krati þýðir, eða íhald.  En, þessa dagana er ég mikið að velta fyrir mér hvað það er sem við, hinn almenni borgari, vitum ekki.  Það er eina skýringin sem mér dettur í hug sem gæti skýrt framkomu þeirra sem fremst fara í ríkisstjórninni, að það sé eitthvað á ferðinni sem við vitum ekki.  Vita þau eitthvað, alveg hroðalegt, sem ég veit ekki?  Hver ræður?  Hvaða öfl stjórna?  Hver á landið?

Þetta fólk, Heilög Jóhanna og Steingrímur virtust vera heiðarlegt hugsjónafólk.  Hverju hafa þau komist að?  Ef það er ekki eitthvað svakalegt, sem við hin vitum ekki, þá er eitthvað annað að.  Þetta fólk ætlaði að slá skjaldborg um heimilin, og hafa allt uppi á borðinu.  Hvað gerðist?

Spyr sá sem ekki veit.

Theódór Gunnarsson, 27.3.2011 kl. 23:48

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem gerðist Teddi er að Wallstreet eignaðist heiminn og fer nú fram með kúgunum og hótunum með hjálp gervialþjóðastofnanna á borð við AGS, auk matsfyrirtækjanna alræmdu.  Trikkið er ekki að svelta lengur heldur að lána þjóðum til bana, hvort sem þær vilja eða ekki.

Icesave er prófmál þessa glæpahrings á það að fríja þá allri ábyrgð á áhættu hér eftir. Það virðast Jóhanna og Steingrímur ekki sjá. Öllum er skítsaman um þessa peninga. Það er bara fordæmið, sem verið er að sækjast eftir. Þ.e. fordæmi um að kasta tapi fjárhættuspilara á framvegis almenningán frekari formála.

Ef við segjum nei núna verður okkur vafalaust boðið að borga eitthvað vaxtalaust skiterí til að ljúka málinu, bara svo fordæmið haldi. Vittu til...

Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2011 kl. 00:18

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annað fordæmi er það sem verið er að koma í veg fyrir, en þþað er það að fjöldi þjóða er nú í nákvæmlega sömu stöðu og við (t.d. Írar) og eru að hugleiða Debt Moratorium. Þ.e. að hafna greiðslum á skuldum, sem ríkið hefur ekki gert sig ábyrgt fyrir. (eðlileg krafa) Það vill glæpaklíkan náttúrlega ekki fá á sig, því þá myndu þeir fara á hausinn. 

Litla ísland er kjörið til að koma fordæmi um óstaðfestar ríkisábyrgðir og til þess að komast hjá því að menn neiti að borga það sem þeim ber ekki að borga. Við liggjum vel við höggi, ekki síst fyrir það að hér drottna afburða einfaldir og auðtrúa stjórnmálamenn, sem einnig eru veikir fyrir allskyns sposlum.  Vöndinn hafa svo þessir einfeldningar gefið kúgaranum með ósk sinni um inngöngu í deyjandi þjóðabandalag.  

Evrópubandalagsumsóknin er alfa og Omega þarna í augum einfeldninganna og ef við værum ekki í því vitfirrta ferli, þá væri þetta ekki vandamál hér.

Hvort sem menn eru með eða á móti ESB, þá ættu þeir að segja nei til að ljúka þessu ferli, ýmist til frambúðar eða til þess að hefja það aftur undir heilbrigðari kringumstæðum, þar sem við liggjum ekki undir kúgunum og afarkostum. 

Nei við Icesave heggur á þennan hnút. Við vorum að vísu búin að segja nei, en einfeldningarnir kusu að túlka það svo að það ætti aðeins við um vaxtaprósentuna á kúguninni. 

Það væri því ágætt að fá það fram núna hvaða augum þeir líta næsta nei. 

Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2011 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband