Fimmtudagur, 24. mars 2011
Stjórnlagaskaði
Ríkisstjórnin byggði á rangri greiningu þegar hún ákvað að efna til stjórnlagaþings. Stjórnarskrá lýðveldisins var ekki ábyrg fyrir hruninu og engin ástæða til að draga stjórnskipunarumræðu inn í uppgjörið. Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings og enn brást stöðumatið ríkisstjórninni.
Í stað þess að láta þar við sitja og gefa stjórnarskrárumræðunni frí ákvað ríkisstjórnin að gefa ógildri kosninganiðurstöðu vægi með því að boða til stjórnlagaráðs sömu fulltrúa og Hæstiréttur úrskurðaði ógilda.
Dómgreindarlausa þvermóðskan sem býr að baki málsmeðferð ríkisstjórnarinnar í málefnum stjórnskipunar lýðveldisins er dapur vitnisburður um skilning ráðherra á almannahag.
Formlega krafist nýrra kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.