Dönsk evru-aðild án evru

Í Danmörku er um það rætt að gangist þarlend stjórnvöld inn á fyrirhugaðar fransk-þýskar breytingar á stofnsáttmálum Evrópusambandsins gætu Danir orðið að lúta öllum skuldbindingum evru-þjóðanna án þess þó að vera með evruna sem mynt heldur danska krónu. Meirihluti dönsku þjóðarinnar er andvígur evru.

Umræðan sýnir mótsagnakennda stöðu Evrópusambandsins þar sem 17 lönd af 27 eru með sameiginlega mynt. Í fyrsta sinn í sögunni hittust leiðtogar evru-ríkjanna einir til að ráða fram úr skuldafjárkreppu sem hrjáir sum smærri evru-löndin. Fundurinn var haldinn til að undirbúa sameinginlega stefnu evru-ríkjanna fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í lok vikunnar.

Evrópusambandið stendur frammi fyrir áskorunum sem munu gerbreyta sambandinu.

Hér er hlekkur á dönsku umræðuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband