Meðvirkur glæpamönnum

Fangelsisstjóri heldur það brjóti mannréttindi fanga að senda þá í fangelsi úti á landi. Maður sem þannig talar er ekki starfi sínu vaxinn. Fyrirsjáanlegur skortur á fangaklefum ásamt bágri stöðu ríkissjóðs ætti að vera meira en nóg tilefni til að leita að ódýrari lausnum en nýbyggingu.

Glæpamenn eru manna meðvitaðastir um mannréttindi sín, sennilega vegna þess að þeir eru sérfræðingar í að skerða réttindi annarra. 

Nýlunda er yfirmaður fangelsismála sýni glæpamönnum þá meðvirkni að taka undir sjónarmið að það séu mannréttindi að sitja af sér dóma í tilteknu póstnúmeri.


mbl.is Verksmiðjur, gámar og ísbrjótar duga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr.

Löngu tímabært að hugað sé að réttindum fórnarlamba og aðstaðdenda þeirra frekar en réttindum glæpamanna.

Karl (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 08:36

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mannréttindi fanga eru metin margfalt dýrmætari en almennra borgar af Evrópudómstólnum. Þetta hafa Bretar reynt og eru ekki par glaðir.

Á meðan hér situr ríkisstjórn sem dreymir um aðild að ESB er vissara fyrir fangelsisstjóra að gæta sín. Þótt Jóhanna skeyti ekki um niðurstöður íslenskra dómstóla má gera ráð fyrir að hún vilji fara að niðurstöðum Evrópudómstólsins.

Ragnhildur Kolka, 25.3.2011 kl. 08:43

3 identicon

Hvað er að því að nota Sjafnarhúsið á Akureyri? Eru það bara menn að sunnan sem brjóta af sér?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 09:21

4 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Já það eru einungis Reykvíkingar og nærsveitarmenn sem brjóta af sér... Eða hvað???

Eiður Ragnarsson, 25.3.2011 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband