Lýðræðið og krónan

Hreyfingin stóð fyrir stjórnmálafundi í gær á Hótel Grand og fékk fullan sal - hressilega yfir 100 manns. Umræðuefnið var gjaldmiðlamál og stjörnuframsögumaðurinn var Lilja Mósesdóttir óháður þingmaður og hagfræðingur. Hugmynd hennar um nýkrónur til að auka trúverðugleika gjaldmiðilsins fékk jákvæðar undirtektir af tveim ástæðum.

Í fyrsta lagi vegna þess að hæg er að skipta út mynt á ólíku gengi. Fundarmenn, sumir hverjir, töldu að þar með mætti leiðrétta ranglæti fyrri tíðar. Í öðru lagi gjaldmiðlaskipti gætu svælt fram illa fengið fé sem talið er að liggi í skúmaskotum.

Heldur sljákkaði í jákvæðninni þegar fundarmenn áttuðu sig á tveim atriðum. Annars vegar að ólíkt skiptigengi gæti stuðlað að nýju ranglæti og hins vegar að gjaldmiðlaskipti breyta engu um milljarðana sem voru fluttir úr landi fyrir hrun í gjaldeyri.

Íslenska krónan er eins og lýðræðið, ófullkomin en samt besti kosturinn í stöðunni vegna þess að allir aðrir möguleikar eru síðri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Kveiktu ljós hjá leðurblöku

láttu templar dæma vín

Gefðu hundi heila sköku

honum Mogga kvæðin þín.

Hentu perlum fyrir svín.

Halldór Jónsson, 26.3.2011 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband