Kúgun, stöðnun og knéstaða

Rökin fyrir Icesave-jái eru þessi samkvæmt stuðningshópi

Besta leiðin í stöðunni, að mati hópsins, er að segja JÁ í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Þannig verði horfið frá stöðnun og stórt skref stigið fram á við til enduruppbyggingar efnahags- og atvinnulífsins.

Bretar og Hollendingar beita okkur ofríki til að rukka ólögvarða skuld. Hópur Íslendinga segir já við kúguninni til að forðast stöðnun og taka stórt skref, hvorki meira né minna, til enduruppbyggingar.

Sá sem er á hnjánum stígur engin skref. Uppréttir einstaklingar komast ferða sinna en knéstöðufólkið kyngir.


mbl.is Stuðningsmenn Icesave boða til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greiðslurnar til Hannesar sýna best að málið á heima fyrir dómstólum. Við þurfum að fá á hreint hvernig bankinn var tæmdur. Af hverjum og hvar þýfið er að finna.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 21:43

2 Smámynd: Óskar

Talandi um líkingamál þá er hermaður sem gefst ekki upp í tapaðri stöðu skotinn.  sá sem réttir upp báðar hendur lifir. 

Hálfvitarnir sem segja nei fatta ekki að með því skuldsetja þeir þjóina um allavega tífalt icesave.

Óskar, 23.3.2011 kl. 22:21

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já sæll Páll þetta er alveg ótrúlegur málflutningur að segja að Nei muni valda stöðnun, vissulega mun NEI breyta stöðunni.

En ef eitthvað á eftir að setja Ísland í stöðnun þá er það JÁ...

Það mun setja klafabagga á herðar okkar Íslendinga í tugi ára bara í vöxtum, og það er eins og það megi ekki minnast á  vaxtarkostnaðinn í þessu það er alltaf bara talað um upphæðina eina og sér sem er samt óútfylltur tékki í rauninni og það varðar lagarbrot að binda okkur til greiðslu á svoleiðis skuldbindingu...

Það á að fara dómstólaleiðina segi ég og ef að við verðum dæmd til einhverjar greiðslu þá borgum við einfaldlega og málið dautt þannig að Þjóðin verður allavega sáttari við að borga þessa löglausu einkaskuld Icesave...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.3.2011 kl. 22:22

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á að þarna fer fólk m.a. í rekstri sem veit sennilega miklu meira um afleiðingar Icesave en við svona almennir launþegar. Sér í lagi finnst mér ömurlegt þegar fólk hér talar fjálglega um dómsstólaleið sem æðislega þó fólk viti að nær allir sérfræðingar ráðleggja okkur að komast hjá henni því þar sé óvissan svo mikil. En nei fólk hér sem hefur ekki hundsvit á þessum málum og þekkir það aðens af ummælum fólks hér á netinu sem þekkir þessi mál ekki almennilega heldur. Sé t.d. fáa atvinnurekendur tala fyrir því að fella Icesave, fáa lögfræðinga sem eru sérfróðir um evrópulög og þar af leiðir EES.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.3.2011 kl. 22:31

5 Smámynd: Ráðsi

Ef Bretarnir og Hollendingarnir væru vissir um að við eigum að borga þetta væru þeir löngu búnir að stefna okkur fyrir dómstóla. Það á bara óska eftir nöfnum hjá þeim sem segja já og þeir geta þá bara borgað þetta.

Nei

Ráðsi, 23.3.2011 kl. 22:36

6 Smámynd: Óskar

Ráðsi - nei, flestar þjóðir reyna að leysa sín deilumál með samningum.  Það er mjög sjaldgæft að alþjóðleg deilumál endi fyrir dómstólum.  Að halda því fram hér fullum fetum eins og þessi Ingibjörg gerir að dómstólaleiðin sé hagstæðari en að klára þetta með samningum er svo skelfilega vitlaust að það tekur eiginlega engu tali.  Í fyrsta lagi er nær öruggt að málið tapast fyrir dómstólum og miklu hærri upphæð lendir á okkur en búið er að semja um og í öðru lagi munu frekari tafir á málinu tefja fyrir allri uppbyggingu sem eitt og sér mun valda miklu meiri skaða heldur en núverandi samningur kveður á um.  Það er hreinlega sorglegt að hluti þjóðarinnar vilja lengja og dýpka kreppuna EINGÖNGU AF ILLUM PÓLITÍSKUM KVÖTUM.

Óskar, 23.3.2011 kl. 22:42

7 Smámynd: Elle_

Rakalaus er málflutningur þeirra sem halda fram að það þýði stöðnun að neita að vera kúgaður.  Vona að þau eigi ekki börn sem þurfa að komast að því seinna hvað foreldrarnir voru aumir og óábyrgir og ranglátir gegn þeim og samlöndum þeirra sem neita að vera kúgaðir.  Við krefjumst þess að þið hættið að ætlast til að við borgum þessa nauðung, menn eins og Magnús og Óskar og liðið í fréttinni.  Við viljum ekki neitt með nauðungina hafa og þið verðið að fara að borga kúgunina sjálfir. 

Elle_, 23.3.2011 kl. 22:44

8 Smámynd: drilli

Ég get ekki varist þeirri hugsun að þessi síða finnst mér álíka gáfuleg og gamalt póstkort sem ég sá fyrir margt löngu, en á því stóð:

"If I ignore the future, maybe it will go away"

drilli, 23.3.2011 kl. 22:48

9 Smámynd: Óskar

drilli er með þetta.  - skattarnir ykkar hverfa ekki þó þið borgið þá ekki.  Það er sjaldan talað um siðferðislegu hliðina á þessu máli en hún er nokkurnveginn svona:  Útlendingar töpuðu ekki nema 8000 milljörðum á hruninu hér og stórfurðulegt að þeir vilji fá eitthvað af því til baka, ekki satt? 

Íslenskur banki rændi og ruplaði erlendis, hann átti að vera undir íslensku eftirliti sem brást, ræningjarnir voru íslenskir, íslenskir stjónrmálamenn sleiktu þá upp, þjóðin kaus þessa stjórnmálamenn, þjóðin baðaði sig í þýfinu í formi sterkrar krónu, utanlandsferða, jeppa og flatskjáa.  Þegar gagnrýnisraddir heyrðust erlendis frá um íslensku bankana þá tók þjóðin undir með fljölmiðlum hér og þessir útlendingar voru bara fífl sem höfðu ekkert vit á bisness.  - Sorrý, þjóðin ber ábyrgð.  Aðeins aumingjar hlaupast undan ábyrgð.

Óskar, 23.3.2011 kl. 22:55

10 Smámynd: Elle_

Og það er þvættingur að ríki leysi ólöglegar kröfur með samningum.  Það hefur aldrei leyst nein vandamál að falla flatur fyrir hótunum.

Elle_, 23.3.2011 kl. 22:55

11 identicon

,,...hann átti að vera undir íslensku eftirliti sem brást,..."

Allir eftirlitsaðilarnir voru með góða háskólamenntun , er það ekki ?

ICESAVE reikningurinn skal sendast til

Sjálfstæðisflokksins

Háaleitisbraut 1

105 Reykjavík 

ICESAVE liði er allt úr fjármálanefnd sjálfstæðisflokksins !

JR (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 23:32

12 Smámynd: Elle_

Eftirlitið í útibúunum þarlendis var Breta og Hollendinga.  Og starfsleyfið í löndunum líka.  Hví haldið þið að Bretar og Hollendingar hafi ekki enn sótt okkur fyrir dómstólum??  Það er ekki vegna þess að þeir hafi rosa sterka kröfu.  Þið stuðningsmenn kúgunar megið samt vel borga þeim úr því þið endilega viljið vera nýlenduþrælar þeirra, bara haldið okkur hinum utan við það í guðanna bænum.  Við segjum NEI.

Elle_, 23.3.2011 kl. 23:55

13 identicon

Og hvað skildu margir í já hópnum vera á móti ESB aðild?

Að lána fé er ábyrgðarmeira en að taka fé að láni, en þetta gleymist oft.

Skuldum vafin missir þú sjálfstæðið og gerist þræll.

Jóhannj (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 23:56

14 identicon

Merkilegt að þessir einstaklingar skuli ekki krefjast opinberrar birtingar lánabókar Landsbankans, kyrrsetningar eigna Bjögga, JÁJ og styrktarmanna þeirra eða nokkurs þess sem gæti réttlætt það að samfélagið gerist félagsmálastofnun fyrir menn sem voru á lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi fyrir örfáum misserum.

Þess í stað ætlast þessir einstaklingar til þess að við gleypum hrátt mat hrunliðsins á "lánasafni" ömurlegustu umbreytingafjárfesta og sjálftökumanna sögunnar og leggja allt sitt traust á dómgreind og einkunnagjöf matsfyrirtækja sem gáfu bönkum umbreytingafjárfestanna ágætiseinkunn allt fram að hruni.

Hvað er verið að fela?

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 00:04

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Stoltur af að eiga svona samlanda Páll við segjum að sjálfsögðu nei við skuldum sem nokkrir einstaklingar komu á með því að stela öllum Icesave innistæðunum úr einkareknum banka án þess að þurfa að svara til saka né bera ábyrgð gjörða sinna!

Sigurður Haraldsson, 24.3.2011 kl. 00:37

16 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Gunnar Tómasson hagfræðingur,sem vann hjá AGS. í 25 ár, er í hópi 8 hagfræðinga,sem allir hafa stýrt stórum hagkerfum,líkt og BNA.,rakti áhættuna við ,,Jái,, ekki alls fyrir löngu,niðurstaðan engin áhætta. Eftir að stjórnin gafst upp á að hanga á að Icesave væri lögvarin krafa,hafa þeir snúið sér að því að höfða til hvata ,sem hinn almenni Íslendingur hefur í ríkum mæli, SAMVISKUNNAR. Samvisku yfir að Samfylkinga-ráðherra og Fme. stjórnarformaður,stóðu ekki sína plikt. Hvern fj..... var Steingrímur að arka út til að skipta sér að Icesave,hvern fjandan lá á. Allir sjá hvað hangir á prikinu. Það var þá samningur, thuu,svo ´skammarlegur að Steingrímur neyddist til að biðjast afsökunnar. Í fyrsta sinni tóku báðar sjónvarpsst. Ruv. og st 2 rækilega að finna að þessum samningi.  Það er ESB: martröðin sem tekur allan tíma ríkisstjórnarinnar,það má auðvitað ekki vitnast að reglugerðin um innistæðutryggingar eru fáráðs-rugl. Halda svo að við séum ekki læs. Hér í minni stórfjölskyldu eru fræðingar á færibandi auk atvinnurekanda ,Magnús,þannig er það hjá flestum okkar. Þið komið engum af öllum þeim stór góðu pistlahöfundum í rökþrot,Páll hefur öðrum hnöppum að hneppa en að vera að ansa þér og þínum líkum. Við ætlum að berjast gegn þessari fjárkúgun,ath. þið eruð að heimta að við veðsetjum eignir landsins fyrir greiðslu á Ólögvarinni kröfu,hverslags níðinga hefur þjóðin alið af sér.Það skal ekki verða ,fyrr frýs heitur hver. Ekkert Icesave,né Esb.        

Helga Kristjánsdóttir, 24.3.2011 kl. 01:13

17 identicon

Þeir sem fara fremstir í flokki organdi uppgjafarliðsins eru að einhverri ótrúlegri "tilviljun" þingmenn sem þiggja "STYRKI" (mútur eins og Mörður segir) frá Jóni Ásgeir og Icesave feðgunum Björgólfunum, sem og lögmenn og einhverjir fræðingar sem hafa starfað og munu starfa við að verja þessa hötuðustu menn þjóðarinnar.  Og að auki eru þetta allt hörðustu ESB inngöngusinnar, en eins og allir vita þá er Icesave og ESB sín hvor hliðin á sömu skítugu evrunni.

Fremst í flokki fer sjálfur síbrotamaðurinn forsætisráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir.  Það sem er einn að ótrúlegast að þetta er sama "ÚRVALSLIÐIÐ" sem orgaði sem hæst að það ætti að gefast skilyrðislaust upp fyrir glæsisamningunum Icesave 1 og 2, og gerði heldur betur á sig langt upp á bak, og stendur í skítahaugnum og gala sama falska sönginn og þá. 

Að þetta vesalings fólk skuli ekki hafa meira stolt eða sjálfsvirðingu til að bera og hafa vit á því að halda sér saman og láta aðra sem augsýnilega hafa vit á málum sjá um verkið, er með eindæmum og skýrt merki um andlega eymd sem menn eins og Óskar, Magnús og JR hér að ofan þurfa að burðast með. 

Að þessir aðilar sem orguðu sem hæst um ágæti fyrri samninga skuli ímynda sér að þeir verði eitthvað annað en þorpsfíflin sem ættu að halda sér úti, er ótrúleg raunveruleikafirring.  En það sem er gott við þorpsfífl, -  er að þau nýtast til skemmtunar. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 01:36

18 Smámynd: Sigurður Helgason

Óskar það er betra að falla með sæmd en að vera þræll og undirlæga,

það er þitt hlutskipti með líkingunni,,,,,,,,,,,,,,,,,,

Sigurður Helgason, 24.3.2011 kl. 02:09

19 Smámynd: Óskar

Guðmundur 2. gunnarsson, kannast við þig af Eyjunni.  Ekki er hægt að segja að þér hafi farið fram því miður.  Þú náhirðarsleikjan hefur aldrei viljað minnast einu orði á slátrun Davíðs á seðlabankanum sem kostar þjóðina allavega fimmfalt Icesave, engin þjóðaratkvæðagreiðsla, bara borga þessa skuld sjálfstæðisflokksins þíns!

Sigurður, ef málið snérist um einstakling þá getur hann fallið með sæmd.  Hinsvegar er efnahagur heillar þjóðar undir og einhver hetjuskapur vitleysinga við þessar aðstæður er ekki það sem þjóðin þarf á að halda.  En hugsanlega verður Íslenska þjóðin sú fyrsta sem fremur sjálfviljug efnahagslegt sjálfsmorð.  Það er útaf fyrir sig ágætt, það verður þá allavega ekki hægt að kenna öðrum um það.  Nei verður þjóðinni svo dýrt að einmitt það gæti endanlega farið með sjálfstæði þjóðarinnar öfugt við það sem heykvíslahjörðin og náhirðin hans Guðmundar Geðilla heldur fram.

Óskar, 24.3.2011 kl. 09:44

20 identicon

Sumir eru vitlausari en aðrir. 

Það virðist svo sannarlega vera að Óskar sé dæmi þess.  Rökin heyrast oft;  Seðlabankin tapaði svo miklu að ekkert mál er að bæta aðeins við reikningin með Icesave.  ..Ekkert mál að bæta aðeins við af því að Íbúðalánasjóður er svo dýr o.s.frv...

Það hefur ekki verið sýnt fram á að þó íslenska fjármálaeftirlitið hafi líklega verið lélegt að það hafi ekki starfað akkúrat og fullkomnlega eftir reglum ESB.

Bólan í íslenska bankakerfinu var nær eingöngu fjármögnuð fyrir ódýra útlenska peninga.

Þeir sem fjármögnuðu bankana töpuðu.  Það er eðlilegt, enda fengu þeir áhættugreiðslu fyrir sína peninga í formi vaxta á meðan vel gekk.

Málið hefur alls ekkert með venjulegt fólk á Íslandi að gera.  Alls ekkert.

Það er augljóst öllum þeim sem ekki eru alvarlega blindaðir af pólitísku ESB ofstæki.

jonasgeir (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 11:07

21 Smámynd: Sigurður Helgason

Óskar málið snýst um okkur sem einstaklinga, það er nær 100 prósent eignarupptaka af fólkinu í landinu, og þeir vilja meira,

En um hvað snýst málið hjá þér um annað að komast í sængina hjá hóruni og býrinu,

Sigurður Helgason, 24.3.2011 kl. 11:30

22 identicon

Þegar jafn skarpir hnífar og Óskar tjá sig.... getur ekki farið öðru vísi en sá málatilbúningur en sá sem hann berst á móti hagnist.  En að vísu lítillega vegna hversu bitlaus hnífurinn er. 

Gaman að sjá að hann hefur ekki hugmynd um að sjálfstæðisflokkurinn fylgir honum en ekki mér að máli.

En það þarf svosem ekki að koma á óvart miðað við það sem hér kemur fram... að gefnu tilefni, sem að vísu ég minnist ekki að hafa fengið að njóta hans skemmtilegheita á öðrum vettvangi.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 12:24

23 identicon

Jónas, þetta hefur með venjulegt fólk í Bretlandi og Hollandi sem lagði sparifé sitt inná Icesave. Íslenska þjóðin kaus aftur og aftur fólkið sem einkavæddi bankana og skipaða óhæfa embættismenn sem áttu að hafa eftirlit með þessari svikamilla. Það er því siðferðileg skylda okkar sem þjóð að ljúka þessu máli með sanngjörnum samningum fyrir alla aðila og samþykkja Icesave 9. apríl.

Guðni Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 12:29

24 Smámynd: Elle_

Kemur nú einn enn og segir okkur bera skyldu til að LJÚKA MÁLINU.  Fyrir það fyrsta værum við ekki að LJÚKA MÁLINU, heldur stofna ríkissjóði í stórhættu.  Og svo ferðu rangt með eins og Óskar að ofan gerir ítrekað um eftirllitið, eftirlit útibúanna þarlendis var Breta og Hollendinga og þeir stóðu sig ekki og ætla að kenna okkur um.   Líka hafa innistæðuhafar í löndunum FYRIR LÖNGU FENGIÐ BÆTUR.  Málið snýst ekkert um það heldur ofbeldi.  Og venjulegu fólki á Íslandi ber ENGIN skylda að standa undir ICESAVE ofbeldinu.  VIÐ SEGJUM NEI.

Elle_, 24.3.2011 kl. 12:51

25 identicon

Innistæðueigendur í Bretlandi og Hollandi fengu eins og innistæðueigendur á Íslandi, forgang á innistæður í þrotabúinu. Bretar og Hollendingar yfirtóku meginhlutann af þessum innistæðum. Einfaldara og réttlátara getur þetta varla verið.

Björn (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 13:02

26 identicon

Við stefnum einmitt ríkissjóði og allri þjóðinni í hættu með því að hafna Icesave.

Guðni Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 13:06

27 Smámynd: Elle_

Við stofnum EKKI ríkissjóði í hættu með því að segja nei.  VIÐ SEGJUM NEI VIÐ KÚGUN. 

Elle_, 24.3.2011 kl. 13:11

28 identicon

Nú er það ekki - við höfum ekki hugmynd um hvernig hlutirnir munu þróast ef þjóðin segir nei. Með Icesave samininginum höfum við þó fast land undir fótum og vitum c.a. hvað við mun borga mikið.

Guðni Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 13:13

29 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það þarf ekkert að vera þrasa um þetta mál.  Það á einungis að segja eitt STÓRT  NEI. 

Það er engin hætta á að Bretar og Hollendingar hreyfi sig. Þeir bíða bara og vona að NEYÐALÖGIN haldi. Því þá fá þeir allt sitt og helmigi meira en þeir myndu fá í gegnum málaferli.

Semsagt við segjum STÓRT NEI og Bretar hagast. 

Eggert Guðmundsson, 24.3.2011 kl. 13:32

30 identicon

Já já ... maður hefur nú heyrst svona áður. Stjórnendur/eigendur gömlu bankanna sögðu mánuðina fyrir hrun að það væri engin hætta á því að þeir myndu falla! Málið er bara að við höfum ekki hugmynd um hvernig málin þróast ef þjóðin samþykkir ekki Icesave.

Guðni Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 13:43

31 identicon

Guðni. 

Þú hefðir heldur ekki hugmynd hvað myndi gerast ef Hells Angles kæmu og segðust ætla taka húsið þitt, bílskúrinn og bílinn vegna meintrar skuldar nágranna þíns, ef þú maldaðir í móinn.  Þú veist að engin lög segja að þú berir nokkra ábyrgð.  Eða væri það heigull og ræfill sem myndi afhenda þeim afsal möglunarlaust... svona til öryggis... ekki satt...??

Myndirðu bjóða þeim að leita lagalegs réttar síns, eða myndirðu setjast við samningaborð og reyna að semja um betri lausn fyrir þig og þína..???

Og þú myndir örugglega stökkva á mun betri díl að hirða ruslið úr bílskúrnum, gasgrillið og sláttuvélina að auki...???

Jú.. þú hefur ekki hugmynd um hvað myndi geta gerst ef þú tækir ekki á þig skuld nágranna þíns.

En eitt veistu,... að það gerðist ekkert af því sem heimsendaspámenn stjórnvalda fullyrtu ef þjóðin hafnaði Icesave 1 og 2.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 14:22

32 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

drilli er með þetta.  - skattarnir ykkar hverfa ekki þó þið borgið þá ekki

Já, væri ekki líka hægt að segja að ef þú borgar kúgara þá kemur hann alltaf aftur og aftur!!

Þið komið ekki til með að losna við Icesave með því að segja já..

Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.3.2011 kl. 15:10

33 identicon

Umræðan er alltaf svo málefnaleg hjá ykkur Nei sinnum. Þið notið orð eins og "Heigull" - "ræfill" - "þræll" - "undirlæga" til að lýsa samlöndum ykkar sem vilja tryggja stöðugleika á þessu litla skeri.

Guðni Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 15:43

34 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Við stefnum einmitt ríkissjóði og allri þjóðinni í hættu með því að hafna Icesave.

Með því að samþykkja Icesave þá fyrst er verið að stefna ríkissjóði og allri þjóðinni í hættu, því þá erum við búin að samþykkja skuld upp á 600-1200 milljarða + vexti, í voninni um að við þurfum bara að greiða 35-70 milljarða, eitthvað sem á aldrei eftir að gerast þar sem forsendurnar fyrir þessari tölu 35-70 milljarðar eiga aldrei eftir að standast.

Nú er það ekki - við höfum ekki hugmynd um hvernig hlutirnir munu þróast ef þjóðin segir nei. Með Icesave samininginum höfum við þó fast land undir fótum og vitum c.a. hvað við mun borga mikið.

Þú getur ekki sagt það fyrir víst að við vitum c.a. hvað við munum borga mikið með því að samþykkja Icesave, þessi tala sem kom frá ríkisstjórninni þ.e. um 45 milljarðar á aldrei eftir að standast, forsendurnar sem gefa þessa tölu miða við töluverða styrkingu á genginu (sem er búið að falla um ~5% síðan í desember), töluverðum hagvexti og að fá um 95% af skuldinni frá eignasafni skilanefndarinna (eitthvað sem enginn veit hversu virði er, besta eign skilanefndarinna er Iceland keðjan sem er metin á 200 milljarða en hæsta og eina boð í hana er 120 milljarða, það er einungis 60% af því sem er áætlað).

Hvernig var útreikningurinn hjá Indefence , 1% fall á gengi krónunnar og 15% minna af heimtum úr þrotabúinu þýddi 230 milljarða skuld, það má ekki mikið út af bera!!

Jónas, þetta hefur með venjulegt fólk í Bretlandi og Hollandi sem lagði sparifé sitt inná Icesave.Jónas, þetta hefur með venjulegt fólk í Bretlandi og Hollandi sem lagði sparifé sitt inná Icesave.

Þetta hefur lítið með venjulegt fólk í bretlandi og hollandi að gera núna þar sem ríkisstjórnir þessar landa hafa nú þegar greitt þeim lágmarks innistæður (eitthvað sem þeir gerðu að sjálfsdáðum án þess að ræða við okkur til að bjarga eigin fjármálakerfi).

Það er því siðferðileg skylda okkar sem þjóð að ljúka þessu máli með sanngjörnum samningum fyrir alla aðila og samþykkja Icesave 9. apríl.

Siðferðin felst í því að segja Nei við ólögvarða kröfu breta og hollendinga, bara af því að einhver kemur með reikning til þín sem tengist þér ekki neitt á annan máta en að þú ert að sama þjóðerni og sá sem bjó hann til, setur engar siðferðislegar skyldur á þig til að greiða þann reikning.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.3.2011 kl. 18:23

35 Smámynd: Sigurður Helgason

Amen

Sigurður Helgason, 24.3.2011 kl. 19:04

36 identicon

Halldór

 Í umsögn Indefence til Fjárlaganefndar Alþingis er talað um á bls. 13 að ef krónan veikist um 20% þá sé kostnaður sem fellur á ríkissjóð frá 79 - 157 milljarðar eftir því á hvaða tímabili krónan veikist.

*http://indefence.is/files/indefence_umsogn_til_fjarlaganefndar_althingis_10.01.2011.pdf

Guðni Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 20:34

37 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Í umsögn Indefence til Fjárlaganefndar Alþingis er talað um á bls. 13 að ef krónan veikist um 20% þá sé kostnaður sem fellur á ríkissjóð frá 79 - 157 milljarðar eftir því á hvaða tímabili krónan veikist.

Afsakið, þetta átti að vera 17% ekki 1%(skrifaði í flýti og las ekki yfir), þessi útreikningur með 20% og 157 milljarðana tekur ekki á ef minna fæst fyrir eignirnar.

Allt fall umfram 17% er vont fyrir okkur, 15% af 600 ma eru 90ma , 17% fall krónunnar og 15% minni endurheimtur eru um 230 ma.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.3.2011 kl. 22:22

38 identicon

Komið þið sæl; Páll, og aðrir gestir, þínir !

Elle !

Nýgræðingar; sem Guðni blessaður Helgason, virðast gera ráð fyrir, að ekkert verði hér tjónið, sökum náttúruhamfara - gæftaleysis til sjávar, né aðrir hnökrar, sé mið tekið, að skammsýni hans, sem annarra fylgjenda bugts og beyinga, fyrir Evrópskum nýlenduveldum.

Nafni minn; Haraldsson !

Jafnframt; vil ég skora á þig, jafn glöggan og þú ert, að hætta skenzi þínu, í garð okkar ágæta Guðmundar 2.rs Gunnarssonar, sem annarra þeirra, sem lengra vilja horfa fram á vegu þá, sem framtíðin hylur okkur enn, að greina, að nokkru, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 22:45

39 identicon

Þetta íslenska stolt hefur alltaf reynst okkur hættulegt.

Fólk/fyrirtæki/þjóðir sem taka upplýstar ákvarðanir en ekki ákvarðanir sem byggjast á stolti, reiði, græðgi, öfund o.g.frv komast mun betur af. Nú er ég ekki að reyna að styðja annahvorn málstaðinn en það má ALLS EKKI taka þessa ákvörðun út af einhverju tilfiningarugli. EN það virðist vera málið með marga, stoltið og reiðin er of mikil til að þeir geti tekið upplýsta ákvörðun.

Margir koma með rökin við borgum ekki skuldir óræðumanna o.s.frv en mér finnst það bara nákvæmlega ekkert koma málinu við.

Kjósiði eftir þeirri hugsun að hvað mun reynast Íslandi best, hvernig komum við best út úr þessu (þetta er auðvita mjög óljóst).

En ekki kjósa eitthvað því þið viljið ekki láta kúga ykkur eða borga eitthvað eða eitthvað álíka gáfulegt.

Ég mundi alltaf gleypa stoltið mitt og láta kúga mig, niðurlægja mig fyrir framan heiminn ef það mundi skila mér betri útkomu heldur en en hinn möguleikinn.

Reynið að gleyma tilfiningum ykkar í smá stund, vega og meta allt saman og taka svo ákvörðum. Ef það er nei, kjósið þá nei eftir þeirri sannfæringu.

Bara ekki setja nei því þið eruð of stolt til að láta fara "illa" með ykkur.  Eða finnst ósanngjart að borga skuldir "óreiðumanna"

Tryggvi (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband