Vinstriflokkarnir undirbúa kosningar

Skattalækkunaryfirlýsing forsætisráðherra veit á kosningar fyrr heldur en seinna. Ríkisstjórnin er aðeins í orði kveðnu með meirihluta á alþingi og stjórnarflokkarnir undirbúa sig fyrir kosningar síðsumars eða í haust. Steingrímur J. gaf tóninn í morgun og útmálaði betri stöðu ríkissjóðs en áætlanir gerðu ráð fyrir og Jóhanna kemur í kjölfarið og lofar skattalækkunum.

Skattar, ríkisfjármál og þá eru aðeins eftir loforð um atvinnumál til að stjórnarflokkarnir séu komnir áleiðis með undirbúning kosninga.

Á hinn bóginn er ólíklegt að hefðbundin kosningabarátta verði rekin í aðdraganda næstu alþingiskosninga.


mbl.is Stefnt að lækkun skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég hef sömu tilfinningu fyrir þessu líka en á hinn bóginn þá veit ég um fáa (og þekki engan persónulega) sem vilja sömu stjórn aftur.

Þannig að út frá endurkosningum þá finnst mér þau bara að vera vanmáttug að reyna klóra sig upp úr eigin gröf.

Sumarliði Einar Daðason, 24.3.2011 kl. 17:48

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Og ekki gleyma því Páll að hagfræðingar ASÍ segja "botninum náð" og nú fari að birta til. Þetta er trúlega rangt (öreigastéttin stækkar, þótt það tákni ekki að hún sé í sókn).

Gústaf Níelsson, 24.3.2011 kl. 20:43

3 identicon

Hvernig er hægt að vera jafn ótrúverðugur.

Það hefur ekki verið lækkaður nokkur einasti flokkur skatta undir þessari stjórn.

Og svo segir Jóhanna að stefnt sé að lækkun skatta!

Skilur hún bara alls ekki að gjörðir segja meira en orð?

jonasgeir (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 20:51

4 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það væri nær fyrir þessa ríkisstjórn á láta verkin tala og svo minnast á hvað hún hefur gert (í þátíð) - í stað þess að segja "kannski á morgun" og draga okkur á ansaeyrunum!

Sumarliði Einar Daðason, 24.3.2011 kl. 21:20

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gott að menn lesi vel í orð Ísdrottningarinnar: Hún "stefnir að því" að lækka skatta. Þó kemur ekkert fram um lækkun nokkurs skatts heldur að kannski hugsanlega, ef til vill, verði perónuafláttur hækkaður hjá einhverjum.  Það þýðir þó ekki að það verði að veruleika. 

Annars hefur hún nægilegt svigrúm til lækkanna án þess að nokkur muni finna mun, með því að kroppa einhverjar prósentur af nýlegum hækkunum eða áætluðum.  Það heitir jú spuni á góðri Íslensku.

Ekki kemur það á óvart.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2011 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband