Sunnudagur, 27. mars 2011
Styrmir um nei við Icesave
Styrmir Gunnarsson fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins útskýrir með sannfærandi hætti hvers vegna það var röng ákvörðun forystu Sjálfstæðisflokksins að styðja Icesave. Í annan stað sýnir Styrmir fram á samhengið milli ESB-umsóknarinnar og Icesave. Gefum ritsjóranum orðið
,,Við undirstrikum líka upphaflegt hlutverk flokks okkar [Sjálfstæðisflokksins] með því að hafna Icesave. Þegar allar umbúðir hafa verið teknar af því deilumáli snýst það um viðleitni gamalla nýlenduvelda til þess að kúga smáþjóð. Frakkar og Þjóðverjar eru um þessar mundir að kúga Íra. Bretar og Hollendingar eru að reyna að kúga okkur Íslendinga.
Það var röng ákvörðun hjá forystu Sjálfstæðisflokksins og meirihluta þingflokks að lýsa yfir stuðningi við Icesave. Vonandi hefur þjóðin sjálf vit fyrir þeim og vinstri stjórninni og fellir Icesave III.
Framundan er ný og bjartari tíð fyrir okkur Íslendinga, sem sjálfstæð þjóð. Við munum á ný eignast rödd á alþjóðavettvangi, sem hlustað verður á alveg eins og eftir okkur var tekið á tímum kalda stríðsins.
Við verðum hliðið að Norðurslóðum. Það mun bæða færa okkur aukið pólitískt vægi á alþjóðavísu og miklar tekjur vegna umskipunar á varningi til og frá Asíu og við munum líka njóta góðs af þeirri miklu uppbyggingu, sem fyrirsjáanleg er á Grænlandi fram eftir þessari öld, þegar auðlindir Grænlands koma til nýtingar í stórauknum mæli.
Sjávarútvegur okkar fær nýja þýðingu vegna aukins aðgengis að sjávarafla í norðurhöfum eftir því sem ísinn bráðnar og ný fiskimið verða nýtanleg.
Veröldina vantar bæði orku og vatn. Bæði við og Grænlendingar eigum mikið af orku og vatni, sem við getum séð öðrum þjóðum fyrir.
Við skulum njóta góðs af þessum auðlindum og þessum framtíðarhorfum sem sjálfstæð þjóð en ekki sem lítill og afskekktur hreppur í Bandaríkjum Evrópu, sem mundu taka ráðin af okkur í þessum efnum sem öðrum. "
Styrmir er með hlutina á hreinu.
Athugasemdir
Því miður virðist of lítið verið hlustað á raddir skynseminnar nú um stundir.
Axel Jóhann Axelsson, 27.3.2011 kl. 11:02
Sælri því meira verðum við að reina uppgjöf er ekki í myndinni!
Sigurður Haraldsson, 27.3.2011 kl. 11:48
Afsakið þarna átti það að vera sælir að sjálfsögðu.
Sigurður Haraldsson, 27.3.2011 kl. 11:49
Styrmir saknar þess tíma þegar landinu var stjórnað af valdaklíku sem hann hafði ítök í. Hann vill fá þá tíma aftur og að við einangrum okkur frá umheiminum.
ábs (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 12:47
Icesave er sakamál. 8. greininni var hent út til varnar hinum seku. Landinu er stjórnað af glæpaklíku. Hannes vælir undan því að gögn leki úr Landsbankanum. Landsbankahyskið á að draga fyrir dóm.
http://www.svipan.is/?p=21780
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 13:34
IceSave hefur nú verið tekið til sakamálarannsóknar. Og þó fyrr hefði verið!
Það er mikið fagnaðarefni að bresk stjórnvöld séu loksins byrjuð að sinna skyldum sínu gagnvart fórnarlömbum IceSave svikamyllunnar.
En í millitíðinni væri líka fullkomið ábyrgðarleysi að skuldbinda sig fyrirfram við einhverja aðra niðurstöðu.
Þess vegna er eina skynsamlega ákvörðunin sem Íslendingar geta tekið að svo stöddu, að merkja skilmerkilega við NEI þann 9. apríl næstkomandi.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.3.2011 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.