Jóhanna í sókn gegn sjálfri sér

Forsætisráðherra skrifaði bréf í kvöld til samfylkingarfélaga og þar er þessi málsgrein

Eins og gefur að skilja tek ég niðurstöðu kærunefndarinnar mjög alvarlega og þó hún sé mér og ráðuneyti mínu mikil vonbrigði lít ég nú á það sem verkefni mitt að nýta hana sem best, jafnréttisbaráttunni og faglegum vinnubrögðum í stjórnsýslunni til framdráttar. Í þeim efnum efast ég ekki um að sóknarfæri eru til staðar.

Undir þetta skrifar Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar.

Jafnréttiskonan Jóhanna sér sem sagt sóknarfæri á Jóhönnu forsætisráðherra sem braut jafnréttislög.

Jóka þarf að tengja.

 

 


mbl.is Veit varla hvaðan á mig stendur veðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta gastu og ekki Baugsmiðill!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.3.2011 kl. 00:51

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minnir mig á þegar Þorgerður Katrín sá uppveðruð sóknarfæri í því að við fullnýttum ekki kolefniskvótann.  Við gátum haldið áfram og dritað niður reykspúandi stóriðjuverum og samt átt afgang til að selja. Vííí!

Annars er þessi fasíski Pollyönnuleikur Jóhönnu löngu komin út yfir öll velsæmismörk. Þetta fólk verður að fara núna, í alvöru talað.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2011 kl. 01:00

3 identicon

Nú talar Jóhanna um hlutlausan rýnihóp, sem fari yfir störf kærunefndar. Hún ber sjálf ábyrgð á lagasetningunni. Það afkvæmi hefur fundið hana seka. Hún ákvað sjálf refsinguna, þegar hún talaði fyrir því, að Björn Bjarnason segði af sér, þótt þá væru ekki eins ströng lög í gildi. Nákvæmlega ekkert, nema orð konunnar sjálfrar og æstustu stuðningsmanna hennar, eru til vitnis um það, að ákvörðun Björns hafi verið síður grundvölluð en ákvörðun hennar. Ráðherrar í núverandi ríkisstjórn virðast halda, að þeir geti hvað eftir annað valtað yfir dómstóla og úrskurðaraðila - séu sem sagt jafnari en sá almenningur, sem verður að beygja sig undir vald þeirra.

Sigurður (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband