Laugardagur, 26. mars 2011
Peningar + XD = Icesave
Þeir sem vilja borga ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga vegna reikninga einkabanka kaupa auglýsingar í fjölmiðlum þar sem þingmönnum Sjálfstæðisflokksins er teflt fram. Langsóttar myndlíkingar um að komast áfram undan sænginni með því að segja já við Icesave eru skilaboðin til fólks.
Frumskilaboðin, sem vitundin nemur áður en skynfærin lesa textann, er aftur þau að peningar plús þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru jafnt og Icesave.
Auglýsingasálfræðileg spurning er hvaða einstaklingar tengjast hugtökunum peningar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Tvö nöfn koma strax í huga: Guðlaugur Þór Þórðarson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Vonandi verða sem flestar auglýsingar keyptar með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem vilja samþykkja Icesave.
42,6% styðja Icesave en tæpur fjórðungur er óákveðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að þau skuli vilja leggja nafn sitt við þennan óskapnað segir margt um glæpsamlegt eðli þeirra.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.3.2011 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.